Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 4
Varð svo að hætta leitinni vegna öryggis skips- ins. Var síðan haldið með hægustu ferð í áttina til lands undan veðrinu. Á leiðinni komu brot- sjóar yfir skipið og gengu yfir reisn þess og frameftir öllu skipinu. En það, sem áreiðan- lega hefur bjargað því, að ekkert varð að skipinu, er það, að olía var látin renna í sjó- inn allan tírnann, og tók hún af verstu ólögin. Ættu menn að notfæra sér það meir en gert er, þegar vont er í sjóinn. Þegar komið var í skjól inn með Grænuhlíð, var lagst þar við akkeri og beðið næsta morguns. Miðvikudaginn 16. janúar kl. 08,48 var akk- erið undið upp og haldið til ísafjarðar. Komið þangað kl. 10,45. Var mönnunum skilað þar í land. Var enn NA. stormur og snjókoma mikil. Vil ég svo þakka loftskeytamanni á tog- aranum Austfirðingi aðstoð hans, svo og skip- stjóra, er var á verði með skip sitt í nánd. Eftir reynslu þessa í björgunarstarfi varð- bátanna og oft áður, kemur í ljós, að þeir eru alltof litlir. Má ekkert út af bera, án þess að illa geti farið fyrir þeim sjálfum, ef ekki er farið með fyllstu varúð og öll aðgæzla viðhöfð. Enda varla forsvaranlegt að láta þá fara út í verstu veðrin í svartasta skammdeginu og blindhríð til bjargar öðrum, sem ekki ná landi. Þeir eiga þá fyllilega nóg með að verja sig sjálfa fyrir áföllum. Ræður þá bara tilviljun ein, hvernig björgun tekst, enda hafa varðbátarnir stundum komið meira og minna laskaðir í höfn, eftir að hafa fengið á sig brotsjóa við að aðstoða önnur skip og bjarga þeim að landi. Fiskibátarnir eru yfirleitt orðnir stórir og erf- iðir fyrir varðbátana að draga þá og aðstoða í vondum veðrum, þótt ekki sé um aftakaveður að ræða. Nú er talað um og skrifað að byggja varð- og björgunarskip fyrir Norðurland og þar mið- að við 200 tonna tréskip. Eftir reynslu þá, sem fengin er af varðbátunum (þeir eru allir tré- skip), þá kemur ekki til greina að bæta einu tréskipinu við til viðbótar. Vélarnar í þeim eru og þurfa að vera aflmiklar. Þar af leiðandi verða þær þungar, svo að oft þarf að rétta þær af í bátunum. Hefur það mikinn kostnað í för með sér og tefur skipin frá gæzlu. Það á tvímælalaust að byggja járnskip og hafa það stærra. Það mætti byggja það innanlands. Efa ég ekki, að það gæti tekizt vel. Haraldur Bjömsson skiph. á „Maríu Júlíu'. Vélstýrið Hér birtist mynd af vélstýrinu i þýzka skipinu „Irm- gard Pleuger". Mynd þessi átti að birtast með grein um vélstýrið í síðasta blaði, en varð síðbúin. A forsíðu Víkings að þessu sinni er mynd- af „Irmgard Pleuger“. Sjá að öðru leyti aprílblað Víkings 1953, bls. 85. Frá hafi til hafnar Einkennilegt atvik átti sér stað á vestanverSu Atlants- hafi nýlega. Vöruflutningaskipið „Beaverbrae" missti skrúfuna í rúmsjó, og dráttarbáturinn „Foundation Frances" sem sendur var skipinu til aðstoSar, missti einnig sína skrúfu á leiöinni til „Beaverbrae“. * Indversk skipafélög hafa birt skýrslur yfir rekstrar- afkomu sína. Virðist hagnaSurinn það góður, aS ind- verska stjómin hefir í liyggju aS kippa aS sér hend- inni meS aS veita stórar fjárupphæSir, sem þingið hafði samþykkt til styrktar kaupskipaflotanum. * Tillögur hafa komið um það, að „Pommern", síSasta stóra finnska seglskipið verði yfirtekið af finnskum stjómarvöldum, þar sem þaö liggur í Mariexhamn, og breytt í sjóminjasafn. * Verzlunarskip áströlsku stjórnarinnar era sögð liafa tapa'ö 5 milj. áströlskum pundum á rekstrinum frá því í stríðslok. 98 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.