Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 12
hátt að styðja þennan atvinnuveg, eins og sést á því, að 1548 var með lögum bannað að leggja nokk- um skatt á atvinnu þeirra skipstjóra og háseta, sem fiskuðu við Nýfundnaland og Island. Fyrir utan Englendinga og Þjóðverja fiskuðu og Frakkar og Hollendingar við ísland, þótt útvegur þeirra væri smár í fyrstu, en stækkaði gífurlega þegar tímar liðu. Þá stunduðu einnig Baskar og Spán- verjar hvalveiðar við Island og í Norðurhöfum. Þjóðverjar héldu og úti róðraskipum í verstöðvum sunnan lands framundir miðja sextándu öld, en það var bannað 1544. Á átjándu öldinni höfðu Hollendingar mjög um- fangsmikinn fiskiútveg við Island, að meðaltali tun 100 fiskiskip á fyrri helmingi aldarinnar, sem fór svo vaxandi og varð hart nær tvö hundruð skip á þriðja fjórðungi aldarinnar. f lýsingu Ámessýslu eftir Brynjólf sýslumann Sigur'Össon, dags. Skál- holti 22. apríl 1746, segir „að hollenzk skúta hafi 1741 flutt bólu í Múlasýslur, sem svo gekk um allt land árin 1742—43, og í lýsingu Þingeyjar- sýslu, dags. Rauðuskriðu 18. júní 1747, segir sýslu- maður Jón Benediktsson, að Hollendingar stundi mjög fiskveiðar fyrir Langanesi og þar liggi stund- um 200 skútur í einu. — „Þegar stormur er eða þeir þurfa að gera við skip sín, leita þeir til Rauf- arhafnar og stundum ganga þeir á land á Langa- nesi og ræna þar og stela“. Svipað segir Hans Vium sýsliunaður í Suður-Múlasýslu í sýslulýs- ingu, dags. Skriðuklaustri 9. júní 1747, „að mjög mikið sé af hollenzkum fiskiskipum fyrir Aust- fjörðum á sumrum, sem spilli veiði landsmanna“. Við lok átjándu aldar fer tala hollenzkra fiskiskipa fækkandi við ísland, þó voru þau ávalt nokkur, og svo var það alla nítjándu öldina. Aftur á móti er nítjánda öldin blómaöld fyrir fiskveiðar Frakka við fsland. Frá byrjun aldarinn- ar og fram á hana miðja fiskuðu að meðaltali 100 frönsk fiskiskip árlega, en fer svo fjölgandi. Á ár- unum 1850—1890 fiska um 250 skip um 20,000 smálestir, með rúmlega 4000 manns að meðaltali árlega. Hæst er tala franskra fiskiskipa við ísland árið 1879, 321 fiskiskip, sem fiskuðu um 30,000 smálestir og með 5650 manna áhöfn. Afli þeirra það ár var reiknaður nærfelt 6 milljónir kr., sem er mikið eftir þáverandi peningaverði. Allt voru þetta seglskip og veiðarfærin handfæri. 232 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.