Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Qupperneq 13
sigldu milli landa, en á einu skipi, sem á stríðs- /unum sigldi með ströndum fram og ég var skráður á í tæpt ár, var aldrei haldin báta- æfing, þrátt fyrir að með ströndum varð að sigla í björtu vegna tundurduflahættu. Á 16 mánaða tímabili, sem ég var á sama skipi á friðartíma, var aðeins haldinn ein bátaæfing. Sennilega höfum við M. H. aldrei verið saman til sjós. M. H. talar um það, að veitingafólkið hafi stundum ekki mætt til bátaæfinga, og því verið borið við, að það hafi ekki tíma. Þau litlu, brögð, sem að því hafa verið, stafa af því, að báta- æfingum hefur verið valinn tími, þegar matar- gerð stendur á því stigí, að ógerningur eða ill- gerningur er fyrir matreiðslumenn að fara frá því, svo allt sé í eðlilegu ástandi, en hins vegar er hægt að nota oft á tíðum betri tíma dags til bátaæfinga, en þann tíma, sem matreiðslumenn með réttu geta sagt: „Hef ekki tíma“. M. H. telur sig ekki hafa ímyndað sér að Sjómannadagsblaðið mundi ljá rúm ádeilu einn- ar stéttar gegn annarri, sem starfa hlið.við hlið á sjónum. Þessu vil ég leyfa mér að svara þann- ig, að ég hef litið á Sjómannadagsblaðið sem einn af mörgum þáttum sjómannadagshátíðahald- anna. Einn annar þáttur hátíðahaldanna er sjó- mannahóf, sem fram að þessu hefur verið hald- ið. Á þessum hófum hafa verið haldnar ræður, og þar talað menn úr ýmsum stéttum sjómanna. 1 einu, hófi, sem haldið var eftir stríðið, deildi einn sjómaður á eina stétt sjómanna, sjómenn deildu manna á meðal um ræðu þessa, þó hins vegar hún ekki yrði opinber. Engan heyrði ég þá mótmæla rétti ræðumanns til þessarar á- deilu á heila stétt sjómanna. Nú er það matreiðslumaður, sem deilir á skip- stjóra, en þá var það skipstjóri, sem deildi á háseta. Það kannske breytir einhverj u ? Að lokum vil ég segja þetta: Grein mín um bátaæfingar í Sjómannadags- blaðinu síðasta, er fyrst og fremst skrifuð sem hvatning ungs manns, um hluti, sem ekki má vanrækja. Máli mínu til stuðnings þarf ég að taka ýmis dæmi, en að taka greinina sem ádeilu- grein, tel ég óþarfa viðkvæmni. I ýmsum stéttum hefur æskan kvatt sér hljóðs um ýmis efni, og ekki er óeðlilegt að þannig sé ástatt einnig meðal sjómanna. Það hafði verið rætt fram og aftur um giftingar og Jón hafði setið þegjandi og hlustað á. Loks stóð hann á fætur og sagði: — Eini munurinn á brúðkaupi og jarðarför er sá, að önnur lög eru sungin við brúðkaupið. 213 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.