Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 3
vatnsflóð, og á einum einasta skelfilegum sól- arhring sökk eyjan Atlantis í sjóinn og hvarf. Ennfremur segir Platon, að guðirnir hafi gef- ið Poseidon eyna Atlantis.1) Elzti sonur hans hét Atlantis og var konungur, eyjan fékk nafn hans, og sjórinn kringum hana var kallaður Atlantshafið. „Af Atlantis er komin mikil og fræg ætt, sem varð mjög auðug, aðallega vegna framleiðslu eyjarinnar —“. „— í fjöllunum voru dýrmætir steinar og málmar og á landinu voru alls konar dýr. I sjón- um og fljótunum var mikill fiskur. Þessi auðæfi gerðu íbúunum fært að byggja musteri og kon- ungshallir, hafnir og skipasmíðastöðvar. Á eynni voru hverir, sem framleiddu bragð- gott og heilsusamlegt vatn —“. Nýplatoniski heimspekingurinn Prokles (f. 410 e. Kr.) segir svo frá, að Cranton, skýrandi Platons, héldi, að Atlantissögnin væri sögulega sönn, og að hann styddist við heimildir egypzku prestanna, sém í hans tíð sýndu grískum ferða- mönnum þær steinsúlur, sem sagan um Atlantis er skráð á. Fornsögnin um sokkna landið, — Atlantis — hefur öldum saman, kynslóð eftir kynslóð, lifað meðal mismunandi þjóða á allri strandlengjunni frá Gibraltar til Suðureyja. Vatnsflóð það, sem getið er í Biblíunni og kallast „syndaflóðið", á sennilega við sama viðburðinn, og er varðveitt þjóðsaga um sömu eyðilegginguna. Það lifðu líka munnmæli meðal Kelta og Ligurgia um hræðileg vatnsflóð. Ligurgianar, sem bjuggu í Frakklandi, kunnu söguna um Is, hið leyndardómsfulla ríki, sem bylgjurnar höfðu gleypt. Á seinni tímum hafa menn mörg dæmi um stórkostlegt manntjón af völdum jarðskjálfta. Árið 1730 fórust 137.000 manns. Jarðskjálftinn í Lissabon 1. nóvember 1755 eyðilagði allan bæ- inn og drap 55.000 manns. Skip langt úti á Atlantshafinu fundu jarðskjálftann eins og þau rækjust allt í einu á klett. í Lissabon sökk hafnarbryggja í sjóinn, og þar sem hún hafði verið, var eftir jarðskjálftann 200 metra dýpi. Og flóðbylgjan, sem kom á eftir, eyðilagði öll skip í höfninni og nágrenninu og menn drukkn- uðu þúsundum saman. Hið sama átti sér stað í jarðskjálftanum mikla í Messína í Ítalíu 27. desember 1908, sem hafði ógurlegt vatnsflóð í för með sér, svo að 83.000 manns dukknuðu. 1) Poseidon, drottnandi yfir hafinu. Sem drottnandi hafsins var Poseidon fyrst og fremst tilbeðinn af fiski- mönnum, og veldissproti hans og vopn er skutullinn, sem stóru fiskarnir voru veiddir með. Hann gefur sjó- mönnum góðan byr, svo þeir komizt í höfn. VIKINEUR Hin mesta náttúrueyðilegging á okkar tímum var jarðskjálftinn mikli í Japan 1923, þar sem 200.000 manns fórust. 1 jarðskjálftanum í Jap- an 20. október 1891 komu stórar sprungur í jörðina. Á einum stað kom sprunga, 112 km löng og rúrnra 6 metra djúp og 4 metra breið. Þá komu fleiri sprungur, m. a. ein, sem var 500 m löng og 20 m breið. Vanalega eyðileggja þeir jarðskjálftar mest, sem byrja undir sjávarbotni og valda flóðöldum og vatnsflóðum. 1 hræðilegu eldgosi og jarð- skjálfta 26. ágúst 1883 sukku í sjóinn % af eynni Krakatoa, sem var 33(4 ferkílómetri að stærð og liggur milli Sumatra og Java, svo að- eins 10(4 ferkílómetri var eftir. Þar sem nyrzti hluti eyjarinnar var, er nú 250—300 metra djúpur sjór, og aðeins einstöku fjallatindar gnæfa upp. Nokkrar eyjar þar í nánd stækkuðu, og ekki langt frá þeim mynd- uðust tvær alveg nýjar eyjar, sem hurfu aftur. Um sjöleytið um morguninn komu fjórar öldu- keðjur hver af annarri. Gufuskipi skolaði 3—4 km upp á land. Þrem stundum seinna reis enn- þá hrikalegra ölduf jall, sem flæddi inn á strend- ur Sundasundsins og tók allt að 40.000 manns með sér út. Og í hér um bil 50 km fjarlægð frá uppruna sínum (Krakatoa), var þessi alda næst- um því 40 metrum hærri en vanalegt flóð. Já, svo mikilfengleg var ölduhreyfingin, að hún náði alla leið umhverfis jörðina, til Cap, til Frakk- lands og til Ameríku. Hraði bylgjunnar var álitinn 600 km á klukkutíma, og gosið á Kraka- toa hafði í för með sér lofthreyfingu, sem kast- aðist í allar áttir á hér um bil 3400 km svæði, og er það hliðstætt því, að gosið hefði komið í Mið-Evrópu og hvellurinn hefði heyrzt til Aust- ur-Grænlands, á Madeira og við Kaspíhafið. Þessi loftbylgja, sem geisaði fram í allar áttir, hafði 1000 km hraða á klukkustund. I hafnarbænum Callas í Lima kom árið 1724 30 metra há jarðskjálftabylgja, sem eyðilagði húsin og drap nærri því alla íbúana. Af 23 skip- um, sem lágu í höfninni, sukku 19, en þau, sem eftir voru, færðust hér um bil 10 km inn í land. Stóru jarðskjálftabylgjurnar hafa oft borizt yfir Kyrrahafið frá ströndum Suður-Ameríku til Japans, eða gagnstæða leið. IV. ísöldin minnkar. Hlýr straumur kemst til Norðurlanda. Jarðfræðingarnir álíta, að ísöldin í norður- hluta Evrópu hafi staðið yfir í þúsundir ára. Sænskir jarðfræðingar hafa reilmað út með mestu nákvæmni, að það séu 13.000 ár síðan meginlandsísinn á seinustu ísöldinni bráðnaði í Skáni í Svíþjóð, og danskir jarðfræðingar ætla, 129 L

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.