Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Page 25
KTINNI
„Heiðraði herra. Varðandi umkvörtun yðar út af því
að skáldsaga yðar hafi ekki verið lesin til enda, vil ég
taka þetta fram: Ef ég er svo óheppinn, að lenda á
fúleggi, þá finnst mér engan veginn nauðsynlegt eða
skylt að borða það allt“.
*
Stúdent nokkur fátækur var í fæði hjá sjálfum sér
að öðru leyti en því, að hann keypti hádegisverð á mat-
sölustað. Hann reyndi að spara sem mest, og þó að hann
væri stór og matlystugur reyndi hann að borða sem
minnst á kvöldin og morgnana, til þess að hafa þeim
mun meiri lyst við hádegisverðarborðið.
Hann hafði þann vana, að koma einum tíma of seint
í mat, settist oftast að borði, þegar aðrir gestir höfðu
lokið máltíð sinni.
Að lokum varð matsölukonan þreytt á þessu og sagði,
er stúdentinn kom einu sinni sem oftar síðastur allra:
— Þér hafið einkennilegan sið. í stað þess að koma
klukkan tólf og borða fyrir einn, komið þér klukkan eitt
og borðið fyrir tólf.
*
Steini litli er á fimmta árinu. Honum þykir gaman
að vaka fram eftir á kvöldin. Einhverju sinni tekur
faðir hans að sér að svæfa hann, sezt á stól við rúmið
og fer að segja honum sögur. Eftir nokkra stund verður
allt hljótt þar inni, og mömmu verður hughægra. Hún
dokar þó enn við stundarkorn, opnar síðan svefnher-
bergishurðina gætilega og hvíslar:
— Er hann nú sofnaður?
Á gólfinu stendur Steini litli á náttfötunum og
hvíslar:
— Já, hann er sofnaður.
*
Presturinn: — Síðast, þegar ég sá yður, Sveinn minn,
þá varð ég glaður, því að þá voruð þér ódrukkinn, en
í dag gerið þér mig hryggan.
Sveinn (góðglaður): — Það gengur svona, prestur
minn, skiptist á skin og skúrir hjá okkur báðum. Um
daginn voruð þér glaður, en ég hryggur, nú eruð þér
\ hryggur, en ég glaður.
I*
Við brezka þingið er sérstakur þingprestur. Ein-
hverju sinni var gestur staddur á áheyrendapöllum
þingsins og spurði einn dyravarða, hvort starf þing-
prestsins væri í því fólgið, að biðja fyrir þingmönn-
um. Dyravörðurinn svaraði:
— Hann kemur hingað í þingið, lítur yfir hópinn og
biður svo fyrir fósturjörðinni.
*
Þorsteinn bóndi var eitt sinn spurður, hvers vegna
hann hefði látið báða syni sína ganga menntaveginn,
en hvorugan taka við búinu, sem var hið mesta myndar-
bú.
„Það kom nú ekki til af góðu“, sagði Þorsteinn gamli.
„Það vildi hvorugur þeirra að skepnu koma — nema
soðinni".
*
Eitt sinn var vinnumaður á bæ, og þótti honum hús-
móðir sín nokkuð aðsjál í matgjöfum. Langaði vinnu-
mann til að rétta hlut sinn í því efni.
Einn morgun, er hann sat að morgunverði, verður
honum að orði:
— Ég er víst farinn að tapa sjón, ég get varla grillt
smjörið ofan á brauðinu.
Húsfreyja anzaði engu, og liðu svo nokkrir dagar.
Tók vinnumaður eftir því, að betur var brauðið smurt
en áður.
Dag einn segir húsfreyja: — Jæja, er sjónin ekki að
lagast aftur?
— Jú, svo er guði fyrir að þakka, svaraði vinnumað-
ur. — Ég er farinn að sjá til botns í kaffibollanum
mínum.
Jens J. Benediktsson
Jens kaupmaður Benediktsson, sonur Boga á Staðar-
felli, var kaupmaður á Skutulsfjarðareyri, en átti og
kaupstað í Vestmannaeyjum. Jens hafði og verið kaup-
maður í Kaupmannahöfn. Hann var mikill ágætismaður
í hvívetna. — Hilaríus sonur Eyjólfs prests Kolbeins-
sonar átti Þórunni Guðmundsdóttur frá Bolungarvík.
Þau bjuggu að Hafrafelli í Skutulsfirði. Hilaríus var
vorið 1830 formaður fyrir Jens kaupmann í hákarla-
legum, á skipi því er Rauðifjörður hét. Það var hið
ágætasta siglingaskip og vel gjört. Hilaríus var afla-
maður mikill, stór vexti og herðabreiður, glaðlátur og
kurteis, ör að fé, en heldur hugsi um hag sinn, ef hann
var við öl. — Veðri var svo farið, að rak á norðan
veður hart, svo allir leystu er í sátur voru komnir.
Undiralda var mikil. Komust allir af með heilu nema
Hillaríus með sínum mönnum 8. Hafa margir til getið
að hann færizt á uppsiglingunni. — Jens kaupmaður
varð vel við skaða sínum. Gaf hann ekkjum þeirra
manna, er týndust, upp skuldir allar og margt fleira,
og fórst að öllu sem drengilegast.
Jens kaupmaður fór utan síðan og lét þá byggja
skipið Heklu noi-ður á Finnmörk, en er það kom til
Hafnar, lét hann skreyta það mjög. Var aftan á lyft-
ingunni úthöggvin Hekla og ljón og björn að hliðum
jökulsins, en Þór stóð í stafni með hamarinn Mjölni í
fullri mannslíkan. Algullnar voru líkneskjur þessar. —
Pétur Sigurðsson í Flatey var utan og í Höfn þenna
vetur, er Hekla var skreytt. Fann hann Jens oft að
máli og gekk hann þá oft um gólf á þiljum skipsins
og kallaði sér skemmtilegast þar að vera. En það var
síðan fyrsta ferð Heklu út til íslands, að Jens fór á
henni; tók hann þá sótt í hafi, tók land í Vestmanna-
eyjum, var sjúkur í land fluttur og andaðist litlu síðar;
varð mjög harmdauður þeim, er til hans þekktu.
Handrit i Lbs.
V I K I N G U R
151