Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 14
Á vertíðinni. ^rimmtu^ur ijómaour: Jón B. Sigurðsson Jón B. Sigurðsson frá Súgandafirði átti fimmtugs- afmæli þann 4. nóvember síðastliðinn. Jón er fæddur að Tungu í Skutulsfirði, en að mestu alinn upp í Botni í Súgandafirði. Rúmlega tvítugur fluttist hann svo til Suðureyrar og tók þá að stunda þar sjómennsku. Þar var þá mikil aflasæld og engin verstöð lá betur við til sjósóknar á fengsælustu miðin — enda fast sóttur sjórinn af framgjörnum formönn- um. Fékk Jón þá fljótt að reyna karlmennsku sína og þrek, sem hvorugt brást, enda er maðurinn mikill að vexti og þar eftir þéttur. Hann hefur ánægju af að minnast margs frá þessum árum. Árið 1928 fluttist Jón til ísafjarðar. Hann hefur ávallt stundað sjóinn — lengst af á línubátum. Lét honum þau störf vel — þótt vinnudagurinn væri oft í lengra lagi. Náði hann mikilli leikni og fór saman flýtir og vandvirkni. — Nokkur síðustu árin hefur Jón átt heima í Reykjavík. Verið á togurum — er nú á „Pétri Halldórssyni". Eins og vikið var að, er Jón þéttur á velli. Ber þá hins að geta, að ekki er hann síður þéttur í lund. Tryggari maður og traustari á hverju, sem veltur, er vandfundinn. Sá, sem þessar línur ritar, þakkar Jóni B. Sigurðssyni framúrskarandi ánægjulega samveru og gott samstarf í samfleytt 12 ár á sjónum. Veit ég, að fjölda margir félagar hans að fornu og nýju, enn- fremur vinir og kunningjar víðsvegar, taka undir með mér og óska honum til hamingju með fimmtugsafmælið og gæfu og gengi í í framtíðinni. — R. 14 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.