Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1953, Qupperneq 29
Rýmkun landhelginnar . . .
Framh. af bls. 106.
Þetta verðum við bæði að skilja sjálfir og
koma öðrum þjóðum í skilning um.
Um landhelgina verður ekki samið. Næsta
átakið er landgrunnið og djúpmiðin.
Landhelgisgæzlan.
Það er nú búið að leysa landhelgisgæzluna
úr þeim læðingi niðurlægingar, sem hún var í
hjá Skipaútgerð ríkisins og er það vissulega
spor í rétta átt, en betur má ef duga skal.
Það er upplýst orðið, sem ég hef haldið
fram, að hún auðveldast með hinni nýju varn-
arlínu og að til hennar þarf stærri skip og
gangmeiri en litlir mótorkoppar, sem virtust
uppáhald Skipaútgerðarinnar.
Vísa ég að öðru leyti um fyrirkomulag hinn-
ar íslenzku landhelgisgæzlu til þess, sem ég hef
áður ritað í bæklingnum „Landhelgin", bls. 100
til 117.
Eftirmáli.
í ritum mínum um landhelgismálið hef ég
haldið því fram og fært að því rök, að höfuð-
óvinur okkar að fornu og nýju sé Bretinn.
Fyrstir útlendinga sóttu þeir á hin íslenzku
mið, eftir að þeir voru búnir að ganga svo frá
Norðursjónum, að hann var orðinn hálfgerð
eyðimörk, og áleitnastir hafa þeir verið allra
veiðiþjófa við strendur Islands.
Skal ég nú enn betur finna orðum mínum
stað með því stuttlega að vitna í „De Lamar“,
fyrirlestra forstjóra fiskirannsóknanna í Bret-
landi, E. S. Russels, sem magister Árni Frið-
riksson hefur þýtt, en fáir hér heima kynnt sér.
Annað erindið nefnir hann „Eyðing eldri
miða“, og segir þar m. a.: „I erindi þessu ætla
ég fyrst og fremst að gera grein fyrir, hvaða
áhrif hinar áköfu botnfiskveiðar, sem staðið
hafa síðan um aldamót, hafa haft á fiskstofn-
ana í Norðursjónum.
Ýmsar spurningar hljóta að koma upp í hug-
um okkar um þessi mál. Hvaða áhrif hafa veið-
arnar á fiskstofninn ? Hefur heildaraflinn
minnkað? Eins og drepið var á í fyrsta erindi
mínu, fæst nú aðeins lítill hluti af afla Breta
úr Norðursjónum, og fer sá hluti stöðugt
minnkandi. Á árunum 1903—05 nam Norður-
sjávaraflinn um það bil 50%, en hlutdeild þessa
svæðis minnkaði stöðugt og ört niður í 16%
árið 1935 og 12% 1936—37.
Aðalorsök þessara miklu breytinga er sú, að
fjarlægari miðin eru miklu arðbærari, stofn-
inn er meiri og aflinn þá tiltölulega meiri líka,
miðað við fyrirhöfn. Það er mjög eftirtektar-
vert, hversu meðaldagaflinn frá fjarlægu mið-
unum er miklu meiri miðað við hvern dag, sem
skipið var úr höfn, en frá heimamiðum eða
jafnvel miðmiðum, þrátt fyrir miklu lengri
veiðisókn“.
Hann gerir svo töflu yfir meðaldagveiði
enskra togara af botnfiski úr Norðursjónum
1906—1937, þ. e. meðalveiði hvern dag, sem
skipið hefur verið úr höfn.
Taflan sýnir að dagveiðin 1906 var 17,6 vætt-
ir, en 1937 aðeins 13,3.
Dagafli af ýsu í Norðursjónum yfir nefnt
tímabil var 7,8 vættir 1906, en aðeins 2,6 vættir
1937.
Um skarkolann, sem hann telur mikilvægasta
flatfiskinn í Norðursjónum, segir hann m. a.:
„Meðalstærð fisksins á miðunum hefur því
minnkað mjög og getur helzta orsök þess aðeins
verið aukin fiskisókn“.
Þegar hann er búinn nægilega að rökstyðja
arðránið í Norðursjónum segist hann ætla að
snúa sér að öðru mikilvægu fiskisvæði, sem um
langt áraskeið hefur verið nýtt, sem sé ís-
landsmiðum. Um þau segir hann: „Þau liggja
flest frekar nálægt ströndum Islands, því að
sjórinn dýpkar ört út frá landgrunninu, strax
og nokkuð dregur frá landi. Þau hafa alltaf
verið mjög fiskisæl, einkum af þorski, skarkola,
lúðu og ýsu. Fiskstofnarnir við Island eru að
miklu leyti sjálfstæðir og einangraðir, enda þótt
á síðari árum hafi verið samgöngur milli stofn-
anna við Island og Grænland.
Við suður- og suðausturhluta landsins, þar
sem Golfstraumurinn kemur upp að ströndinni,
eru hrygningarstöðvar fyrir þorsk, ýsu og skar-
kola.
Síðan eftir stríðið 1914—18 hefur gildi Is-
landsmiðanna aukizt og nú veiða Bretar þar
meira en á nokkru öðru svæði, sem tilgreint er
í hagskýrslunum.
Togaraveiðar Englendinga hafa aukizt þar
stórum síðan um 1925, og var fjöldi veiðistunda
árið 1937 nærri orðinn tvöfalt meiri en 1925.
Með því að ensku togararnir veiða bróður-
partinn af afla sínum við ísland, þá má full-
yrða, að sóknin þangað hefur aukizt hin síðari
ár. Við viljum nú virða fyrir okkur ýsuna. Ýsu-
aflinn er sýndur á 5. mynd og ná línuritin
einnig til áranna fyrir stríð.
Aðalniðurstaðan, sem fæst af línuritinu, ef
borin eru saman tímabilin 1920—25 og 1932—
35, er sú, að fisksókn eykst um 100%, en heild-
V I K I N □ U R
123