Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1953, Síða 31
nefndina voru kosnir: Geir Sigurðsson, skip- stjóri, Guðmundur Björnsson, landlæknir, Jón E. Bergsveinsson, erindreki, Sigurjón Á. Ólafs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, þáverandi for maður Skipstjórafélagsins Öldunnar. Stofnfundur. Þá er nefndin hafði lokið undirbúningi og samið uppkast að lögum fyrir hið væntanlega félag, boðaði hún til aðalfundar, stofnfundar, er haldinn var í Bárubúð 29. janúar 1928. Þar var félagið stofnað með 126 félögum. — í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Guðmundur Björnsson, landlæknir, forseti; Magnús Sigurðs- son, bankastjóri, gjaldkeri; Geir Sigurðsson, skipstjóri, ritari. Meðstjórnendur: Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri og Sigurjón Á. Ólafs- son, alþingismaður. Hefur hinn síðarnefndi átt sæti í stjórninni óslitið frá stofndegi og verið varaforseti félagsins síðustu 12 árin. Þróun félagsins. Fyrsta félagsdeildin, sem stofnuð var úti á landi, var slysavarnadeildin „Sigurvon" í Sandgerði. Deildum félagsins hefur farið sí- fjölgandi ár frá ári og er nú svo komið, að varla er sú byggð á landinu, sem ekki hefur slysavamadeild innan sinna vébanda. Eru deild- ir félagsins nú 195 (fjórar deildir hafa verið stofnaðar eftir áramót, allar í Húnavatnssýslu) og félagar S.V.F.I. eru nú rétt um 28 þúsund. * * * Myndirnar á þessari opnu: Neðst á fremri síðu sjást skipbrotsmenn af „Cap Fagnet", er björgunarsveitin í Grindavlk bjargaði 2j. marz 1931. Á fremri síðu til hsegri er mynd af Jóni E. Bergsveinssyni, fyrsta erind- reka félagsíns og starfsmanni um langt skeið. — Á þessari síðu efst til vinstri er mynd af „Skúla fóyeta“ strönduðum og efst til hægrí frá björgun skipverja af „Trocadero". Neðst til hægrí er mynd af nokkrum björg- unarmanna frá Látrabjargi. VÍKINGUR Árið 1929 eignaðist Slysavamafélagið fyrsta björgunarbátinn, brimróðrabátinn Þorstein. — Síðar lét það smíða innlands litla brimróðra- báta, sem hafðir eru í ýmsum brimasömum verstöðvum. Þá lét félagið smíða björgunarskip- ið Sæbjörgu og átti hlut að smíði björgunar- skipsins Maríu Júlíu. Þegar félagið var 10 ára hafði það komið upp 32 björgunarstöðvum víðs vegar um landið. Á 15 ára afmælinu voru þær orðnar 45 og á 20 ára afmælinu 60. Nú, þegar félagið er 25 ára, á það og annast 92 björg- unarstöðvar. Þar af er 51 1. flokks fluglínu- björgunarstöð, með línubyssu, líflínu, tildrátt- artaug, björgunarstól og öðrum tilheyrandi út- búnaði. 15 stöðvarnar eru 2. og 3. flokks stöðv- ar, en 26 eru skipbrotsmannaskýli með vistum, fatnaði og hvíluútbúnaði. Björgunarsveitir félagsins víða um land eru alkunnar fyrir björgunarafrek sín. Má þá sér- staklega nefna Grindvíkinga, Siglfirðinga, sveit irnar austur við sandana, Snæfellinga og síð- ast en ekki sízt Barðstrendinga. 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.