Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Page 29
Ágúst
Guðmundsson
yfirvélstjóri
Fáein kveðjuorð
Ágúst Guðmundsson lézt að heimili sínu við Elliðaár-
stöðina þ. 27. des. s. 1. Hafði hann kennt lasleika um
skeið á s. 1. hausti, en var nú í afturbata, og rækti
starf sitt með sama fjöri og áhuga og honum var
lagið. Kom því hið skyndilega fráfall hans mjög á
óvart. Ágúst varð ekki gamall maður. Hann var fædd-
ur 10. des. 1889, og var því rúmlega 63 ára, er hann
lézt.
Ágúst fluttist til ísafjarðar með foreldrum sínum
árið 1903. Kornungur fer hann að fást við vélgæzlu,
og innan við tvítugt er hann orðinn vélstjóri á eim-
knúnum vélbátum, sem þá voru hafðir til flutninga á
ísafjarðardjúpi. Hann stundar og vélvirkjanám á ísa-
firði um skeið. Rúmlega tvítugur flytur hann til Reykja-
víkur og gerist vélstjóri á „Jóni forseta", hinum nýja
togara Alliance félagsins. Var það hið mesta vandaverk,
eins og þá stóð á, og þótti ekki heiglum hent. En
Ágúst stóð sig vel. Hann var í senn bæði forsjáll og
framkvæmdasamur, og fór fljótlega orð af dugnaði
hans, svo að hann varð eftirsóttur vélstjóri. Árið 1917
lýkur hann fullnaðarprófi frá Vélskólanum í Reykjavík
með góðum vitnisburði.
í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri hófst undirbúningur
að virkjun Elliðaánna og tók orkuverið til starfa 1921.
Þótt Ágúst væri búinn að vinna sér mikið álit á
togurunum, og gæti valið um störf þar, féll honum ekki
vélavinnan á sjónum. Hann sótti því um yfirvélstjóra-
starfið við nýju Elliðaárstöðina og fékk það. Hófst þar
hið eiginlega ævistarf Ágústar, sem hann rækti til
dauðadags með svo miklum ágætum sem kunnugt er,
eða um 33 ár.
Gæzla vatnsorkuvéla var þá lítt kunn hér á landi,
og taldi Ágúst sér því nauðsynlegt að kynnast hinni
verklegu og bóklegu hlið þessa starfs, áður en hann
tæki við stjórninni. Drenglund og samvizkusemi var
svo ríkur þáttur í skapgerð Ágústar, að ekkert var
fjær honum en yfirborðsháttur í þessum efnum. Hann
tók sér því ferð á hendur til Svíþjóðar og dvaldi um
skeið við nám í verksmiðjunum, sem smíðuðu vélarnar
í orkuverið. Heim kominn vann hann svo við uppsetn-
ingu vélanna, með leiðsögn sérfræðinga, ásamt vélstjór-
um þeim öðrum, sem áttu að taka að sér gæzluna.
Með þessu móti vannst honum kunnátta, sem dugði,
og Ágúst var öruggur að taka að sér hið vandasama
starf. Og allt gekk eins og í sögu. Orkuverið stækkaði,
og seinna urðu þau tvö. Raforkuverin eru ein mestu
fyrirtæki bæjarins og sönn lífæð flestra annarra fram-
kunnugt er, er yfirstjórn þeirra í höndum
kyæmda.
Eins c
alveg sérfróðra manna á þessu sviði. En daglega gæzlu
vélanna og viðhald hafa vélstjórar með höndum. Þetta
hefur að allra dómi tekizt mjög vel og orð farið af
myndarbrag og snyrtimennsku í allri umgengni. Hér
átti Ágúst Guðmundsson mikinn hlut að máli. Hann
óx með verkefnunum. Árvekni hans og dugnaður naut
sín hér vel. Hér mátti engu skeika. Um mörg ár hafði
hann á hendi umsjón vélgæzlunnar bæði austan fjalls
og vestan, auk margs annars. Var það bæði erilsamt
og þreytandi starf.
Þá er vel kunnugt, hve mikla alúð hann lagði við að
ráða sér samverkamenn. Hann hafði reynslu fyrir því,
hve miklu það skipti. Hér varð að vera valinn maður
í hverju rúmi. Hann gekkst og mjög fyrir því að vel
væri að þeim búið. Er þetta hvorttveggja undirstaða
þess, að allt fari vel úr hendi. Fyrir árvekni og ráðdeild
varð hann snemma sjálfkjörinn trúnaðarmaður fyrir-
tækisins í þessum efnum. Er mér og vel kunnugt um,
að bæði rafmagnsstjóri og aðrir í yfirstjórn rafveit-
unnar báru óskorað traust til hans og mátu hann mikils.
Ágúst Guðmundsson var félagslyndur maður og vann
stétt sinni mikið gagn. Hann gekk í Vélstjórafélag ís-
lands eftir stofnun þess og var um 30 ár í félagsstjórn.
Hann var jafnan reiðubúinn að leggja hönd á plóginn
þar, sem með þurfti. En mest um vert í því efni er
hið lýsandi fordæmi, er hann setti í löngu og frábæru
ævistarfi.
Ágúst var hamingjusamur maður í einkalífi sínu.
Ungur fékk hans að lífsförunaut afbragðs konu, Sig-
ríði Pálsdóttur, ættaða frá Kirkjubóli í Miðneshreppi.
Lifir hún mann sinn. Er heimili þeirra mjög rómað
fyrir rausn og myndarskap og gott þar að vera. Og
svo vinmörg eru þau hjón, að það ber höfðingsskap
þeirra og hjálpfýsi órækast vitni. Þeim varð 7 barna
auðið. Eru 6 á lífi, öll uppkomin og mannvænleg.
Góði vinurl Það er svo margs að minnast og margt
hef ég að þakka eftir meira en 40 ára vináttu og oft
náið samstarf. Ég var yfirleitt þyggjandi í þeim skipt-
um, þér var hjálpsemin svo í blóð borin. Svo góðum
vini' sviptur er ég fátækari eftir. Vertu sæll, vinur
minn. Guð veri með þér.
Hallgr. Jónsson.
VÍKINGUR
29
«