Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Síða 29
skína langt inn í myrkrið. Ég reyki og stari fram á veginn. Hér er viðfelldið og notalegt kringum mig. Tré, grjótgarðar og símastaurar renna hratt framhjá. Öðru hverju kem ég að uppljómuðu húsi, stórum bóndabæ eða litlu koti. Ég þekki staðina. Endrum og sinnum lít ég út undan mér til þess að sjá, hvar ég er staddur. Við vegamót kemur hestvagn á móti mér, fullur af fólki. Það veifar og hrópar, kannske gleðileg jól. Það sér líklega varla, að ég veifa á móti. Ég held áfram með jöfnum, góðum hraða. Engum leifturhraða þó. Bíllinn gleypir mílurn- ar jafnt og þétt. Ég ek niður brattar brekkur og gegnum lítinn bæ. Alls staðar eru Ijós í gluggum. Á götunni stendur einmana flækingur og starir eftir bílnum. Svo gleypir hann nokkrar mílur enn og renn- ur hægt gegnum dálítið stærri bæ, yfir brú og út á þráðbeina þjóðbrautina. Ég hef gert ráð fyrir þrem klukkustundum til þessarar ferðar. En klukkan er ekki nema hálf tólf, þegar ég ek inn í borgina. Ég ek fram og aftur um göturnar og fer mér að engu óðs- lega. Það eru nokkrir bílar á götunni. Fólk er að fara heim úr jólaveizlunum. í stuttu götusundi stöðva ég bílinn milli tveggja leiguhjalla. Lögregluþjónn gengur fram hjá. Hann heldur áfram og lítur varla á bílinn. Ég tek upp hitabrúsann. Kaffið er sjóðheitt. Þetta er hressandi. Taugarnar eru ekki sem verstar. Þær hafa verið dálítið óstyrkar í seinni tíð. Nú er ég rólegri, þó að ég sé dálítið spennt- ur. Ég er snemma á ferðinni. Stefnumótið er ákveðið klukkan tólf í fyrsta lagi. Frá tólf til fimm, til þess að hafa tímann fyrir sér. Og ef ekki í nótt, þá aðra nótt. Brátt kemur maður gangandi eftir hinni gangstéttinni. Hann lítur kringum sig og geng- ur síðan hratt yfir götuna. „Þér getið líldega ekki gefið mér eldspýtu?" „Komdu inn“. Ég opna bíldyrnar og hann sezt inn. Hann er dálítið æstur, og ég helli í stórt glas. Hann lítur á flöskumiðann. „Aha. Jæja, gleðileg jól. Og gangi þér vel“. „Gleðileg jól. Er allt í lagi?“ „Það held ég. Ég held það takist“. „Það verður að takast“. „Jæja. Fyrst þú vilt hafa það svo. Það tekst. Vafalaust. Allt er tilbúið. Ég hef gert það, sem í mínu valdi stendur. Meira er ekki hægt að gera. Hann var tilbúinn fyrir mánuði. Þetta var erfitt verk. Það tók hann nákvæmlega eitt ár. Heilt ár. Þetta var grjótharður múrveggur. Eina nóttina munaði minnstu, að allt kæmist upp. Um leið og hann kom upp úr holunni í gólfinu, var ljósið kveikt. Næturvörðurinn tók slagbrandinn frá og opnaði dyrnar. Hann gat rétt komið rennibekknum á sinn stað, og stóð svo kengboginn og hélt sér í hann. Hann vein- aði og lét eins og hann væri dauðveikur. Mag- inn. Hann skalf og tennurnar glömruðu í hon- um, og tárin streymdu niður kinnarnar. Það sýndist nógu eðlilegt. En það var af hræðslu við að allt kæmist upp. En engan grunaði neitt. Hann bærði ekki á sér í nokkrar vikur, og svo byrjaði hann aftur. En þú hefur fengið fullar upplýsingar. Það eina, sem þú getur ekki séð fyrir, er gangvörð- urinn. Það kemur fyrir, að hann lítur inn um gægjugatið. En hann hefur böggul liggjandi í rúminu, sem líkist sofandi manni. Og renni- bekkurinn er líka á sínum stað, þegar hann er undir gólfinu. Ég hef haft sjúkraleyfi í nokkr- ar vikur. Ég treysti þér“. „Ég hef aldrei séð þig. Aldrei“. „Get ég fengið afganginn af borguninni ?“ Ég sýni honum þúsund króna seðil. Hann hef- ur fengið einn áður. „Um leið og hann er kominn inn í bílinn. Það er umsamið“. „Jæja“. „Viltu meira viský? Þú ætlar að bíða í bíln- um?“ „Já. Það get ég gert“. Það snjóar dálítið. Hefði mátt snjóa meira. Nú hef ég hraðann á. Ég tek böggul út úr bílnum og geng rösklega inn mjótt sund milli leiguhjallanna. Klifra fimlega yfir háa girð- ingu og geng hálfboginn yfir plægðan akur, í áttina til múrveggsins. Hann er sjö metra hár, gamall grásteinsveggur. Hérna megin við hann standa stór kastaníutré með stuttum millibilum. Án þess að hika opna ég böggulinn og set rörstigann saman. Hann nær nákvæmlega upp á múrbrúnina. Með kaðalstigann undir hand- leggnum klifra ég upp og gægist varlega yfir múrinn. Fangelsið er fornfáleg bygging, löng og skuggaleg. Þó eru línurnar eiginlega ekki ljót- ar. Litlu rimlagluggarnir eru í fjórum röðum, hverri upp af annarri. Innan við hvern glugga situr maður. Maður liggur og sefur í klefa. Fyr- ir glugganum eru járnrimlar. Maður liggur og sefur í klefa á hverri nóttu í eitt ár eða fimm ár eða tuttugu ár. Eða hann sefur ekki. Hann getur ekki sofið. Það veitist ekki öllum létt að sofa. Nei, nei. Ég ætti að þekkja það. Ó, það er djöfulleg kvöl. Það er stórt, autt svæði milli múrveggsins og fangelsisins. Þetta svæði er uppljómað með V I K I N □ U R 155

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.