Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 1
SJÓMANIMA&LABIfí U í K 1 H 6 U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XII. árg. 4. tbl. Reykjavík, apríl 1950. Hugleiðingar sjómanns Þau tíðu slys, sem ennþá eiga sér stað á fiskiflota vorum vertíð eftir vertíð, þrátt fyrir hinar miklu slysavarnir síðari ára, benda okkur ótvírœtt á, að við verðum að fœra okkur ennþá betur í nyt alla þá nýju tœkni, sem hugsanlegt er að geti orðið til aukins öryggis. Eins og ég hef áður tekið fram, tel ég að talstbðvar (bœði á sjó og landi)m geti orðið til mikils gagns, ef rétt er á haldið. Máli mínu til stuðnings œtla ég að taka hér tvö nœrtœk dæmi. I vetur kom það fyrir, að bátur, er var á sjó frá Hornafirði, varð fyrir vélbilun. TVú kallaði formaður á aðstoð í gegnum talstöðina. Allir bátar frá sömu verstöð voru líka á sjó, en enginn þeirra svardði, auðvitað af þeirri einföldu ástœðu, að enginn þeirra hlustdSi, en þdö vildi nií svo til í þetta sinn, dð í landi var gamall formaður, sem er árrisull (því þetta skeði snemma morguns) og hafði tæki sitt opið til dð hlusta eftir bátunum. Heyrm' hann strax neyðarkalliS frá hinum nauðstadda bát og gerði þegar ráðstafanir til að hortum yrði veitt dðstoo' úr landi, sem og tókst. Hitt tilfelliS, sem ég ætla dö nefna, skeði fyrir ca. tveimur árum. Bátur með bildða vél var dö reka upp í Skrúðirih. Kalldöi hann viðstöðulaust á aðstoð gegnum talstöðina. Annar bátur, er var við veiðar í Reyðarfjarðar- mynni, heyrði kallið. Þdð vildi svo til, dð einn skipverja skrapp fram í lúkar til að hita kaffi- sopa, og af rœlni opnaði hann fyrir talstöðina og heyrði kallið frá hinum nauðstadda bát. Lét hann þegar formann vita. Var þá brugðið við, og með naumindum heppndðist að bjarga bátnum. Slík dæmi sem þessi eru mörg til, en þali sanna okkur, að nauðsynlegt er að skipuleggja hlustunar- tíma á meðal bátanna í hverri verstöð þann tíma, sem bátarnir eru á sjó. Þetta hefði auðvitdð verið erfitt meðan aðeins voru fjórir menn á hverjum bát, því þá var hver maður upptekinn meðan verið var að draga línuna, en nú orðið eru á flestum bátum fimm menn, og getur því alltaf einn skotist frá. Eru því nú orðið skilyrði til að hægt sé dð hrinda þessu máli í framkvæmd, ef viljinn er með. Þetta myndi skapa sameiginlegt öryggi fyrir alla báta í öllum verstöðvum. Skora ég því á Slysavarnafélagið að athuga þetta mál og beita sér fyrir því, að það nái fram að ganga á næstu vertíð, ef mögulegt er. Það er nú svo, að ýmislegt fleira mœtti benda á, sem betur gœti farið í öryggismálum, t. d. er það nú orðið svo, dð margir af hinum yngri hátsformbnnum líta á seglin sem gagnslausar dulur, því annars myndu þeir hirða betur um seglútbúnaði. Þetta stafar náttúrlega af því, að vélarnar eru orðnar miklu öruggari en þær voru, en það er samt staðreynd, að þær geta bilað og bila því miður alltof oft. Þess vegna er gott að hafa seglin að grípa til. Margir bátar nota nú orðið aðeins þríhyrnur og má nœrri geta, að hvað miklu gagni slík segl koma þegar á reynir. VÍKI N G U R B1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.