Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Side 28
„Ó, pabbi! Hún er miklu fallegri en sú, sem pabbi Axels bjó til. — Ó, hvað ég er glaður!“ Villard brosti hæversklega: „Eigum við að fara og reyna hana núna strax?“ Þeir næstum hlupu niður að skurðinum. Vill- ard lagðist á hnén við hliðina á syni sínum og sýndi honum, hvernig ætti að tjalda segl- unum. „Sjáðu, Jói. Það er einmitt nóg gola til að láta hana sigla. Ég held við ættum að færa messann ofurlítið til bakborðs —“. Allt í einu brá skugga yfir skútuna, og dálítið skræk rödd sagði: „Hvað hefurðu nú þarna, Jói ?“ Jón Villard stirðnaði í fingrunum. Þarna var þá Axel, ótætis ormurinn sá. Hann sneri sér við, og sá sér til mikillar ánægju, að skip Axels var ekki nándar nærri jafn glæsilegt. En svo heyrðist þessi leiðinlega, mjóa rödd aftur: „Mitt skip er hvalfangari! Pabbi minn hefur oft verið með að veiða hvali“. Villard sá með gremju, að athygli sonar hans beindist frá nýja skipinu. Jói leit stórum augum á leikbróður sinn, meðan hann lét dæl- una ganga um stórhveli og hvalskutla. En allt í einu varð Villard ljóst, hvað hann átti að gera. „Já, pabbi þinn hefur víst verið með í mörgu, Axel — hefur hann líka reynt að glíma við mannskæða hákarla?“ sagði hann léttur í máli. Báðir drengirnir sneru sér að honum. „Það — það veit ég ekki með vissu“, tautaði Axel. „Það er nokkuð, sem pabbi þinn myndi hafa gaman af“, sagði Villard af hrifningu. „Ég fékkst við að glíma við hákarla hér áður fyrr — afar spennandi sport“. Axel var ekki nærri jafn kotroskinn og áður, en hann reyndi þó að malda í móinn: „Já, en menn geta nú ekki verið mjög lengi í kafi“. „Auðvitað ekki“, sagði Villard og leit á hann með vorkunnsemi. „Maður stingur sér fyrir borð með hníf milli tannanna — gætir þess að komast klofvega upp á hákarlinn nærri sporðin- um og stýrir honum þannig upp á yfirborðið“. Gorgeirinn var nú öldungis rokinn úr drengn- um: „Hvað um tennurnar í hákarlinum?" Villard kinkaði kolli í viðurkenningarskyni: „Þetta var skynsamleg spurning“, sagði hann alvarlega. „Það er um að gera að halda sér föstum á baki hákarlsins og hafa góð tök á sporðblöðkunum. Auðvitað verður maður alltaf að glíma aftan frá — og svo heldur maður leiknum áfram eins lengi og mann lystir, stýrir honum að skipinu og stekkur af baki. Ýmsir hákarlareiðmenn, sem ég þekki, voru vanir að drepa hann áður en lauk, en það er nú ekki drengilegt — hitt er meira sport, finnst þér ekki ?“ „Jú“, sagði Axel. „Ég lofaði þeim ætíð að sleppa lifandi. Það var einn, sem með tímanum fór að þekkja mig vel, nú, en það er nú önnur saga. Eigum við að halda áfram siglingunni ?“ Villard og drengirnir undu sér lengi við skurðinn. Axel minntist nú ekki með einu orði á sinn óviðjafnanlega föður, og Villard fór smám saman að geðjast betur að honum. „Komdu og líttu inn til okkar einhvern dag- inn, Axel“. Og drengurinn svaraði með virðingu í rödd- inni: „Þakka yður fyrir, herra Villard". En á leiðinni heim við hlið sonar síns leið honum ekki rétt vel. Hann hafði logið og raupað blygðunarlaust. Nei, þá var betra að vera án aðdáunar sonar síns, en ávinna sér hana með slíkum klækjum. Og hann ákvað að játa. En einmitt, er hann ætlaði að taka til máls, leit Jói upp á hann: „Veiztu, pabbi, þetta er miklu betri bátur, sem þú bjóst til en sá, sem pabbi Axels —“. „Ef til vill, Jói, en —“. „Ég held reyndar, að þú gerir flest betur, ekki bara þennan bát, en það er fleira —“. Villard varð þungt um hjartað. Hann hafði reist sér hásæti -úr lygum. Það yrði annað en gaman, þegar Jói stækkaði og kæmist að sann- leikanum. „Hvað fleira áttu við, Jói? Ne, ég er ósköp hversdagslegur maður, á móts við herra Nor- man“. „Nei, pabbi. Það ert þú ekki“, sagði Jói með áherzlu. „Ég hef lengi vitað, að þú varst miklu betri bátasmiður, knattspyrnumaður og þvíum líkt“. Ung röddin skalf af stolti, þegar hann hélt áfram: „En ég hef aldrei áður vitað, að þú gætir einnig skákað honum í að segja lyga- sögur. Því, eins og þú veizt, er enginn hægðar- leikur að slá hann út í því“. 2B VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.