Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 6
ekki tillögur um að svo stöddu, einkum ýmis heiti á einstökum hlutum botnvörpunnar, t. d. bols, miðsqver, kvartur, brakket og hengerti. Mér væru kærkomin bréf um þetta efni, og væri bezt að senda þau heim til mín á Lang- holtsveg 18, Reykjavík. Máski gæti ég þá síðar vikið nánar að þessu máli. Þó að ég hafi minnzt á nokkur orð, sem al- mennt eru notuð í sjómannamáli eða bregður þar fyrir, sem ég tel lítt nothæf og þurfi að víkja, er sjómannamálið talsvert hreinna og þjálla en ég gerði mér í hugarlund áður en ég kynntist því. Á togurum hafði mér verið sagt, að væri talað hálfgert hrognamál, en það er ekki rétt. Þar eru notuð mörg góð og gild íslenzk orð og einnig mörg lipur tökuorð. Ég minni á ísl. orð eins og skaufi og slöttungur (eftir því, hve mikið er í pokanum), svo og skiptipoki og ásláttarpoki. Sömuleiðis ýmsir hlutar vörpunnar, svo sem undirbyrði, yfir- byrði og fljúgandi fótreipi, eða forgálgi, aftur- gálgi og hleraskór. Af tökuorðum, sem mér finnst sjálfsagt að halda, get ég nefnt orðin melspíru, gils, forgils og afturgils, bobbingar og pollar. Dekk er orðið svo fast í málinu, að því verður varla útrýmt, enda þótt þilfar sé sæmilega lipurt orð. Ég hef áður minnzt á orðtakið Klárir í bátana og talið rétt að halda því. Hins vegar er vafasamt að nota lo. klár í óhófi, þó að því sé haldið í föstum orðtökum. Rétt mun að gera sjóklárt á þilfari, áður en lagt er í langsiglingu, en á síldveiðum þurfa skipverjar (ekki mannskapur) að vera tilbúnir að hlýða kallinu Klárir í bátana jafnt á nóttu sem degi. Islenzkt sjómannamál er enn í mótun. Það þróast með nýjum veiðitækjum og nýjum veiði- aðferðum. Ég hef þá trú, að sjómenn okkar, ekki sízt hinir yngri, vakni til vitundar um ábyrgð þá, er þeir bera á málþróuninni. Is- lenzkri sjómannastétt hæfir þróttmikið mál. Is- lenzkum sjómönnum er gott að kunna erlend mál, en þeir ættu að varast að blanda þeim um of móðurmáli sínu. Málagrautur verður aldrei kjarngóður. Tökuorð njóta sín því að- eins, að þau blandist heilbrigðum kjarna. Höfundur þessa athyglisverða erindis, Helgi J. Hall- dórsson cand. mag., er íslenzkukennari Stýrimannaskól- ans. — Víkingur vill gjarnan birta hugleiðingar, ábend- ingar og tillögur um sjómannamálið, ef lesendur hans hafa eitthvað slikt fram að færa. — Ritstj. 6 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.