Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 7
Egill Jóhannsson:
Síldveiðar í
Eftirfarandi grein, sem er eftir Egil Jóhanns-
son skipstjóra á v.s. „Snæfell" á Akureyri, fjallar
um síldveiðar þær, sem nokkur skip stunduðu
s. I. haust með góðum árangri austur í hafi. Er
greinin einkar fróðleg og lærdómsrik, og kann Vík-
ingur höfundi hinar beztu þakkir fyrir hana.
Ritstj.
Það kann að þykja borið í bakkafullan læk-
inn að fara enn að skrifa um síld og síldveiðar,
þar sem svo margir á undanförnum árum auk
fiskifræðinganna hafa látið ljós sitt skína í
þeim efnum, svo að ætla mætti að senn væri
útrætt um það mál. Svo er þó ekki. Mikið mun
vera ósagt og óskráð enn, áður en fengin er
full vitneskja um háttalag þessa gullna fisks,
og þess vegna og að gefnu tilefni legg ég nokkur
orð í belg.
Á síðasta hluta síðastliðins síldveiðitímabils
tóku nokkur skip af norður- og austurlandi upp
þá nýbreytni að reyna veiðar með reknet aust-
ur í hafi. Að vísu hef ég séð nokkuð frá þessu
greint í blöðum, en lauslega þó, og finnst mér
því rétt að fram komi nokkuð ýtarleg frásögn
eða heildaryfirlit um þessa tilraun, sem virðist
hafa gefið sæmilegan árangur, ef ske kynni að
þeir, sem hafa í hyggju að stunda svona veiðar
á næsta sumri, mættu' hafa af því eitthvert
gagn.
Það var 9. ágúst, sem við fyrst tókum rek-
net með okkur til þess að reyna hvernig sú
veiðiaðferð gæfist. Var herpinótin höfð með
líka og allar tilfæringar henni viðkomandi og
sama skipshöfn.
Var hugmyndin sú, að nota hvort veiðitækið
sem líklegi’a þætti í hvert sinn til árangurs og
salta síldina um leið, þ. e. ganga frá síldinni
að öllu leyti eins og um síldarstöð í landi væri
að ræða, og þess vegna haft meðferðis tunnur
og salt. Um sama leyti fór annað skip frá Akur-
eyri (Akraborg) og nokkrum dögum síðar Ing-
var Guðjónsson með samskonar búnað í til-
raunaskyni. Bátar frá Austfjörðum byrjuðu þá
anstnrdjúpi
Egill Jóhannsson.
einnig veiðar með reknetum, en það voru minni
bátar og höfðu ekki herpinót meðferðis. Sömu-
leiðis þrír bátar frá Húsavík, sem þó hættu
innan skamms.
Þessi fyrsta ferð, sem endaði 20. ágúst og
að mestu fór í að þreifa sig áfram, leiddi í
Ijós í fyrsta lagi, að síldarmagn nærri strönd-
inni virtist fremur lítið, eða að minnsta kosti
mjög mishitt og gloppótt, en batnaði og jókst,
þegar lengra dró frá landinu, og er komið var
um 140—150 sjómílur austur í haf, var veiðin
orðin góð. I öðri lagi myndi bezt að sinna rek-
netunum eingöngu, því bæði var það, að síld
sást sjaldan vaða og þá ekki nema stuttan tíma
í einu, og ef hlaupa skyldi eftir tilfallandi
fregnum af snurpusíld, var ýmist ekki hægt að
bregða við strax eða að lögn á líklegu veiði-
svæði tapaðist næstu nótt á eftir og hlaupin
jafnframt að mestu árangurslaus, auk þess sem
talsverð óþægindi og þrensgli voru að því í
ekki stærra skipi að hafa nót og báta meðferðis
og mestallan þilfarsbúnað og hæpið að verja
bátana, ef veður gerði vond.
Þess vegna var að þessari ferð lokinni herpi-
nótin og allt henni tilheyrandi lagt á land og
reknetin stunduð eingöngu eftir það.
V í K I N G U R
7