Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1950, Blaðsíða 23
Nokkrar athugasemdir Effiir Theódór Pálsson, skipstjóra, Sigiufirði Mig langar að gera nokkrar athugasemdir við grein eftir Sigurð Sumarliðason, skipstjóra á Akureyri, sem hann kallar „Viðburðarrík sjóferð liafísárið 1915“. ■—- Grein þessi birtist í jólablaði Sjómannablaðsins Vík- ings 1947. Það má því með nokkrum sanni segja, að athugasemdir mínar komi eftir dúk og disk. En hvort tveggja er, að ég las ekki greinina fyrr en alllöngu eftir að blaðið barst mér og ég er seinþreyttur til skriftanna. Grein þessa hefði ég að vísu látið mig engu skipta, ef mín væri þar ekki að nokkru getið, og á þann hátt, að miklu hallar frá hinu rétta um veruleg atriði, sem mér að minnsta kosti finnst miklu máli skipta, bæði mín vegna sjálfs og einnig vegna Helga sál. Hafliða- sonai', kaupmanns og útgerðarmanns. Ætla ég, að þær missagnir og rangfærzlur, sem í greininni eru, stafi af minnisdepru höfundarins, en hafi ekki slæðzt inn í frásögnina af ráðnum hug. Að öllu öðru leyti en nú var sagt, skipti ég mér ekki af skrifi þessu, né því er þar er í frásögur fært. Þess er þá fyrst að geta, að bátur sá, er þar um getur og ég var formaður á, hét Hafliði en ekki HelgL Var hann eins og höfundur segir eign Helga Hafliða- sonar í Siglufirði. Hafliði var vélbátur 9,9 smálestir, en ekki 12, eins og í greininni segir. Um þetta hvort tveggja var Sigurði að sjálfsögðu vorkunnarlaust að afla sér réttra upplýsinga með engri teljandi fyrir- höfn. Skipshöfn bátsins var 9 manns, en ekki „5 eða 6“, eins og höfundur segir sig „minni“. En sex af þess- um 9 mönnum gengu heimleiðis frá Norðurfirði, er báturinn tepptist vegna hafíssins. Eg' var að sjáifsögðu eftir í bátnum og með mér vélamaður og einn háseti. Hafliða var hleypt inn til Norðurfjarðar, en kom aldrei á Eeykjarfjörð, eins og höf. segir. Höfðum við á Hafliða enga hugmynd um það, að Súlan lægi inni á Norður- firði, sem og eigi var von, því við komum beint af hákariaveiðum norðaustan úr Húnaflóa. Höfðum við innanborðs 64 tunnur hákarlalifrar, en báturinn bar fullhlaðinn um 80 tunnur. Eins og fram kemur í grein Sigurðar, var Súlan orðin kolalítil. Hafliði átti eftir eitt fat af olíu, sem að vísu hefði nægt, ef báturinn hefði komizt leiðar sinnar heim beint og hindrunarlaust. Samdist því eitt sinn svo með okkur Sigurði, bæði í gamni og alvöru, að þegar fært þætti að leggja til heimferðar, skyldi Súlan draga Hafliða meðan kola- forði hennar entist, en þá tæki Hafliði við og dragi Súluna, meðan olía hans entist til, og myndi þá báð- um vel duga eldsneytisforðinn. Hafliði var hraðskreiður bátur, eftir því sem þá gerðist, og hefði í logni og kyrrum sjó orðið fullt eins skriðdrjúgur og Súlan laus og liðug, þótt hann hefði haft hana í togi, en hún var, eins og allir vita, er til þekkja, mjög seinfara. Gat þetta því, að okkar beggja dómi, orðið báðum til hag- ræðis. Eins og Sigurður getur í grein sinni, var því nær daglega gengið á svonefnt Fell og skyggnzt um eftir ísrekinu. Urðum við Sigurður oft samferða á Fellið og aftur til skipa. Það var eitt sinn, er við komum úr slíkri för, nokkru eftir að hásetar skipanna voru lagðir af stað' heimleiðis gangandi, að við ræddum um, hvort ekki væri heillaráð að afla rekaviðar og nota hann í stað kola og með kolum til að kynda einn ketil Súl- unnar. Varð þetta að ráði. Fengum við, eins og Sigurður segir, léðan uppskipunarbát kaupfélagsstjórans til að flytja á rekaviðinn, ef hann fengist. Ég bauðst til að fara í þessa aðdráttarferð á Hafliða með uppskipunar- bátinn aftan í. Lögðum við af stað daginn eftir yfir til Finnbogastaða. Fékk ég leyfi bóndans þar til að safna rekavið í bátinn í fjöru hans, og var því aldrei farið út fyrir Reykjahyrnu og' því síður suður um Reykjanes, inn til Gjögra í Reykjarfirði. Kvað bóndinn okkur rekann heimilan, en bauð okkur varnaðar á, sem og eðlilegt var, að lenda við varphólmann eða Arnesey. Til frekari skýringar og sönnunar skal ég nafngreina menn þá, er fóru með mér þessa för. Af Súlunni fóru þrír, þeir Óli, bróðir Sigurðar skipstjóra, Stefán Magn- ússon úr Eyjafirði, og Jón, annar vélstjóri. Af Hafliða fórum við þrír, sem eftir vorum, ég, Gísli Kristinsson, háseti, og Þorfinnur Hansson, vélstjóri, allir Siglfirð- ingar. Uppskipunarbáturinn, sem var lítill, var hlað- inn og nokkuð af stórum trjábútum á þilfari Hafliða. Hins vegar kom ekki til mála, að bátnum væri róið innan úr botni Norðurfjarðar suður um Reykjahyrnu og Reykjanes inn til Gjögra í Reykjarfirði. Mun öll- um, sem kunn er þessi leið, ekki þykja trjáflutnings- saga Sigurðar með öllu trúleg, og þeim mun síður, sem gegn um torfæran ís var að sækja alla leiðina. Um ferðalagið úr Norðurfirði austur um Húnaflóa og fyrir Skaga á heimleiðinni, skal ég láta Sigurð einan til frásagnar að svo stöddu, þar til kemur að meginþættinum, um afreksverkið við björgun Hafliða. Þar þykir mér fyrir alvöru fara að taka í hnjúkana um frásagnargleði hans af afrekum sínum, því þar eru rangfærzlurnar svo miklar, að tæplega er einleikið. Það eitt er satt, að er ég varð lekans var á bátnum, bað ég hann leyfis um að fá að halla bátnum með keðju við hlið Súlunnar, svo að lekastaðurinn kæmi u])p úr sjó meðan verið væri að þétta hann. Þessu þverneitaði Sigurður og kvað einsætt, að báturinn hlyti V I K I N G U R ID3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.