Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 9
ræktuð Norðurlandssíld. Að vísu sáust smærri
síldar innanum, en þess gætti sem sagt mjög
lítið þar til síðast.
Mest af síldinni var fullt af hrognum og svil-
um, og það undarlega skeði, að nokkrar hrygn-
andi síldar fundust innan um.
Ætlaði ég að taka sýnishorn af því fyrírbæri
með heim, en það mistókst, því ég hafði ekki
verið svo hygginn að hafa með spíritus, og sýn-
ishorn, sem ég tók frá, eyðilagðist vegna ham-
fara skipsins í vondu veðri. Sennilegt er, að
þarna sé um einhverja undantekningu á regl-
unni að ræða, því á þessum slóðum er dýpi
1800—1900 faðmar, og því ólíklegt að þessir
fiskar leiti þar botns. Talsverð áta var í síld-
inni fyrst framan af og sýndist vera þessi
venjulega blanda af einhverjum rauðkrabba
eða rauðátu og svo ljósari átu. Seinna gerðust
magarnir tómir, og undir það síðasta mátti
finna hrogn og einhverja dökka drullu í mög-
um síldanna, og var ekki hægt að greina hvers-
konar samsafn það var, enda ekki mikið feng-
izt við rannsóknir í þeim efnum.
1 öðru lagi: Að um mikla síld virtist vera
að ræða á mjög stóru svæði þarna austur í
hafinu, eða allt frá 63°—69° n. breiddar og frá
3° til 9° v. lengdar, eða jafnvel enn vestar, því
vitað var, að Norðmenn fengu góða rekneta-
veiði síðast í júlí og fyrst í ágúst um 110—130
sjómílur í misvísandi S A S frá Glettinga-
nesi, og þegar togarinn Jörundur fór norðaust-
urhafsför sína snemma í ágústmánuði, og mun
þá hafa komizt á 69° n. br. og 8° 30' v. lg., var
mikill hópur rússneskra síldveiðiskipa þar með
reknet, eða sennilega mestallur rússneski síld-
veiðiflotinn, og sáu Jörundar-menn marga
þeirra með mjög glæsilega veiði.
Seinna munu Rússarnir hafa haldið sunnar
á hafið, því síðar í þessum sama mánuði eða
eins og áður getur í þessari grein, var fjöldi
þeirra á og í kringum 66° 30' n. br. og 8° 20'
v. lg., og eftir illviðrið, sem gerði 26.—29. ágúst,
hurfu þeir gersamlega af þeim stöðum og sáust
ekki á okkar veiðisvæði fyrr en í síðustu för-
inni. En þá voru þeir á þeytingi til og frá án
þess að staldra við nema eina lögn í einu, og
gat ég mér þess til, að veiði hafi verið orðin
treg þar sem þeir voru, en þeir svo verið að
kanna, hvort ekki fyndist meiri síld annars-
staðar.
, •
I samtölum við færeysku síldveiðiskipin kom-
umst við að því, að Rússarnir voru á þeirra
veiðisvæði allan september og fyrri hluta októ-
bermánaðar, auk þess sem Norðmenn og Svíar
þeir, sem enn veiddu síld, voru þar aðallega lika.
Af þessu virðist mega ráða, að síldin hafi
fyrri hluta veiðitímans verið mest norðarlega
og vestarlega, en þokast suður og austur í hafið
þegar leið á sumarið, enda fannst okkur það
vera svo. Það má því ganga að því sem vísu,
að síld hafi á síðastliðnu sumri verið á öllu
þessu svæði, sem áður um getur, og er þar um
mörg þúsund ferkílómetra að ræða. Líkur eru
því miklar fyrir því, að gera megi út með rek-
net á þessar slóðir með sæmilegum ef ekki góð-
um árangri á skipum, sem ekki eru of lítil,
jafnvel þó um mikinn fjölda skipa væri að
ræða. Lítil skip álít ég að ekki sé hægt að nota,
ef söltun þarf að fara fram um borð, en hjá
því verður ekki komizt, ef sækja þarf svona
langt.
Ég held, að stærri gerð Svíþjóðarbátanna
séu minnstu skipin, sem hægt er að nota í þessu
augnamiði þarna austur í hafinu, ef nokkur
afkoma á að nást. Þó má vera, að afgreiðsla
bátanna á Austurlandi hafi eitthvað að segja
í þessu sambandi. Gömlu togarnir álít ég að
séu alveg tilvaldir í þetta starf, því þeir hafa
gott vinnupláss og geta því tekið á móti mikilli
veiði.
Að hafa móðurskip þarna í hafinu til af-
fermingar á síld úr smáskipum held ég að væri
tilgangslítið. Að minnsta kosti yrði það þá að
vera mjög stórt.
Yfirleitt var sjór mjög ókyrr þann tíma, sem
veiðin stóð yfir og því oftast ógerningur að
nálgast það mikið annað skip að afferming
gæti átt sér stað, nema því aðeins, að skipið
væri það stórt, að báran hreyfði það sama og
ekkert, en til þess þarf sem sé stórt skip.
Um það, hvort síldin muni halda sig þarna
í hafinu að staðaldri, liggja ekki fyrir fullar
sannanir, en fyrirbæri undanfarinna ára, ásamt
með síldarrannsóknum, benda eindregið til þess,
að líta megi á það sem nokkurn veginn öruggt,
að síldina sé þarna að finna um sumar- og
haustmánuðina, og sennilegt er, að þarna sé
sú síld, sem veiðist við Noreg að vetrinum, og
er hún í hrygningarástandi.
Aðeins einu sinni sáum við síld vaða á þess-
um slóðum, en það var kvöldið 10. september,
í góðu veðri og næstum logni, en oftast urðum
við hennar varir á ekkolóðið eða bergmálsdýpt-
armælinn. Aldrei mjög stórar torfur, en smá-
flekki til og frá.
Eftirtektarvert er það, að næstum undan-
tekningarlaust var netaveiðin bezt og jöfnust
þar sem minnst bar á síldartorfunum á ekko-
mælinn, og þar sem stærstu lagnirnar feng-
ust, urðum við ekki varir við neinar torfur,
aðeins smápunkta.
Virtist þetta benda til þess, að veiðilíkur séu
V I K I N G U R
9