Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 13
Bretar berjast við „Flotann ósigrandi“ undan Plymouth í júlímánuði 1588. ég lofaði yður. Ef yður vantar nokkur hundruð í viðbót, get ég látið yður fá þá, en gerið svo vel og sendið handjárnin til baka“. Allt fram að heimsstyrjöldinni 1914—1918, þegar flotar Bandamanna sameinuðust til þeirra stórkostlegu átaka að svelta Þjóðverja inni með hafnbanni, hafði það aðeins borið tvisvar við áður, að stór floti ógnaði heimsfriðinum. Fyrst átti það sér stað 415, þegar Alkibíades, sem átti fyrir 136 þríræðum að ráða, fór frá Aþenu til að leggja undir sig Sikiley og ná völdum á Miðjarðarhafi. Það mistókst gersamlega. Mest- ur hluti skipanna kom aldrei aftur til Grikk- lands, og Aþena beið óbætanlegan álitshnekki. Næst var það árið 1588 (árið eftir aftöku Maríu Skotadrottningar), þegar Flotinn ósigr- andi, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir, lét loks úr Lissabon-höfn, sem Spánn hafði þá ný- lagt undir sig. María hafði ánafnað Filippusi Spánarkonungi rétt sinn til ríkis á Englandi, og það var til að framfylgja honum, að hann fór með stríð á hendur Elisabetu. Hugmyndin um stórflota, gríðarmikinn og í rauninni ósigrandi flota, sem nú átti að bæla niður uppreisnina á Niðurlöndum og upp- ræta mótmælendatrú þar og á sama tíma að losa þegna Blóð-Maríu sálugu (en hún var önn- ur í röðinni af fyrri eiginkonum Filippusar góða) við hina ólöglegu drottningu, hina óskil- getnu dóttur Hinriks VIII. Þessi hugmynd var engan veginn ný. Hún hafði verið rædd við spönsku hirðina næstum 12 ár. Filippus viður- kenndi áhættuna af að takast slíkt á hendur. Þessi leikur var áhættusamur, „að duga eða drepast", „og vogun vinnur og vogun tapar“. En Filippus, sem var gætinn og íhugull, ætlaði sér ekki að freista hamingjunnar. Þess vegna varði hann tímanum til að búa flotann undir hvað sem að höndum kynni að bera. Það hafði verið nógu illt að sjá villutrúar- konuna Elisabetu setjast í hásæti Englands. Því að þessi mágkona Hans Hátignar hafði vísað viðleitni hans að leika kurteisan riddara, þegar hann bað um hönd hennar, á bug, og enginn er djöfullegri viðureignar en hryggbrotinn maður, sem hefur verið hæddur. En þó var enn meira áfall fyrir hann, er nokkrir bændur og kaup- menn á Niðurlöndum fóru að þrjóskast gegn yfirráðum hans þar. Og þegar Elisabet hafði snúizt á svéif með uppreisnarmönnum á Niður- löndum, var vissulega kominn tími til starfa. Frh. á bls. 159. V I K I N G U R 139

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.