Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 28
ARTHUR □ M R E:
'flctti
B M A S A G A
Klukkan er langt gengin níu. Við höfum setið
við borðið síðan klukkan sex, og hann er að
verða syfjaður. Vínið gerir sitt til. Ég hef ekki
drukkið meira en mér hefur sjálfum sýnzt.
Hann geispar og spyr, hvað klukkan sé.
„Ellefuu".
„Ellefu ?“
Hann er hissa. Ellefu? Hann hefur ekkert úr
þessa dagana. Já, hann er reyndar orðinn þreytt-
ur. Það gerir ferðin. Loftslagsbreytingin. Þungt
og svæfandi loft við sjóinn. Skemmtilegt kvöld.
Dásamlegt kvöld. Hjartans þakkir fyrir mat og
drykk.
Ég hef búið um hann í litlu herbergi á ann-
arri hæð, langt frá mínu herbergi. Ég fylgi hon-
um upp. Hann tekur í hönd mér.
„Dásamlegt kvöld“.
„Góða nótt, Jansen. Klukkan er farin að ganga
tólf. Það verður gott að leggja sig. Sofðu vel“.
Hann eigrar um herbergið, lítill, gamall og
syfjaður, og byrjar að afklæða sig.
Klukkan er á mínútunni níu. Ég fer strax
niður aftur og tek til starfa, hratt en fumlaust.
Þetta er ekki nema nokkurra mínútna verk.
Ég bý mig út í eldhúsinu. Lími á mig svart
skegg. Fer í stutta skinntreyju og set upp svarta
prjónahúfu. Ég get dregið hana niður yfir and-
litið. Lítil handtaska stendur tilbúin. í henni
er smurt brauð, lútsterkt kaffi í hitabrúsa og
heil flaska af góðu viskýi. Ég helli í mig heilu
rauðvínsglasi af þessu ágætisvíni. Það brennir
ekki. Það er eins og rjómi á bragðið.
Áður en ég opna vagnskýlið, fer ég í eftirlits-
ferð. Það er mjög dimmt. Litlar, rakar snjó-
flygsur skella á andliti mínu. Það er kyrrt veð-
ur. Allt er hljótt og dautt. Ég geng kringum
húsið, kringum hlöðuna, yfir túnið niður að
ströndinni. Aðeins litlar og hægar bylgjur.
Dauft ljós úti á eyjunni. Vitinn glampar langt
úti, eri milli glampanna er niðamyrkur. Allt er
hljótt á þessum afskekkta stað.
Hann stendur inni í vagnskýlinu, stór, lok-
aður sjö manna bíll. Góður bíll. Ég hef sjálfur
154
sett hann hér inn að nóttu til fyrir nokkru síð-
an. Nokkrum sinnum hef ég sett hann í gang.
Allt er í stakasta lagi. Benzíngeymirinn er full-
ur af fínasta flugvélabenzíni. Það eru hundrað
lítrar og meira til. Töluskiltin eru tvöföld. Þau
ytri eru fölsk. Nú er bíllinn rauður. Það er
skerandi rauður litur, sem ég get þvegið af hon-
um með sápuvatni, svo að hann verður svartur
á nokkrum mínútum.
Vélin fer strax í gang. Lágt suð — daufur
niður, þegar ég renn í myrkrinu fram hjá hlöð-
unni og húsinu ög upp á skógargötuna. Hér
stöðva ég bílinn og sit nokkrar mínútur og lit-
ast um. Ekkert óvenjulegt að sjá né heyra. Að-
eins öldugjálfrið við ströndina. Ég lít um öxl
í aftursætið. Þar liggur ýmislegt dót. Kaðlar,
járnrör og föt. Allt liggur á sínum stað, eins
og ég gekk frá því. í vasanum á bílhurðinni
hef ég gasbyssu. „Bedaubungspatroonen“ stend-
ur á hylkinu. Þær eru búnar til í Saxlandi. Létt
deyfing, stuttur, þægilegur svefn, svolítið ringl
yfir höfðinu í nokkrar mínútur á eftir. Þægilegt
vopn. Ég hef reynt það á svíni, en það er önnur
saga. Ég hef nákvæmar notkunarreglur og lýs-
ingu á áhrifunum. Reyndar hef ég líka fallega,
svartbláa skammbyssu til þess að skjóta göt á
hjólbarða, ef þörf krefur.
Allt er í lagi. Ég kveiki mér í vindli og ek
af stað. Sterkar luktirnar lýsa skært í myrkrinu
milli trjánna. Ég ek hratt gegnum skóginn og
beygi út á þjóðveginn. Engin hús eru hér ná-
lægt, og varla hefur nokkur tekið eftir bíln-
um. Ég mæti sjálfsagt ekki mörgum. Það er að-
fangadagskvöld, og klukkan er rúmlega níu.
Eftir nokkrar mínútur er ég kominn inn í smá-
bæinn. Fram hjá hótelinu, niður Aðalstræti og
upp nokkrar smágötur. Það er bjart ljós í öllum
gluggum, og ég sé marga skugga bak við glugga-
tjöldin. Fólk er að halda jólin hátíðleg. Ójá.
Ég hugsa um sitt af hverju og ek áfram. Brátt
er ég kominn út úr bænum og inn í Nýjaskóg.
Það snjóar svolítið. Stóri bíllinn er stöðugur
á veginum. Vélin suðar lágt og öruggt, ökuljósin
VÍKINGUR