Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Qupperneq 11
ég taka það skýrt fram, að í sambandi við sölt- un um borð og frágang á síldinni svo í lagi sé, er nauðsynlegt að notaðar séu góðar tunnur, og þó um fram allt samskonar tunnur eða tunn- ur með sömu botnsstærð. Eins og hlýtur að skiljast, veldur það alltaf talsverðum töfum og þá ekki hvað sízt þar sem vinnuplássið er mjög takmarkað, ef margar botnsstærðir eru í gangi. Enda var það svo, og þegar það svo kom fyrir, að setja þurfti forgangshraða á tilsláttinn, til þess að bjarga síldinni undan ágjöf og sjógangi, kom það fyrir að tunnur voru slegnar til með botni, sem annað hvort var of lítill eða of stór. Skiljanlega varð tunnan lek, og væri lekanum ekki veitt eftirtekt þegar stúfað var í lestina, og það kom fyrir, hlaut tunnan að tæmast af pækli innan skamms og hvorki tími né mögu- leiki að yfirfara tunnurnar í lestinni. Að vísu bjargaðist þetta hjá okkur á Snæfelli, þannig, að síldin skemmdist ekki vegna þess hvað veiðiferðirnar voru stuttar. En ég vil benda á þennan annmarka þeim, sem kynnu að hugsa sér að vera lengi úti í einu og veiða mikið, að því lengri sem veiðiferðin er, því betur og nákvæmar þarf að ganga frá tilslættinum, svo að tryggt sé að tunnan sé ekki lek. Þar að auki verða tunnurnar oft fyrir verulegu hnjaski við stúfun í lest, þegar illa lætur. Sjaldnast er mik- ið um fagmenn í tilslætti á skipum þessum, og þó að þetta lærist með tímanum, breytir það í engu nauðsyn þess að hafa góðar tunnur, svo að afköstin verði sem mest og bezt. Mér var ekki unnt að fylgjast með hita sjáv- arins á þessu veiðitímabili, og hefði það þó verið æskilegt, en það var engin leið að upp- drífa slíkan mæli, þótt spurzt væri-fyrir víða, bæði í Reykjavík og fleiri stöðum, þar til í síð- ustu förinni, að ég fékk lánaðan mæli hjá tog- aranum Jörundi, eða réttara sagt eiganda hans. En við það urðum við ekki annars vísari en þess, að sjórinn var alstaðar þar, sem við fór- um yfir, 4°—5° á Celcius, og verður það að teljast lítill sjávarhiti, enda var engin veiði, eins og áður er sagt. Hvað snertir fjárhagslega hlið þessarar veiði- tilraunar, liggja ekki enn fyrir full skil, og því ekki hægt að birta neinar tölur þar að lútandi. Þó má fullyrða, að um verulegar hagsbætur hafi verið að ræða hjá útgerðarfyrirtækjum þeim, sem að þessum veiðum stóðu, enda engin vanþörf á því. Hlutur háseta á Snæfelli varð alls á seytjánda þúsund krónur, þar með talin verkunarlaun, og er það talið gott. Ég held þó, að laun þessi hafi verið verðskulduð, því oft var unnið kappsam- lega og lengi, og því nauðsynlegt að eitthvað verulegt kæmi í aðra hönd. Starf þetta er yfir- leitt fremur erfitt og útheimtir duglegt fólk. Fólk, sem ekki hikar við að leggja á sig auka- erfiði til að bjarga verðmætum undan eyði- leggingu, sé þess annars nokkur kostur. Jöfnum og samtaka mönnum tekst oftast að vinna það verk létt, sem hinum veitist erfitt, og líkt má segja um starfsemi þá, sem hér hefur verið til athugunar. Með þökk fyrir birtinguna. Egill Jóhannsson. Bretarog landhelgin Særinn mörgum býöur björg, ef brestur ei þor til dáða. En ensku völdin ill og körg, öllu vilja ráða. \ Þeir hafa lengi grafið gull (Bretar), geymt á íslandsmiðum. Hugsun þeirra er hrokafull, hert í stálahviðum. ísland verður aldrei falt, þó enskur bjóðist gróðinn. Landgrunnið því eflaust allt á og ræður þjóðina. Íslendingar eiga sjóð undir bárufaldi. Láta þeir fyrri líf og blóð, en lúta arðráns valdi. íslenzk þjóð er frjáls og frí, og fær að ráða sinu. Sextán mílna sjónum i, setur vamarlínu. Þó hún eflaust þyld smá, þessum brezku flónum. Landið sitt hún alein á og allt þess gull í sjónum. Svarið hljómar svona þétt, um sæ og víðar lendur: Látum aldrei okkar rétt, í útlendinga hendur. VÍKIN □ U R 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.