Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Side 12
En nú skulum við heyra hvað Kristinn sjálf-
ur segir: „Þar sem ég er ekki nema 14 ára
gamall, hef ég orðið, til Jþess að leita erindi
yðar úrlausnar, að leita til eldri og reyndari sjó-
manna og hjá þeim hef ég fengið eftirfarandi
upplýsingar: Venjuleg fiskimið með nöfnum
eru að mestu innan gömlu landhelgislínunnar
og voru notuð af Grindvíkingum austur með
Krýsuvíkurbergi og vestur fyrir Reykjanes
meðan gerðir voru út árabátar og opnir vél-
bátar, en síðan hinir stóru vélbátar komu hér,
má heita að engin sérstök mið með nöfnum
séu notuð. Þar sem bátarnir róa venjulega í
myrkri, ákveða þeir miðin með siglingartíman-
um og áttinni, og með línu fara þeir allt austur
á Selvogsbanka og vestur í Miðnessjó og til
hafs allt að þriggja klukkustunda siglingu, þeg-
ar lengst er farið.
Aftur á móti eru mið notuð, þegar verið er
með þorskanet í saltfiski, þ. e. þegar loðna er
gengin á miðin, og er þá venjulega verið
grunnt, allt að því sem kallað er „að boðabaki",
eða fast utan við brotin.
Netjamið Grindvíkinga mega heita á hverri
vík austur af Herdísarvík og vestur á Stóru-
Sandvík.
Um miðin innan hinnar nýju land'helgislínu
er lítið að segja. Vanir sjómenn telja engin
sérstök mið hafa friðast og fyrir Grindavík
ekkert unnizt með hinni nýju landhelgislöggjöf,
vegna þess að línan var tekin frá Eldeyjar-
drang um Hópsnes og Selvog og þaðan fram
fyrir Vestmannaeyjar, þar sem sú sjómíla, sem
bætt var við á þessu svæði, sé yfirleitt svo mik-
ill hraunbotn, að togarar hafi aldrei reynt að
fiska þar. Það hefur verið sjálffriðað svæði
fyrir botnvörpu.
Sjómenn hér harma það mjög, að línan var
ekki tekin frá Geirfuglaskerjum og austur um
Vestmannaeyjar og friðaður þannig mikill
hluti af Selvogsbanka, sem mun vera einhver
mesta klakstöð við íslandsstrendur, sem sést
bezt á tilkomu flotvörpunnar, að togararnir
geta fyllt trollið á nokkrum mínútum, þegar
fiskurinn er kominn upp í sjó að hrygna.
Eru sjómenn hér að geta þess til, að hér sé
á ferðinni eitt hið mesta eyðincjartæki þorsJcs,
þar sem bæði er, að þetta er mjög takmarkað
svæði og fram til þessa hefur það verið al-
friðaður fiskur, sem hefur sloppið frá botn-
inum upp í sjó“.
Það sem sagt er um flotvörpuna er mjög
athyglisvert og þarf vissulega að stemma á að
ósi, ef hún reynist eins skaðleg og hér er gefið
í skyn. Gott á landhelgismálið að eiga svona
unga Hauka í horni. Verði þeir sem flestir.
Niðurstöður.
Að hvaða niðurstöðum verður þá komizt eftir
skýrslum þeim og upplýsingum, sem að framan
eru taldar?
1. Mið þau, sem íslenzkir sjómenn hafa sótt
á, en verið hraktir frá vegna yfirgangs út-
lendra fiskiskipa, "einkum brezkra togara, liggja
mjög drjúgan spöl fyrir utan friðunarlínuna,
sem gildi öðlaðist 15. maí 1952.
Verður því ekki um hana sagt, að hún sé
lengra dregin í haf út en sögulegur og siðferði-
legur réttur heimilar.
2. Það er staðreynd, að á undanförnum ára-
tugum, svo ekki verði dýpra í árinni tekið, hafa
erlend veiðiskip, brezk í broddi fylkingar, fram-
ið feimulausa og skefjalausa rányrkju á hinum
íslenzku fiskimiðum, bæði djúpt og engu síður
í fjörðum inni og jafnvel upp undir harða landi.
3. Grunnmið landsins eru sökum þessa í stór-
kostlegri hættu. Fjöldi veiðistöðva um land allt
hafa lagzt niður og fiskur gersamlega horfið
af miðum, sem áður fyrr aldrei brugðust.
4. Inni í fjörðum og flóum landsins hafa út-
lend veiðiskip og hér sem ætíð einkum brezk,
framið tillitslausar og óverjandi skemmdir á
veiðarfærum innlendra manna og það svo
gegndarlaust, að víða hafa menn ekki þorað að
leggja lóðir sínar eða net, þó vitað sé um afla,
af hræðslu við að missa þau eða fá þau meira
og minna sundur tætt.
5. Það er orðið sameiginlegt álit allra þeirra,
sem nú stunda útgerð, að meginástæðan fyrir
hrakförum útvegsins hér á íslandi sé fiskþurrð-
in á hinum íslenzku fiskimiðum.
6. Um íslenzku fiskistofnana er það nú vitað,
að þeir þola yfirleitt ekki meiri veiði en þá,
sem á þá var sótt fyrir síðustu styrjöld og að
við Islendingar erum nú orðnir einfærir um að
taka úr þeim þetta magn.
7. Annar aðalatvinnuvegur okkar íslendinga
eru fiskiveiðar, og leggist sá atvinnuvegur í
rústir, er ekki búandi á íslandi, um það bera
íslenzkir annálar vott.
Fleiri ástæður má telja, en mér finnst þessar
framantöldu sjö nægilegar til þess að sanna,
auk þess sem áður er sérstaklega um Faxaflóa
sagt, að spurningunni um hinn siöferðilega rétt
okkar íslendinga til þess einir að sitja að veið-
unum í hafinu kringum ísland, verði að svara
hiklaust játandi og annað svar komi ekki til
greina.
Aukin vernd fiskimiða okkar er stærsta
hagsmunamál okkar Islendinga sem stendur.
Framh. á bls. 123
1D6
V í K 1 N G U R