Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Page 24
„Hvorum Oddinum, drottinn minn?“ Biskup nokkur í Skálholti var mjög- guðhræddur og- gerði á hverju kvöldi bæn sína í dómkirkjunni. Ráðs- maður staðarins hét Oddur, og fjósastrákurinn hét sama nafni. Biskup átti dóttur uppkomna, sem var hinn bezti kvenkostur. Oddi fjósastrák lék forvitni á að vita, hvað biskuup væri að erinda í kirkjunni á kvöldin. Klæddi hann sig í hvítan hjúp, fór út í kirkjuna á undan biskupi og setti sig í stellingar uppi á altarinu. Kom biskup að vörmu spori, en tók ekki eftir strák, því að skuggsýnt var í kirkjunni. Kraup biskup við gráturnar og fór að biðjast fyrir upphátt. Meðal ann- ars bað hann drottinn að opinbera sér, hverjum hann ætti að gifta dóttur sína. Þá svaraði strákur: „Honum Oddi“. Biskup leit upp og sá hvítklædda veru uppi á altarinu. Hélt hann að þetta væri engill af himnum sendur, laut höfði í auðmýkt og mælti: „Hvorum Odd- inum þá, drottinn minn?“ Þá svaraði strákur: „Þeim, sem kamrana mokar og kaplana hirðir“. Skiptust þeir svo ekki fleiri orðum. Upp frá þessu fór biskup að dubba upp á fjósa- strákinn. Var hann settur til mennta og reyndist mjög námfús. Að loknu námi fékk hann biskupsdótturinnar og var um leið vígður til bezta brauðsins í stiftinu. * Þórdís hét stúlka, er bjó ásamt móður sinni í Háa- gerði, sem var hjáleiga frá Hofi á Höfðaströnd. Þórdís var heldur einföld og málgefin mjög. Um þessar mundir bjó á Hofi ekkja, með sonum sínum uppkomnum. Höfðu þeir gaman af að glettast við Þórdísi. Um það sagði hún m. a. þessa sögu: „Einu sinni gisti ég á Hofi, heillin mín. Um kvöldið í rökkrinu lagði allt fólkið sig út af að sofa, og ég líka. En þegar ég var nýlögzt útaf, vissi ég ekki fyrri til en það komu einhver óttaleg þyngsli ofan á mig. Ég varð skelfing hrædd og hélt að þetta væri vofa úr kirkjugarðinum. Ég fór þá að lesa sálma, sem ég kunni, og hafði yfir upphöf að þrjátiu sálmum. Seinast byrjaði ég á sálminum: „Oss lát þinn anda styrkja". Það var lausnarsálmurinn, heillin mín, — þá fór hann ofan. Þá rétti ég upp hendina og ætlaði að signa mig, en í því varð mér gripið framan í mannsandlit. Þá sagði ég: „Lengi eru þeir gamansamir, drengirnir hérna á Hofi“. * Tveir karlar ætluðu að fara á bát yfir Berufjörð. Þeir voru óvanir sjóferðum. Lá báturinn við stjóra, en hvorugur karlanna hafði vit á að draga stjórann upp, áður en þeir settust undir árar. Sóttist þeim róðurinn seint, sem von var, og er hvessa tók í tilbót, fór að gefa á bátinn. Til allrar hamingju slitnaði stjórinn áður en fyllti, og skolaði bátnum þá að landi. — Fréttist þessi saga um sveitina, og var annar karlinn spurður, hvort hún væri sönn. „Já“, svaraði hann, „við vorum nærri því komnir til guðs fyrir bölvaðan aulaskapinn“. * Á uppgangsárum Gríms Thomsens í Kaupmanna- höfn umgekkst hann ýmsa danska stjórnmálamenn. Var íslenzkum stúdentum í Höfn ekki um þetta, og kölluðu Grím dansklundaðan. pá var Þorleifur Repp í Höfn. Hann var orðhákur mikill og lastaði jafnan Dani og A FRÍVf allt, sem danskt var. Það er sagt, að Repp hafi eitt sinn mætt Grími Thomsen á götu, þefað af honum, grett sig, gengið frá og sagt: „Svei þér! Þú ert dansk- ur!“ Um þetta kvað Jón skáld Thoroddsen eftirfarandi vísur: Repp á götu sá eitt sinn svein og mælti í háði: „Dragstu frá mér, drengur minn, danskur er af þér þefurinn". Gullsi kom og sá þar sinn son á dönsku láði: „Hér er allur auður minn orðinn danskur, slussarinn". ísland mælti — sá eitt sinn sendiferða ráðið: „Dángast þú ei, drengur minn, danskur er í þér lcviðurinn". Gullsi, sá er nefndur er í miðvísunni, er Þorgrímur Tómasson gullsmiður á Bessastöðum, faðir Gríms. — „Slussarinn" var orðtak Þorgríms. * Eiginmaðurinn: „5>ú ert víst orðin leið á mér. Þú segir aldrei „elskan mín“ við mig, eins og konur ann- arra manna gera“. Eiginkonan: „Segja þær það við þig?“ * Konan: „Ég þarf að tala við þig um ýmislegt, sem okkur vantar til heimilisins. Maðurinn: „Hvað er það?“ Konan: „Fyrst og fremst vantar okkur nú nýjan kjól“. * — Hvernig stendur á því, að hann Steindór á Hóli er steinhættur að syngja í kirkjunni? — Ástæðan er sú, að hann vantaði einn messudag, og eftir messu lýsti fjöldi kirkjugesta ánægju sinni yfir því, að nú væri þó loksins búið að gera við orgelið. * Skáld nokkurt, sem átti dálítið erfitt uppdráttar, sendi söguhandrit til útgefanda, en fékk það endursent með þeirri athugasemd, að hann hefði ekki áhuga á að gefa' það út. Skáldið skrifaði útgefandanum aftur og var ærið hvassyrt. Kvaðst hann vita með fullri vissu, að sagan hefði ekki verið lesin til enda, því að hann hefði límt saman á hornunum blaðsíðurunar nr. 130 og 131, og hefðu þau blöð enn verið samföst, er hann fékk handritið endursent. Þessu svaraði útgefandinn þannig: I5D V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.