Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 6
Þœttir úr siglingasögu: 8kip landafundanna miklu Það væri ekki rétt að dæma skipin eins og þau voru í lok miðalda eftir þeim þrem skip- um, sem Kólumbus hafði. Allir vita, að Kólumbus var einhver mesti landkönnuður, sem uppi hefur verið, og þess vegna kannast líka flestir við nöfnin á þessum þrem skipum hans, sem hétu „Santa María“, „Nina“ og „Pinta“. En samtímamenn hans hafa ekki hlotið verðuga aðdáun okkar, vegna þessa hrokafulla afsprengis ullarkaupmanns frá Fen- eyjum. Æviferill hans, sú óheppilega tilhneiging hans að lenda í rifildi við alla, sem hann átti saman við að sælda, veikleiki hans í öllum valdastöð- um, græðgi hans samfara undarlegri hjátrú (sem varð til þess að jafnvel á Spáni þeirrar aldar var efazt um andlega heilbrigði hans), allt varð þetta til að gera hann varhugaverðan í augum þeirra, sem áhuga höfðu á landafundum og ný- lendustofnunum. Þess vegna var það, að þegar hinir spönsku peningamenn létu honum loks eftir skip til fararinnar — þá svipaði þeim skipum að sínu leyti til flugvélar, sem nú á dögum yrði fengin ungum og ákaflyndum manni, sem þættist þess fuilviss að hann gæti flogið, hefði hann ráð á einhverju járnarusli, sem kall- aðist flugvél. Hafa þessi atriði í fari Kólumbusar fallið í gleymsku, og þess vegna hættir oss til að líta á samtímamenn hans með samblandi af lítils- virðingu og meðaumkvun vegna þess, að þeir skuli ekki hafa séð mikilleika mannsins, neitað honum um alla hjálp og bitið sig fasta í þá heimsku, að jörðin væri flöt eins og pönnukaka og leiðangur eins og sá, sem Genúabúinn hafði í hyggju, af þeim sökum dæmdur til að mis- heppnast og enda í tortímingu. Með slíku hjali látum vér aðeins uppi, hvað lítið vér þekkjum til hugsunarháttar fólksins í lok miðalda. Þeir gáfumenn voru fáir, sem á síðari hluta fimmtándu aldar höfðu ekki gefið þá skoðun upp á bátinn, að jörðin væri flöt eins og pönnu- kaka. Að vísu gekk alþýðunni á sjötta og sjö- unda tugi aldarinnar fremur illa að hugsa sér jörðina sem hnött — og sætta sig við þann nýja Kristófer Kólumbus. fróðleik, á sama hátt og flestum okkar gengur illa að hugsa okkur, að tvær samhliða línur sker- ist, þótt við hins vegar efumst ekki um að Ein- stein sé miklu meiri stærðfræðingur en við og hafi vafalaust rétt fyrir sér. Ef litið er á allt með sanngirni, hljótum vér að viðurkenna, að á hinni þyrnum stráðu frama- braut Kólumbusar var ein mjög alvarleg hindr- un, og sú hindrun var Kólumbus sjálfur. Að öðrum kosti hefði hann tæplega orðið fyrir svo mörgum vonbrigðum á tímum, sem tóku landa- fræði og siglingum á sama hátt og okkar tímar taka útvarpi og kvikmyndum. Þetta er sú hlið málsins, sem oftast er gengið framhjá. Vér gumum svo mikið af menntun alþýðunn- ar nú á tímum, að oss hættir til að sjást yfir þá staðreynd, að þótt þekking vor sé meiri en 132 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.