Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 18
jcjeir ^iiqurdiion: Sjóvinnubókin Sjóvinnubókin, öðru nafni handbók sjómanna og' útvegsmanna, er komin á markaðinn. Ég hef yfirfarið og lesið bæði fyrri og síðari hluta þessa fróðlega verks. Það er sannast mála, að í báðum þessum bókum er mikinn og aðgengi- legan fróðleik að finna. Um fyrri hlutann hefur verið greinilega ritað af hr. Þorv. Björnssyni og enda fleiri mönnum, er allir hafa látið í ljós ánægju sína yfir útkomu hennar. Er því eigi ástæða til að fara frekar út í það, að ræða ein- staka kafla hennar. Það er sannast að segja, að það er ekkert áhlaupaverk að rita góðar og merkar bækur um sérfræðigreinar íslenzks atvinnulífs, þar eð öll verkleg sérfræði er tiltölulega á bernskuskeiði hjá oss ennþá, borið saman við margar aðrar menningarþjóðir. Það er því að vonum, að mikið hefur orðið að hafa fyrir því að koma þessu efni öllu á einn stað. Víða hefur orðið að leita upplýsinga og leiðbeininga. Má og sjá, að til margra höfunda og stofnana hefur orðið að snúa sér til þess að viða að efninu. Það er því eigi nema sanngjarnt að láta í Ijós gleði og ánægju yfir því, hve höfundarnir, Ár- sæll Jónasson kafari og Henrik Thorlacius, hafa sýnt mikla eljusemi og stórhug við það að viða að sér slíkum fróðleik, sem er að finna í þessu verki. Þar er vissulega um mikinn fróðleik að ræða, sem nauðsyn bar til að safna á einn stað til hægðarauka og upplýsinga fyrir þá, er vilja læra hin verklegu störf á sjónum til hlítar. Með það fyrir augum, hve víða varð að bera niður til efnisleitar og með hliðsjón af því, hve íslenzk tunga er ennþá fátæk af orðum í sjó- mannamáli, sem vel fara við tungu vora, þá er það ekki nema eðlilegt, að sum orðin í bókinni komi nokkuð spanskt fyrir, þ. e. séu ekki svo íslenzk sem verið gæti. Ég hirði ekki að fara í tíning, vegna þess að mér þykir þetta svo eðli- legt. Hins vegar er því ekki að neita, að það er nauðsynlegt að fara að nema á brott úr sjó- mannamáli voru þau orðskrípi og þá sérstaklega dönsk, er enn loða í málinu, mörg að þarflausu. Svo að eitt dæmi sé nefnt: forhalari, millihal- ari, afturhalari, fyrir: framstag, millistag, aft- urstag. Nafn bókarinnar er, eins og menn vita, Verk- leg sjóvinna. 1 þessu verki eru að vísu margir kaflar og þar er margt sýnt og skýrt, er frekar tilheyrir hinu andlega starfi á sjónum, en þótt sá fróðleikur finnist einnig í öðrum kennslu- bókum sérgreinanna, er enginn skaði skeður. Það sannar aðeins það, að þarna hafa að verki verið óþreyttir menn. Eins og mönnum mun ljóst vera, þá var ekki tilgangurinn með þessum línum sá, að fjölyrða um þá hlið, er ekki kemur beint hinni algengu vinnu á skipum við, heldur hitt, að þakka út- gefendunum fyrir þann áhuga og atorku, er þeir hafa sýnt með útgáfu verksins. Er það þakkar vert, hve vel hefur tekizt að safna miklu og aðgengilegu efni á einn stað, sem verða mun mörgum sjómönnum og útvegsmönnum til leið- beiningar og þekkingarauka. Væri nú gott tækifæri fyrir málhreinsunar- mennina að hefjast handa um athugun sjó- mannamálsins. Gæti þetta verk orðið sjór af fróðleik í því efni. Þessir framtakssömu menn, sem kostuðu út- gáfu verksins, hafa leyst þann vanda, sem ís- lenzka ríkið hefði átt að gera. Vitanlega hefur útgáfan orðið mjög kostnaðarsöm. Væri því eðli- legt og sjálfsagt, að Alþingi sýndi þakklæti sitt og viðurkenningu fyrir mikið starf, með því að greiða nokkra fjárhæð til útgáfu þessa þarfa verks. Að lokum mæli ég eindregið með því að allir þeir, er áhuga hafa fyrir starfinu á sjónum, kaupi þessa þörfu bók. Smælki Um síðustu aldamót voru á mörgum sænskum seglskipum svokallaðir Bethelskipstjórar. Þeir höfðu sérstakan fána, sem var gyllt sól á hvítum grunni, með gulri og blárri rönd að ofan og neðan. Þessir skipstjórar höfðu það hlutverk að safna norður- landasjómönnum saman til guðsþjónustu á skipum sínum í erlendum höfnum. Nú hafa sjómannaheimil- in og kirkjurnar í hafnarborgum víðsvegar um heim tekið við hlutverki Bethelskipstjóranna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.