Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 4
að fyrir hér um bil 11.000 árum hafi verið heim- skautsástand í Danmörku. Norður-England, Skotland og írland voru í eyði fyrir hér um bil 10.000 árum síðan.1) Þegar ísinn var mestur, náði hann yfir öll Norðurlönd. Isinn náði langt inn í Rússland og þakti allt Norður-Þýzkaland. Alpafjöllin voru þakin jökli, en Pýreneafjöllin og láglendið á vesturströnd Bretlandseyja var laust við ís. Það hefur því verið byggilegt svæði vestur frá, sem sé Portúgal, Spánn og Frakkland, suðurhluti Irlands, Vestur-England og nokkur hluti Belgíu, en heldur ekki lengra norður á bóginn. Sömu- leiðis halda menn því fram, að Norður-Atlants- hafið, Norðursjórinn og Eystrasalt væru íshöf, en íslaus sjór við Pýreneaskagann og vestur- strönd Frakklands og upp að suður- og vestur- strönd Irlands. Miðjarðarhafið var stöðuvatn, eða ef til vill tvö stöðuvötn, og Evrópa óræktað skógarland eða steppur. Allt meginlandið var hafið nokkuð hærra yfir sjóinn en nú, og Norðursjórinn var slétta með stórum fljótum. Vesturströnd Bret- landseyja lá góðan spöl fyrir vestan Irland og sveiflaðist þaðan í suðvestur inn í Biskaya- flóann. Italía var landföst við Afríku, en Eyjahafið var land og tengdi Grikkland við Asíu. — Á ís- öldinni var meðalhiti ársins hér um bil 5° lægri en nú. Veturnir voru lengri og sumurin styttri. Hvers vegna ísinn fór að þiðna og minnka veit maður ekki. Sennilegast er, að á þessum tímum hafi átt sér stað mikil umbrot í Atlants- hafinu vegna jarðelda, og að land og sjór hafi færzt úr stað, og við það hafi hafstraumarnir breytt um stefnu og það hafi breytt loftslag- inu. Hversu mikil þessi umbrot hafi verið, verð- ur naumast hægt að útskýra. Við austurströnd Mið-Ameríku, þar sem heiti straumurinn — Golfstraumurinn — sem nú skolar strendur Norður-Evrópu, hefur útrás, hafa ef til vill orð- ið miklar breytingar á sjó og landi. Bahama- eyjaklsinn, sem liggur í bugðu fyrir utan strend- ur Florída, hefur þá sennilega verið samfast land, og því girt fyrir útrás mexikanska straumsins. Nýfundnaland með nálægum svæð- um, sem hefur verið meginland áfast Ameríku, getur líka hafa orðið viðskila við meginlandið og nokkuð af því sokkið í sjó. Neðansjávar- fjallgarðurinn, sem nær frá Stóra-Bretlandi til Færeyja og þaðan til íslands og svo til Græn- lands, hefur líklega einu sinni verið meginland, 1) De forhistoriske Tider i Europa. Kobenhavn 1927. S. 17. Sml. Dr. phil. Victor Madsen, Berl. Tid. 15. ágúst 1938. sem víða hefur sprungið og er sokkið í sjóinn. Hins vegar álíta margir, að í Atlantshafinu, fyrir vestan strendur Portúgals, hafi verið stór eyjaklasi, þar sem Azoreyjar eru nú, sem hafi sokkið í sjó á þessu tímabili.1) Einnig er það álitið líklegt, að eiðið við Gibraltar, sem tengdi Spán við Afríku, hafi rofnað, og við það hafi myndazt innstreymi frá Atlantshafinu til Mið- jarðarhafsins. Byltingar þær, sem hér er lýst — eða nokkur hluti þeirra — hefðu verið nægar til að gjör- breyta bæði landinu og veðráttunni og gefa haf- straumnum þá stefnu, sem hann hefur nú. Nokkrir hinna þekktustu höfunda álíta, að loftslagið í Evrópu hafi verið kaldara fyrir 2— 3000 árum en það er nú, og þýzkir vísinda- menn, sem fjalla um þetta efni, virðast vera þessu samdóma. Frá ýmsum áreiðanlegum heim- ildum er það staðfest, að stóru fljótin, sem náðu að rómversku landamærunum, Rín og Dóná, voru stundum þakin þykkum ís, sem gat borið afarmikinn þunga. Miklar hersveitir fóru oft með hesta, flutning og hlaðna vagna yfir þessi fljót, án þess nokkuð yrði að, en á seinni tímum er ekkert dæmi slíks. Hreindýrin, sem nú eru á nyrztu breiddargráðunum í Lapp- landi og Siberíu, áttu á þeim tímum heima í Mið-Evrópu. Á dögum Cæsars áttu hreindýr, elgir og mammútar heima í Þýzkalandi og í skógum Póllands. Þýzkaland var þá eins og Kanada er nú. Sænskir vísindamenn halda fram þeirri kenn- ingu, að botninn í Eystrasalti — og löndin þar í nánd — hækki hér um bil 1,5 cm á ári. Flata skandinaviska undirlendið hefur fyrir fáum þús- undum ára verið undir vatni, og hæðirnar stærri og minni eyjar. Golfstraumurinn. Golfstraumurinn kemur frá Mexikóflóanum. Gegnum sundið milli Yucatan og suðurhlið Kúbu kemur hann í Mexikóflóann og fylgir vestur- og norðurströnd hans, þangað til hann sem heit- ur og flughraður straumur leitar út gegnum sundið milli Florida og Kúbu. Hitinn er á sumr- um 28° og meira að segja í janúar stígur hann upp í 25°. Hraðinn getur suma mánuðina orðið 5,7 km á klukkustund, og er sá hraði meiri en hraði Missisippi- og Amazonfljótanna, sem hafa að jafnaði 4,5 km hraða á klukkustund. Hæðir Bahamaeyjanna reka hann við mynni 1) Kolumbus hélt, að Azoreyjar væru leifar af Atlantis, og hinn látni forstöðumaður fyrir jarðfræðis- skóla Frakklands, Pjerre Termier, er sömu skoðunar. Dr. phil. Victor Madsen, Berl. Tid. 15. ágúst 1938. 130 VIKINEUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.