Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 14
hafra-, kál- og kartöfluakrar og sums staðar verksmiðjur og námur. Þetta er þá líka bezti hluti Skotlands. Þó vantar mikið á, að land þetta sé eins vel ræktað eins og t. d. Danmörk eða Suður-Svíþjóð. Enda munu þau lönd vera ein bezt ræktuðu lönd álfunnar. Edinborgar- búar voru í sólskinsskapi. Hjá þeim var að hefjast hin mikla alþjóðlega tónlistarhátíð, sem borgarstjóri okkar, herra Gunnar Thoroddsen, sótti fyrir hönd Reykjavíkur. Það er einkum þrennt, sem prýðir Edinborg: Skemmtigarður- inn, dýragarðurinn og kastalinn. Kastalinn er nú herminjasafn og er þar sérstök kapella, sem helguð er minningum frá fyrri heimsstyrjöld (1914—1918). Yrði of langt mál að lýsa því. sem þar ber fyrir sjónir En minnisstæðastar eru kannske bækurnar, sem geyma nöfn hinna föllnu skozku hermanna. Þeim hafði margur flett. Það var auðséð á blöðunum. Hitt er svo annað mál, að enginn kemur á þennan stað, án þess að vera minntur á þær hörmungar, sem tvær heimsstyrjaldir hafa leitt yfir okkar fögru heimsálfu, Evrópu. Og það því fremur, sem þessar styrjaldir, sem kostuðu tugi milljóna ungra manna lífið, lögðu milljónir heimila í rústir og sáðu hatri og ranglæti í ríkara mæli en nokkru sinni áður, varla munu verða taldar söguleg lífsnauðsyn þeim þjóðum, sem háðu þær, heldur miklu fremur ávöxtur mannlegs breyzkleika. Vöntun á vilja til réttlætis. Verð- ið, sem friðurinn kostar. Það verður því harður dómur, sem framtíðin fellir yfir núverandi kyn- slóð. Og því harðari verður hann, því minna, sem hún lærir af reynslunni. Það var snæddur miðdegisverður í Edinborg. Það spaugilega við hann var, að íslenzku stúlk- urnar vildu ekki borða súpuna. Þær bara skelli- hlógu. Þetta var þá dísæt, sjóðandi heit pipar- súpa. Svo lái þeim hver sem vill. Vesalings kjólklæddu, skozku þjónarnir voru samt alveg hissa og báru alla diskana út. Þeir voru þó ekki svo fáir. Klukkan var um tíu að kvöldi. Hekla lá uppljómuð af rafljósum við bryggjuna og bauð okkur, landsins börn, velkomin um borð úr ánægjulegiú för til Edinborgar. Menn fundu, að þeir voru heima. Og þó vorum við í erlendri höfn. Þannig er að vera um borð í íslenzku skipi. Menn þvoðu sér og burstuðu og fengu svo hið góða Heklukaffi, sem var betra en Skotakaffið, sem flestum fannst nokkuð dauft. Það er sunnudagur hlýr og fagur. Bílarnir okkar þjóta meðfram Loch Lomond, hinu fagra dalavatni Norður-Skotlands. Við nemum öðru hvoru staðar til að njóta skógarilmsins og kom- um svo í lítið og friðsælt þorp til að fá hress- ingu. Þar var brezki fáninn í hálfri ströng. Skotarnir þar höfðu misst jarlinn sinn og voru því hljóðir og kyrrlátir. Sumir sögðu, að hann hefði verið einn ríkasti maður Skotlands, en hefði þó mest ferðast á hjóli. Við komum að Forth-brúnni, sem liggur yfir Forthfjörðinn og tengir saman hinn norðlægari og suðlægari hluta skozku hálendanna. Þetta brúarbákn virð- ist í fyrstu svífa í lausu lofti og jámbrautar- lestirnar, sem fara um hana, eins og barna- glingur. Svo hátt er hún uppi. Fjörðurinn var spegilsléttur. Þar mókti í logninu fimm til sex þúsund tonna beitiskip, svona til að minna á að Bretar eru sjóveldi. Fór vel á því. Þau eru mild og draumhýr á svipinn skozku hálöndin með hinum mjúku, dökku litum sín- um. Andstæða hinnar björtu, hörkulegu heið- ríkju, sem einkennir svo mjög föðurland okkar. Ferðin þangað var ánægjuleg. Sinn mikla þátt í því áttu hinir góðu íslenzku fylgdarmenn okkar frá Ferðaskrifstofu ríkisins og skozku bílstjórarnir, sem keyrðu prýðilega. Þess ber einnig að geta, að skozka frammistöðufólkið var sérstaklega kurteist og þægilegt við okkur Islendingana. Var þó oft þröngt á þingi og mikið að gera þar sem borðað var. Maturinn var að vísu ekki við allra hæfi. En það er auka- atriði, þar sem sinn er siður í landi hverju í þeim efnum. Þegar komið var úr ferðalaginu um kvöldið, hafði skipstjórinn boð um borð fyrir skozka blaðamenn og fleiri. Var sýnd ís- lenzk kvikmynd. Undu menn sér vel í því hófi, er var landinu og skipaútgerðinni til sóma. * Það var bjart yfir Heklu, þegar hún sigldi út Clydefjörðinn öll flöggum skreytt. Var nú siglt milli Hebrideseyja og Skotlands í rjóma- sléttum sjó. Eru Hebrideseyjarnar sýnu nor- rænni á svip en Skotland. Getur þar að líta hamrabelti, skógargeira og þorp. Víðsýni er þaðan mikið út yfir hafið. Skozki hafnsögu- maðurinn var í brúnni og skeikaði hvergi. Var þó þröngt siglt sums staðar fram hjá vitum og nesjum. Var þetta einn skemmtilegasti hluti ferðarinnar. „Nú byrjar veltingurinn“, sagði ung og fögur rödd á meðal farþeganna. Hebrid- eseyjarnar voru að baki. Dálítil vestan alda kom á hlið Heklu, en hún hljóp þær allar af sér. Menn skemmtu sér hið bezta um borð við spil, kvikmyndasýningu og dans. Músikin kom frá loftskeytaklefanum. Henni stjórnaði hinn ágæti loftskeytamaður, herra Sigurður Jónsson. Rýrði það auðvitað ekkert hið ábyrgðarmikla starf hans. Annars var hann að finna út litla skekkju á hraðamæli Heklu og tókst það. Vest- an aldan óx. Daginn eftir var helmingur far- 94 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.