Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 15
□ RAHAM GREENE £pataiur 4acf ut S M A S A □ A Ég hafði elt hann sem skugginn hans, eins og sagt er. En reyndar er það fráleitt. Ég er enginn skuggi. 'Menn geta þreifað á mér, heyrt til mín, þefað af mér. Ég er Robinson. En ég hafði setið við næsta borð, fylgt honum í hum- átt um göturnar, og þegar hann fór upp stiga, beið ég niðri, og þegar hann kom niður aftur, gekk ég út á undan honum og stanzaði við næstu gatnamót. Að þessu leyti var ég raunar eins og skuggi, því að stundum var ég á undan honum og stundum á eftir. Hver var hann? Ég vissi aldrei, hvað hann hét. Hann var lágur vexti og hversdagslegur í útliti, með regnhlíf og harðan hatt og brúna hanzka. En fyrir mig hafði hann mikla þýðingu vegna þess, að hann bar á sér hlut, sem ég girntist af öllu hjarta mínu og allri sálu minni. Hann bar hann innan klæða, ef til vill í poka eða pyngju, ef til vill í festi á beru brjóstinu. Og hver veit líka, hvílíkri kænsku hinn hvers- dagslegasti maður kann að vera gæddur? Skurð- læknar geta framkvæmt hinar ótrúlegustu að- gerðir. Ef til vill bar hann hlutinn nær hjarta sínu en hörundið. Hvað var það? Ég vissi það aldrei. Ég get aðeins getið mér þess til, eins og ég gæti getið mér til um nafn hans, kallað hann Jones eða Douglas, Wales, Canby, Fotheringay. Einu sinni, þegar ég sat við næsta borð í veitinga- húsi, sagði ég „Fotheringay“ lágum rómi við súpudiskinn minn, og mér fannst hann líta upp og í kringum sig. Þó veit ég ekki. En hræði- legast finnst mér að vita ekkert, hvorki nafn hans né hvað það var, sem hann bar, hvers vegna ég girntist það svo mjög, hvers vegna ég elti hann. Loks komum við að járnbrautarbrú, og undir henni hitti hann vin sinn. En nú brestur mig aftur nákvæmni. Fyrirgefið mér. Ég reyni að vera nákvæmur. Ég vil vera nákvæmur. Það eina, sem ég þrái, er að vita allan sannleikann. Þótt ég segi, að hann hafi hitt vin sinn, veit ég ekki með vissu, hvort það var vinur hans. Ég veit ekki annað en það, að hann virtist heilsa honum mjög hlýlega. Vinur hans spurði: „Hve- nær leggurðu af stað?“ og hann svaraði: „Klukkan tvö frá Dover“. Þér getið ímyndað yður, að ég þreifaði í vasa mínum til þess að fullvissa mig um, að farseðillinn væri þar. Þá sagði vinur hans: „Ef þú flýgur, geturðu sparað þér dag“. Hann kinkaði kolli, féllst á það. Hann ætlaði að fórna farseðlinum, ætlaði að spara sér dag. Nú er mér spurn, hverju skiptir sparaður dagur fyrir hann eða nokkurn mann? Dagur sparaður frá hverju, til hvers? í stað þess að eyða deginum í að ferðast, hittir maður vin sinn einum deginum fyrr, en ekki getur maður verið þar um kyrrt til eilífðar, maður snýr aft- ur tuttugu og fjórum klukkustundum fyrr, það er allt og sumt. Og svo flýgur maður heim og sparar annan dag. Sparar hann frá hverju, til hvers? Maður fer að vinna einum degi fyrr en ella, en ekki getur maður unnið til eilífðar. Það munar aðeins því, að maður hættir að vinna einum degi fyrr. Og hvað svo? Ekki getur mað- ur dáið einum degi fyrr. Þá skilur maður kann- ske, hvílíkt gáleysi það var að spara þennan dag, þegar maður sér, að engin leið er til að losna við þessar tuttugu og fjórar klukkustund- ir, sem maður hefur varðveitt svo kostgæfilega. Það má fresta þeim og fresta, en einhvern tíma verður þó að eyða þeim, og þá kynni maður að óska þess, að maður hefði ekki eytt þeim í ann- að verra en járnbrautarferð frá Ostend. En þetta datt honum ekki í hug. „Já, það er satt“, sagði hann. „Ég get sparað mér dag. Ég ætla að fljúga“. Þá lá mér við að kalla til hans. Hvílík síngirni. Því að þótt þessi dagur, sem hann hélt sig vera að spara sér, kæmi honum ekki í koll fyrr en löngu síðar, þá kom hann sér þegar mjög illa fyrir mig. Ég hafði verið að hlakka til þessarar löngu járnbrautarferðar í sama klefanum. Þetta var að vetri til, og lestin hefði ugglaust orðið nærri því tóm, og það mátti mikið óhapp heita, ef við hefðum ekki orðið einir í klefanum. Ég var búinn að leggja á ráðin um þetta allt. Ég ætlaði að taka hann tali. En nú þekkti ég hann ekkert, og ætlaði þess vegna að byrja á því að spyrja hann, hvort VÍKIN G U R 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.