Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 23
„Því verður ekki neitað, að þjóðflokkur Vest- ur-Evrópu — það sem eftir var af honum eftir ísöldina — óx hægt í árþúsundir og breiddist yfir mikla víðáttu í allar áttir. Þeir menn, sem tóku sér bólfestu meðfram Dóná og til Svarta- hafsins, voru meginþorri þessa kynflokks, sem smátt og smátt byggði Balkanskagann, Litlu- Asíu, Grikkland og Persíu og náðu langt inn í Asíu, að fljótunum Indus og Ganges. Hvar sem þeir komu, hittu þeir fyrir sér marga þeldökka, lingerðari kynflokka, sem þeir lögðu lag sitt við, lærðu mál þeirra og siði. Mörg þúsund árum eftir að ísöldin hætti — hér um bil 5000 árum fyrir tímatal okkar, sér maður, að það eru til nokkurn vegin siðuð þjóð- félög við innri hluta Miðjarðarhafsins og lengra í suðvestur. Milli stórfljótanna Eufrat og Tigris, sem höfðu hvort sitt útrennsli í persneska flóann, byggðu hinir svokölluðu Sumarar hina fyrstu bæi, og þjóð sú, er kallast Assýríumenn, grund- vallaði borgir við efri ál Tigrisfljótsins. Hér, þar sem ekki aðeins var nóg af fiski í fljótun- um, en jörðin sérlega frjósöm og gott veður árið um kring, finnst áframhald af Atlantshafs- menningunni. Fyrstu sporin til jarðræktar finn- ast líka hér. Skortur á nægum fiski til mann- eldis og minnkandi dýraveiðar hafa hvatt menn til að rækta jörðina. Hér finnur maðurinn stað og umhverfi til að afla fæðunnar árið um kring. Til þessara landa hafa sumir Vestur-Evrópu- menn komizt og hafa orðið foringjar þjóða af öðrum kynflokkum, en tekið upp siði þeirra og lifnaðarhætti. Á þriðja árþúsundinu og á eftirfarandi öld- um fyrir vort tímatal koma alltaf norrænir kyn- blendingar frá löndunum kringum norðaustur ströndina á Svartahafinu og Kaspiskahafinu, þeir kölluðust Medar og Persar. Og fleiri skyld- ar þjóðir, sem gerðu áhlaup á borgirnar, komust smámsaman lengra, jafnframt því, að menn- ingin í Mezopotamíu og við Níl þróaðist. Alls staðar sjáum við þá ryðjast inn á þjóðir, sem fyrir þeim urðu. — Þeir lögðu líka lag sitt við Fönikíumenn, sem áttu nýlendurmeðframströnd Miðjarðarhafsins". Próf. Hermann Klaatsch álítur líka, að Ástra- líumenn, sem fyrst eru aðskildir og seinna urðu upphaf frumbyggjanna á meginlandi Asíu, eigi rót sína að rekja til atlenska kynflokksins, af því klettamálverk þeirra eru merkilega lík frum- list Vestur-Evrópumanna. Eins eru margir nú- tíma Evrópumenn einkennilega líkir þjóðflokk- um í Suður-Asíu. Til þeirra heyra frumbyggjar Japans, sem minna mikið á stórgerða Evrópu- menn. Hér skal ekki dvalið við innflutninginn til Norðurlanda eftir ísöldina, aðeins skal þess get- ið, að maður verður að fallast á þá skoðun, sem er látin í ljós af próf. T. H. Huxley, Hermann Klaatsch og fleiri vísindamönnum, að fólk smám saman hafi farið ýmsar leiðir til Norðurlanda, en að frumheimkynnin séu í löndum með köldu loftslagi, sem svarar til Atlantshafsstrandar- innar á ísöldinni, en hvorki Asíu eða öðrum suð- lægari löndum. Ef til vill hafa eftir ísöldina lifað strjált óblandaðir strandbýlingahópar í brezku strand- héruðunum og öðrum hálendum stöðum á NorS- urlöndum, t. d. í Cornwall, Wales, Bretagne og ef til vill Belgíu, einnig í Jótlandi og á Skáni, — ættfeður hinna seinna svo frægu Kelta og Ger- mana — enda þótt meginþorrinn sé liðinn und- ir lok eða hafi fyrir langa löngu haldið austur á bóginn. Þegar þetta fólk tók sér bústað í Norður- löndum, hefur það helzt kosið strandlengjurn- ar, þar sem hagkvæmast var til veiða og fiskjar. Akuryrkja og húsdýrarækt þekktust ekki á Norðurlöndum fyrr en seinna. Vanalega safnaðist fólkið í smáhópa og valdi sér bólstaði, — eins og nýbyggjar hafa gert seinna — meðfram ströndunum, einkum í f jörð- um og flóum, sem veittu hlé fyrir stormum og brimi, og þaðan stunduðu þeir atvinnu sína, fiskiveiðar og dýraveiðar. í nágrenninu var seinna byrjað á frumstæðum landbúnaði. Margir af þessum stöðum urðu seinna bæir, og sumir urðu með tímanum miklar verzlunar- stöðvar. Flestir mikilvægir verzlunarstaðir viö Miöjarðarhafiö, eins og seinna á Noröurlöndum, hafa veriö stofnaöir meö fiskiveiöar sem augna- miö og hafa með tímanum vaxið og orðið verzl- unar- og siglingastaðir. Það var viðurværið, fæðan, hið nauðsynlegasta fyrir manninn, sem benti mönnum á, hvernig þeir gætu bezt framfleytt lífinu, og í norðlægu strandlöndunum voru það ýmsar fiski- og lagar- dýrategundir, sem hægast var að afla sér til heimilisafnota. Frh. Smœlki Hann: — Heldurðu, að þetta sé heppilegur tími til að biðja föður þinn um hönd þína. Hún: — Já, það held ég, ég sagði honum rétt áður en þú komst, að ég þyrfti að fá nýja kápu. * — Ég hef tilbeðið dóttur yðar í átján ár. — Hvað viljið þér nú? — Fá hana fyrir eiginkonu. — Jæja, verra gat það verið. Ég hélt að þér ætluðuð að fara að biðja um eftirlaun. V I K I N □ U R 149

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.