Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 23
4 keypt frá Danmörku og samanlagt kaupverð þeirra 1.837 þús. kr. Eitt skip var keypt frá Færeyjum í skiptum fyrir íslenzkt skip. Einn mótorbátur var smíð- aður innan lands. Gömlu togararnir hafa nú flestir verið seldir úr landi, margir til niðurrifs, en nokkrir hafa verið teknir til gagngerðrar viðgerðar og sett í þá olíukyndingartæki, en lítil reynsla er enn fengin fyrir því, hvernig rekstur þeirra muni ganga. í október 1951 var á skipaskrá 631 fiskiskip, sem var alls 57.733 rúmlestir, en haustið 1950 var tala fiskiskipa 629 og rúmlestatalan 51.604. Togarar voru 56 (48) og 32.587 (26.932) rúmlestir. Samanlögð rúmlestatala annarra skipa en fiskiskipa var 42.501 smálest, en 39.716 árið áður. tsaður fÍ8kur. Framleiðsla á ísuðum fiski jókst á ný árið 1951, ev hún var þó miklu minni en 1949. Nam útflutningur á ísuðum fiski 1951 52.300 tonnum, en 32.178 tonnum árið áður. Hér er miðað við slægðan fisk með haus. Af þessum útflutningi voru aðeins 825 (2.055) tonn báta- fiskur, en hins var aflað af togaraflotanum. Sölu- ferðir togara með ísfisk urðu alls 232, en 125 árið áður. Langflestar ferðir voru farnar til Bretlands, 201 (121), en til Þýzkalands var farin 31 (2) ferð. Sölu- andvirði þess fisks, sem togararnir fluttu til Bretlands á árinu, var 1.996 (959) þús. pund, en til Þýzkalands 277 (11) þús. pund. Meðalsala togaranna í ferð á ár- inu varð 9.800 (7.674) pund, og urðu meðalsölur ör- lítið hærri í Bretlandi en í Þýzkalandi. Hraðfrysting. Starfrækt voru á árinu 73 hraðfrystihús, en 72 árið áður. Frystihúsin tóku alls á móti 93.184 tonnum af fiski, miðað við slægðan fisk með haus, en 57.041 tonni árið áður. Úr fiskmagni þessu voru framleidd 31.366 (19.844) tonn af freðfiski. Af framleiðslu frystihúsanna var langmest flutt til Bandaríkjanna, 13.305 tonn. Þar af var helmingur karfi. Til Bretlands voru seld 7.638 tonn, til Tékkóslóvakíu 2.557 tonn og 1.350 tonn til Póllands. Saltfiskur. Saltfiskframleiðslan minnkaði allmikið, og voru fram- leidd á árinu 20.993 tonn af saltfiski, en 33.104 tonn árið áður. Af fullverkuðum saltfiski var mest flutt til Spánar, 4.825 (770) tonn, en einnig nokkurt magn til Brasilíu og Kúbu. Af óverkuðum saltfiski var mest flutt til Ítalíu, 9.455 (9.010) tonn; til Grikklands fóru 4.^00 (6.150) tonn; til Danmerkur 2.640 tonn, en ekk- ert árið áður, og 2.272 (2.729) tonn til Bretlands. Harðfiskur. Framleiðsla á harðfiski jókst mjög á árinu. Alls voru sett í herzlu 6.832 tonn á árinu, en aðeins 493 tonn árið áður. Er hér miðað við slægðan fisk með haus. Útflutningur á harðfiski nam Í.045 tonnum, og var verðmæti hans 7.665 þús. kr. Mest fór til Þýzka- lands, 250 tonn, þá Noregs, 238 tonn, Nígeríu 109 tonn, en minna magn til ýmissa annarra landa. Lifur. Lifrarafli ársins nam 14.574 (13.348) þús. lítrum, þar af 8.159 lítrum hjá togurunum. Lýsisframleiðslan úr lifrarmagninu nam 7.385 tonnum, en 6.647 tonnum árið áður. Meginhluti lýsisins var meðalalýsi, 95,2%. Lýsisverð var mjög hátt framan af ári, en fór lækk- andi er kom fram á vorið. Niðursuða. Niðursuðuiðnaðurinn átti enn mjög erfitt uppdrátt- ar, og voru nokkrar verksmiðjur alls ekki starfræktar. Á árinu 1951 unnu 2 verksmiðjur úr 156 (82) tonnum af nýjum fiski, 1 verksmiðja úr 65 tonnum af þunn- ildum, 3 verksmiðjur úr 102 tonnum af hrognum, 2 verksmiðjur úr 22 tonum af nýrri síld og 2 verksmiðjur úr 11 tonnum af rækjum. Niðursuðuvaran var aðallega flutt út til Bandaríkjanna, en niðursoðin þunnildi fóru til Ítalíu og Egyptalands. Hvalveiðar. Hvalveiðar voru stundaðar frá Hvalfirði frá því í júní og fram undir septemberlok. Voru við þær 4 skip, sem öll höfðu verið keypt til landsins snemma á árinu. Afli var betri en sumarið áður. Veiddust alls 339 (265) hvalir. Framleidd voru 2.276 tonn af hvallýsi. Af þessu voru 2.109 tonn seld til Hollands og var verðið 135 pund tonnið cif. fyrir fyrsta flokk og 130 pund fyrir annan flokk. Verðmæti hvallýsisins alls var 11.376 þús. kr. Framleiðsla hvalmjöls nam 864 tonnum, og var það allt selt til Hollands. 50 tonn hvalkjöts og rúmlega 100 tonn af rengi voru seld innan lands. Flutt voru út 72 tonn af hvalskíðum til Frakklands fyrir 108 þús. kr. Síldveiðar. Gerð voru út á sumarsíldveiðar 208 skip, en 240 ár- inu áður. Heildaraflamagnið fyrir Norðurlandi nam 445 þús. málum og tunnum. Meðalafli á skip varð 2.139 mál og tunnur. Söltunin norðan lands og austan nam 87.192 tunnum, en síldarsöltun alls á árinu varð 153.788 tunnur. Útflutningur síldarmjöls og lýsis á árinu 1951 var sem hér segir: Síldarlýsi: 11.708 tonn, verðmæti 72 milljónir og 20 þúsundir króna. Síldarmjöl: 5.131 tonn, verðmæti 10 milljónir 743 þús. kr. Heildarútflutningur sjávarafurða. Heildarútflutningur sjávarafurða á árinu 1951 nam að verðmæti 678 milljónum og 570 þúsundum króna, en 380.104 þús. kr. árið 1950. VIKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.