Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Qupperneq 16
Gísli Konráðsson:
Jón Emarsson á Sauðá
1.
Einar hét maður, er sagt er byggi í Ketu á Skaga
og svo á Gauksstöðum. Þeir voru bræður hans Teitur
í Ketu og Amgrímur á Gauksstöðum. Hans son var
Pétur Amgrímsson, glímumaður mikill. Hann fékk
Bjargar, dóttur Dúks-Áma í Sæmundarhlíð. Þau Pétur
Amgrímsson og Björg bjuggu á Geirmundarstöðum,
urðu ei gömul og fóru bæði í sömu gröf. Jón Einarsson,
bróðurson Amgríms, var hraustmenni mikið, meðal-
maður að vexti, en mjög riðvaxinn, breiðleitur, sléttur
á kinn og dökkur á hár. Reri hann ungur litla hríð
út á Skaga, en fáa vetur suður. Miklu var Jón upp-
vöðslumeiri þegar á unga aldri en Amgrímur bróðir
hans, er lundhægur var; er og oft sagt, að Jón kallaði
hann bleyðu eina sínka, því Amgrími græddist fé miklu
meira Jóni, er mjög var örr af fé þá til var, og kall-
aðir voru þeir óskaplíkir. Var það og enn, að Am-
grímur var þurrlyndur, en Jón gleðimaður mikill, lét
og ekkert fyrir brjósti brenna og hirti ei um, hver í
hlut átti.
2.
Það var, er Jón Einarsson mundi nær hálfþrítugur,
að hann lá með grasafólki fram í Tjamadölum eða
Þjófadölum, þar áður hétu Hvinverjadalir. Jón var
einn karla við grösin og unglingur sá er Jón hét Jóns-
son, Styrbjömssonar, er síðan var ýmist kallaður Jón
stutti, Staðar-Jón eða Vatnshlíðar-Jón, og lengi var
lausamaður. Hefur hann frá þessu sagt, þvi ei vildi
Jón Einarsson sjálfur um það ræða. Margt var kvenna
með þeim á grasafjallinu. Var það þá í göngu einni,
er þoka var á, að maður allgildlegur kom til grasakonu
einnar, þar hún var ein. Spurði hann hvaðan fólk þetta
væri. Hún segir: „Úr Skagafirði". Frétti hann þá, hvað
margt karlmanna væri með því. „Einn“, kvað hún, „og
unglingur lítill, á hann að gæta hrossanna". Hún spyr
þá, hvaðan hann var. Hann lézt sunnan úr Biskups-
tungum. Skildu þau við það. Gat hún um þetta við
tjaldið, er til svefns var gengið. Jón Einarsson kvaðst
hyggja, að maður sá hefði logið að henni, hvaðan hann
væri, því engin tjöld lægi þar í námunda sunnan eða
austan. Var sem honum þætti þetta gmnsamlegt og
mælti ei um fleira. Það var litlu síðar, að Jón litli fór
til hrossa, og er hann kemur aftur segir hann sig vanta
3 hestana beztu og einn frá folaldsmeri, er hann hafði
aldrei við skilið. Jón Einarsson kvað það ei mannlaust
orðið hafa, fór síðan á stað með sveininum og kvaðst
vilja sjá, hvað dyggilega hann hefði að gætt. En er
til hrossanna kom sá Jón, að sveinninn hafði satt sagt.
Tók Jón þeim þá 2 hesta, riðu þeir þá ei lengi áður
Jón kæmi á þriggja hesta spor í moldarflagi. Riðu þeir
þá sem hvatast í þá átt, er sporin lágu, og ei langt
áður þeir sæi tvo menn ríðandi og teyma lausan hest.
Þekkti Jón þar hesta sína. Kallar hann þá hátt, —
var hann og maður skapharður og bráðlyndur, og heimti
að þjófar þeir sleppti hestunum. Stöldruðu þeir þá við
og báðu hann sækja þá, ef hann þyrði og hefði þrek til.
Jón hafði járnbúna svipu í hendi allþunga, en í því
þeir stigu allir af hestum, óð Jón að þeim og sló af
öllu afli svipuskaftinu í höfuð öðrum þeirra, svo hann
svimaði við og rauk út af í öngvit, en sá eftir var réðst
móti Jóni. Glímdu þeir allsterklega langa hríð, að ei
sást fyrir hvor af öðrum bera mundi áður útilegumað-
urinn féll. Kyrkti Jón hann, þó ærin væru umbrot
hans meðan. En Jón skar þann, er í öngvitinu lá, og
var Jón svo afarreiður, að hann æskti, að leika mætti
hann svo við fleiri þjófa og illræðismenn. Dysjaði þá
síðan í moldflagi einu og tók hesta sína, en bannaði
sveininum um að geta við neinn mann, og það enti Jón
stutti meðan Jón Einarsson lifði, þó síðar segði hann
frá því. Var og ymtur mikill á því, að Jón hefði úti-
legumann eða menn drepið. Það hélt Jón stutti, að lík-
ast væri sem hamremmi eða berserksgangur færi að
Jóni, er hann fékkst við útilegumenn þessa. Væri hann
og sumar það allt skaphægri en venja hans var til,
er þeir menn sögðu, er með honum voru. En það er
frá Jóni stutta að segja, að fyrst var hann húskarl á
Reynistað, en síðan lausamaður og græddi þá ei alllítið
fé í útróðrum sínum. Gerði síðan fóstbræðralag við Jón
smið Rögnvaldsson. Bjuggu þeir þá á Sjávarborg, er
Jörgen danski reið um Norðurland. Eftir það skildu
þeir félag sitt og kvonguðust. Fékk Jón Rögnvaldsson
Ragnheiðar Þorfinnsdóttur frá Brenniborg og Sigríðar
Símonsdóttur Bekks, en Jón stutti Guðrúnar dóttur
Magnúsar bónda í Vatnshlíð, Ásgrímssonar. Ei átti
Jón stutti börn með henni né öðrum konum. Dó hann
vestur á Fjósum í Svartárdal um áttrætt.
3.
Jón Einarsson kvongaðist; ætlum vér hann byggi
allan sinn búskap að Sauðá, Reynistaðarklausturjörð
einni. Formaður var hann góður og aflamaður, reri og
hvert vor til Drangeyjar nema hafís meinaði, reri og
oft í hákarlalegur innan úr Sauðárkrók allt norður á
Svörtubi*ún eða Ketubrúnir út með Skaga. En það var
vor það, er Reykjarharðindin hófust (1783), að Jón
142
V I K I N □ U R