Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 8
í næstu ferð á eftir var farið 153 sjómílur í misvísandi A a SV2 S frá Langanesi, en það mun vera sem næst a 66° 30' n. br. og 8° 20' v. lg. og nótin lögð þar að kvöldi þess 24. ágúst. Þar var mikið af útlendum reknetskipum, þó áberandi flest rússnesk. Veiðin í þetta skipti var afbragðs góð, eða um 250 tunnur, sem þó ekki náðist að vinna úr að fullu, því bæði var fólkið óvant, og svo gerði afleitt veður meðan á söltuninni stóð. Var ekki hægt að leggja fjóra næstu daga vegna storms, og þar sem erfitt var um staðarákvarð- anir, hrakti nokkuð út af svæðinu, svo að þegar næst var hægt að leggja, vorum við komnir nokkru norðar og vestar, eða sem næst á 67° 20' n. br. og 8° 30' — 9° v. lg., en að því komumst við með sólarhæð næsta dag á eftir. Þarna var allgóður reitingur, eða um 70—80 tunnur í lögn af hausskorinni og slógdreginni síld, en við það er miðað hér þar sem nefndar eru tunnur. Þarna var rekið tvær nætur, en þá gerði aft- ur illviðri, sem hélst næstu fjóra daga, og var farið til lands á meðan, losað og búið út í nýja veiðiför. í þriðju ferðinni, sem farin var 2. september, var haldið á sömu stöðvar um 150 sjómílur frá Langanesi, og lagt þar tvisvar sinnum, en veiðin virtist tregari en áður. Svipaða sögu höfðu hinir norðlenzku bátarnir að segja, sem þá voru orðnir 5 talsins og héldu sig á líkum slóðum, og einnig bátar frá Aust- fjörðum af stærri Svíþjóðargerðinni, sem farnir voru að leita svona langt austur í hafið, en höfðu áður drifið nær ströndinni. Talsambönd við færeysk skip á reknetaveið- um upplýstu hins vegar, að lengra suðaustur í hafinu væri mjög mikil síld, og það svo, að net sumra sukku og töpuðust vegna ofveiði. Þeir Færeyingarnir voru þá að veiða á sem næst 65° n. br. og 4°—5° v. lg. Við héldum því lengra suður og austur í hafið og lögðum netin á 66° 20' n. br. og 6° 30' v. lg., eða sem næst því. Þarna reyndist veiði góð og ágæt, eða allt að 250—260 tunnum í lögn. Að slíkri veiði varð ekki gert á styttri tíma en tveim sólarhringum, og þegar það skeði, var ekki hægt að leggja næstu nótt á eftir, þótt veðrið leyfði. Verkinu var þó hagað þannig, að fyrst var dreginn helm- ingur eða þriðjungur netanna, eftir því hve mikið var í þeim af síld. Þá var hætt að draga á meðan sá hluti veiðinnar var saltaður, og þegar því var lokið, var dregið það sem eftir var eða því jafnvel skipt í ývennt, þegar mest var. Yfirleitt var veiðinni skipt á þennan hátt hjá öllum skipunum, sem þarna voru, ef hún fór fram úr 90—100 tunnum, og jafnvel þótt minna væri hjá minni bátunum, því þilfars- pláss þeirra leyfði ekki það mikla síld í einu, ef söltun átti að geta gengið sæmilega. Síld- in helzt lifandi í netunum allt að sólarhring og er því sjálfsagt að geyma hana þann- ig, þegar mikið berst að. Annars var veiðin þarna talsvert misjöfn, sem og alstaðar, þar sem til fréttist, en oftast þó frá 60—120 tunnur í lögn. Á skipi því, sem ég var á og heitir Snæfell, var 15 manna áhöfn eftir að veiði hófst með reknetum eingöngu. Gengu allir að vinnunni, vélamenn sem dekkmenn og matsveinn lítils- háttar, þegar mest barst að. Virtist sem 100 tunnur í 60—64 net, en það var sá netafjöldi, sem rekið var með oftast, væri hámark þess, sem hægt væri að gera full skil, þ. e. hausskera, slógdraga, salta, slá til, pækla og koma fyrir í lest á einum sólarhring, og geta samt fengið 5 tíma hvíld með því að reka nótt eftir nótt. Þess ber þó að geta, að oftast var um nokkra óvana og seina menn að ræða, og myndu þessar tölur sennilega eitthvað geta breyzt, ef sömu menn væru við verkið allan tímann. Á þessum slóðum var veitt það sem eftir var veiðitímans. Síðustu veiðiferðirnar var farið nokkru austar og sunnar, því síldin virtist fær- ast þá leið. Var veiðisvæðið frá 65° 50' til 66° 30' n. br. og 5° 30'—6° 30' v. lg., sem mun vera um það bil 200—220 sjómílur frá Langanesi. Tvö norðlenzku skipanna reyndu þó nokkru sunnar og austar og fengu þar einnig góða veiði, og þegar síðast náðust sambönd við Fær- eyingana, en það var um miðjan október, voru þeir að veiða á 63° til 64° n. br. og 3°—3° 30' v. lg., og höfðu þar góða veiði flestir, þegar veðrið leyfði. í síðustu ferðinni, frá 23. október til 2. nóv- ember, varð lítið sem ekki vart við síld. Var látið reka á nokkuð víðu svæði af 5 skipum (Austfjarðabátarnir voru þá hættir), og auk þess heyrðist til norskra síldveiðiskipa, sem enn voru við veiðar, og var sama og engin veiði hjá neinum þeirra. Veðráttan þar að auki óhag- stæð, og var þá hætt. Alls voru farnar 7 veiðiferðir og varð heild- arafli tæpar 2700 tunnur af uppsaltaðri síld. Svipað veiðimagn varð hjá Akraborg og Ingvari Guðjónssyni, en nokkru minna hjá Súlunni og Stjörnunni, enda byrjuðu þau skip nokkru seinna. Vitneskjan, sem fengin er með veiðitilraun þessari, er í fyrsta lagi sú, að síldin þarna var yfirleitt stór og feit, 33—36 cm. á lengd, eða samskonar síld og kölluð hefur verið hrein- S V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.