Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Blaðsíða 30
25 ára Slysavarnafélag íslands Slysavarnafélag Islands heldur um þessar mundir hátíðlegt aldarf jóröungsafmxli sitt. Má ólisett fullyrða, að félagið liafi áunnið sér miklar vinsældir og viður- kenningu, bæði innan lands og utan. Þær vinsseldir eru fyllilega verðskuldaðar og byggjast á margvíslegum og gifturíkum störfum félagsins. Um leið og Víkingur drepur á nokkur atriði í 25 ára starfsögu S.V.F.Í. vill hann nota tækifærið og óska félaginu til hamingju með afmælið, þakka unnin afrek félagsins og hinna ham- ingjudrjúgu slysavarnasveita þess. Megi félagið ævin- lega vera hinu mikla og göfuga hlutverki sínu vaxið. * * * Slysavarnafélag íslands var formlega stofnað 29. janúar 1928. Löngu fyrr höfðu menn þó fundið nauðsyn þess, að gert væri eitthvað, sem um munaði til að draga úr hinum ægilegu slys- förum á sjónum, sem skýrslur sýndu að verið höfðu margfalt meiri hlutfallslega hér á landi en meðal flestra eða allra annarra þjóða. Má í því sambandi minna á stórmerkt brautryðjanda- starf séra Odds V. Gíslasonar, prests á Stað í Grindavík, sem á árunum 1888-1892 ferðaðist um allt land, flutti fyrirlestra, gaf út blað og bæklinga og stofnaði félög til að vinna að slysa- varnamálum. Þó að sú starfsemi félli að mestu niður við brottför séra Odds til Vesturheims, hafði barátta hans vakið marga til umhugsun- ar um þessi mál og sum bjargráð hans komu sjómönnum á áraskipum að miklu liði. All- löngu síðar hélt Guðmundur landlæknir Björns- son fyrirlestur og ritaði gagnmerkar greinar um slysfarir á sjó og eggjaði þjóðina til að taka upp baráttu gegn þessum geigvænlega voða. Árið 1918 riðu Vestmannaeyingar á vaðið og stofnuðu „Björgunarfélag Vestmannaeyja“, er lét mikið að sér kveða og keypti til landsins björgunarskipið „Þór“. Eftir að Fiskifélag Islands var stofnað lét það slysavarnamálin til sín taka og skipaði árið 1926 sérstakan erindreka í björgunarmál- um. Var það Jón E. Bergsveinsson. Beitti hann sér síðan, ásamt fleiri góðum mönnum, fyrir stofnun sérstaks félags, er ná skyldi yfir allt landið og hafa björgunarstarfsemi og öryggis- mál sjófarenda á stefnuskrá sinni. Hinn 8. desember 1927 boðuðu Fiskifélag ís- lands og Skipstjórafélagið Aldan til opinbers fundar um skipsströnd og drukknanir við strend- ur landsins og varnir gegn þeim. Á fundinum var samþykkt tillaga frá Guðmundi landlækni Björnssyni um kosningu fimm manna nefndaj; til að undirbúa stofnun björgunarfélags. — í 30 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.