Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 10
beztar þar sem sildin er dreifð um sjóinn en ekki í þéttum hnöppum. Netunum sökktum við 8—9 faðma og fannst það nokkuð hæfilegt oft- ast nær. Þó kom það fyrir, og það einkum þegar veiði var lítil, en það skeði helzt þegar illviðri var í aðsigi, að það sem fékkst, var aðeins í neðri hluta netanna eða jafnvel alveg niður við neðri teina, og hefur síldin þá líklega fært sig dýpra. Veðurfarið þarna austurfrá var öllu skárra en upp við ströndina, varð aldrei eins hvass. Annars var mjög umhleypingasamt um þessar mundir, og tafði það nokkuð fyrir. Svo virtist sem lægðir, er hreyfðust norð- austur Grænlandshaf eða vestan við fsland, hefðu lítil áhrif þarna, þar sem aftur á móti lægðir á norðausturleið austan við landið nutu sín vel. Annars fengust engar veðurfregnir, sem miðaðar voru við þetta svæði, fyrr en síðustu dagana, sem skipin voru úti, að Veðurstofan í Reykjavík, samkvæmt beiðni þar um, sendi út veðurspá fyrir norðausturdjúp. En þetta stóð svo fáa daga, að ekki var hægt að gera sér að fullu ljóst, hversu vel þær fréttir kæmu heim við veruleikann. Annars fórum við helzt eftir veðurfregnum frá Noregi, sem bæði heyrð- ust greinilegar en veðrið heimanað og virtust auk þess hæfa öllu betur. Það er álit mitt, að til þess að hægt sé að spá rétt fyrir einhvern hluta jarðarinnar, þurfi að koma veðurlýsing frá sama hluta. Ég er viss um að þau skip, sem þarna voru að verki síðastliðið haust, hefðu öll fúslega sent frá sér veðurlýsingu ef til þess hefði komið, og ég er einnig viss um að það verður gert, ef þessi starfsemi endurtekur sig og farið verður fram á slíkt. Ég tel mikilvægt, að slík samvinna tækist með Veðurstofunni og veiðiskipunum. Með því ætti að fást grundvöllur fyrir góðum veðurfregnum. Eins og gefur að skilja, var haft mjög náið talsamband milli þessara íslenzku skipa, sem um hefur verið getið hér að framan, í því skyni að komast að því hvar veiðilíkur væru beztar, og ef eitt þessara skipa fékk áberandi meiri veiði en hin, var oftast reynt að nálgast það skip og leggja netin þar í næsta sinn. Oft gekk mjög erfiðlega að finna skipin, því miðunar- stöðvarnar í flestum voru lélegar og í sumum alveg gagnslausar. Þó var góð miðunarstöð í Ingvari Guðjónssyni, og varð hann hinum bát- unum oft hjálparhella, þegar hann var úti. Ég álít mjög nauðsynlegt að skip, sem veiða þarna í hafinu, hafi góðar miðunarstöðvar, svo að þau geti fundið hvert annað þegar veiðin er misjöfn og þannig notið góðs þar af. Það, að !□ treysta á eina stöð, þótt góð sé, er ekki ein- hlítt, og kostnaður við að gera þessar stöðvar nothæfar, ef þær eru til í skipunum, mun varla stórkostlegur, en getur hins vegar hjálpað til að auka verulega aflamagnið, ef lag er á. Um staðarákvarðanir þarna er það að segja, að bezt og ódýrast mun að nota hið svonefnda Cansol kerfi. Það útheimtir aðeins góðan mót- takara, og Cansol kort yfir viðkomandi svæði. Ég náði í þetta kort eftir þrjár fyrstu veiði- ferðirnar, og eftir það gat ég með mjög sæmi- legri nákvæmni ákveðið staðinn sem skip mitt var statt á í það og það skipti. Þessi Cansol merki eru radíóútsendingar frá sérstakri gerð radíóstefnuvita. Eru það raðir af stuttum og löngum hljóðum eða sem kalla má punkta og strik, sem svo fækkar og fjölgar á víxl, ef af- staðan til þeirra vita breytist, þ. e. punktum fækkar og strikum fjölgar jafn mikið, eða að punktum fjölgar og strikum fækkar þá að sama skapi. Þeir vitar, sem bezt er að nota hér í austurhafinu, eru vitinn á Norður-frlandi og vitinn í Stavanger í Noregi. írski vitinn er þar austur frá mjög góður og greinilegur, og gefur hann lengdina með sem næst þriggja sjómílna nákvæmni. Stavangervitinn, sem gefur breidd- ina, heyrist einnig vel í góðum móttakara, en hann er mjög breiður á þessu svæði og þess vegna ekki nákvæmur, og var því tekin sólar- hæð þegar því varð komið við. Samt sem áður má fara eftir þessum vita nokkuð, eða nægilega til þess að vita hér um bil hversu norðarlega skipið er statt, og ætti sú ónákvæmni ekki að þurfa að fara fram úr 6—7 sjómílum. Til þess nú að geta notfært sér merki vitanna, þarf Cansol kort, eins og áður er sagt, en það er sjókort, þar sem stefnulínur merkjanna eru strikaðar á. Utsendingin fer þannig fram, að talin eru merkin á hvorum vitanum fyrir sig, en til þess þarf, eins og áður er sagt, aðeins góðan móttakara, og svo er farið með merkja- tölurnar inn í kortið og þar fundnar stefnulín- urnar sambærilegar merkjunum. Þessir vitar endurtaka merki sín stöðugt, eða með öðrum orðum, þeir senda ár og síð. Ég ráðlegg öllum, sem hugsa sér að veiða þarna á næsta sumri, að búa sig þessum staðar- ákvörðunartækjum, því ef þeir geta notfært sér Cansol merki, geta þeir flækst um þarna á hafinu svo vikum skiptir og alltaf vitað með nægilegri nákvæmni hvar þeir eru staddir. Kortin eiga að fást á Vitamálaskrifstofunni í Reykjavík og á þau eru rituð nöfn vitanna og bylgjulengdin, sem þeir senda á. Auk þess eru kortin ekki dýr. Til viðbótar því sem að framan er ritað, vil V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.