Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 33
Skip landafundanna...
Frh. af bls. 1S9.
Upphaflega vai- ákveðið, að sigla flotanum ár-
ið 1587. En árás, sem Drake gerði á Gadesborg,
hafði valdið flotanum svo miklu tjóni, að fresta
varð brottförinni um tólf mánuði. Flotinn ósigr-
andi fór svo loks frá Lissabon 18. maí 1588 og
stefndi í norðurátt.
Flotinn var þá 132 skip. Fjögur þeirra voru
stórar galeiður (það var yfirsjón að senda þær
svo langt norður, því jafnvel Biscaiaflói var
þeim of örðugur) og fjögur voru gallísur. Níu-
tíu og f jögur voru af ýmsum gerðum og stærð-
um frá 130 upp í 1550 tonn, en 30 voru smá-
skip undir hundrað tonnum. Aðalskipin voru
samtals 59.120 tonn (Bremen eitt er 51.600
tonn) og höfðu 2761 byssu, af ýmsum hlaup-
víddum. Þau voru skipuð 7862 sjómönnum og
um borð var innrásarher, 26.671 hermaður.
Skipin voru þó ekki öll af spönskum upp-
runa. Næstum allar borgir við Miðjarðarhaf
lögðu fram sinn skerf. Því að eftir að nýja
verzlunarleiðin fyrir Góðrarvonarhöfða til Ind-
lands og sívaxandi siglingar til Nýja heimsins
höfðu gert Miðjarðarhaf afskipt um verzlun,
var fjöldi ítalskra skipa ónotaður í höfnum inni
og gersamlega arðlaus.
Nú gafst færi á að leigja þau með góðum
hagnaði. Þegar England og Niðurlönd væru
komin undir yfirráð Spánverja, gætu Genúa,
Feneyjar, Durazzo og allar hinar borgirnar
vænzt þess að fá sinn hluta af ránsfengnum,
sem gæti bætt þeim tekjuhalla síðustu ára. En
það fór allt á annan veg, og ófarir Flotans
ósigrandi réðu endanlega úrslitum um þverr-
andi gengi verzlunarborganna við Miðjarðar-
haf. Því að einungis fá skip áttu afurkvæmt.
Það væri ósanngjarnt að skella allri skuld-
inni af ósigrinum á vesalings spánska aðmírál-
inn, háttsettan aðalsmann, sem hafði enga
reynslu í sjóhernaði og hafði frá byrjun talið
starfið sér algerlega ofvaxið. Jafnvel þótt æðsta
flotastjórnin hefði verið falinn markgreifanum
af Santa Cruz, eins og í fyrstu var ákveðið (en
hann hafði látizt síðan), hefði það ekki breytt
úrslitum. Og það ,er vert að hafa í huga — sem
skiptir miklu máli — að flotinn var, þegar hann
lét úr Lissabon-hÖfn, ekki fullbúinn, heldur að-
eins beinagrind að flotá. Á flotanum voru engir
hafnsögumenn, er þekktu siglingaleiðirnar með-
al sandrifja Ermarsunds og Norðursjávar. Eng-
in kort voru fyrir hendi. Það var skortur á
vistum, varaseglum, siglum og ýmsum hernað-
arnauðsynjum, því að allt þetta (m. a. hafn-
sögumennina og sjókortin) átti að taka um
borð þegar meginhluti flotans væri kominn til
Dunkirque í Norður-Frakklandi, þar sem fjölda
málaliðsmanna hafði verið safnað saman undir
stjórn hertogans af Parma. Flotinn átti að taka
nokkuð af þessu hjálparliði um borð og hafa
síðan samflot við frönsk og flæmsk skip, sem
áttu að flytj a afganginn yfir sundið. Hvað orðið
hefði, ef þessir hópar hefðu náð að sameinast,
er umhugsunarefni út af fyrir sig. Ein tilgáta
er ekki annarri verri. En sennilega hefði það
bundið endi á sjálfstæði Englands og Hollands,
því að Flotinn ósigrandi var að vísu öflugasti
floti, sem nokkurn tíma hefur verið til. Vel út-
búinn og undir snjallri stjórn, hefði hann orðið
sameinuðum flotum Englendinga og Hollendinga
alger of jarl.
Það bjai’gaði Englandi, að forystunni í flota
Spánverja var mjög ábótavant, og hollenzkri
flotadeild tókst að loka höfnunum í Dunkirque
og Nieuport, og jók það enn á örðugleika Spán-
verja. Þetta gaf hinum mislita en öfluga flota
Elisabetar drottningar tíma til að safnast sam-
an hjá Plymouth. Ef allt er talið með, skip af
öllum stærðum og gerðum, hafa ensku skipin,
sem nothæf voru, ekki verið miklu færri en
hundrað. Flutningaskip cg kaupskip, sem hafði
verið breytt, áttu hér ekki svo lítinn þátt í.
Eigendur þeirra og skipstjórar voru áfergir að
vera „með í þessu“, innblásnir bæði af ósvik-
inni föðurlandsást og von um ránsfeng. Og allir
sjóararnir á skipum þeirra voru áfjáðir í að
gjalda Spánverjum rauðan belg fyrir gráan.
En spönsku skipin voru mönnuð málaliði frá
ýmsum hlutum hinna dreifðu landa Filippusar.
Laun þess voru ógoldin, og það barðist aðeins
vegna þeirra.
Enn var eitt, sem máli skipti, en mönnum
skýzt oft yfir, sem sé loftslagið. Rússneski flot-
inn, sem sigldi næstum umhverfis hnöttinn í
stríðinu milli Rússa og Japana til að bjarga
Port Artur, hafði glatað öllu hernaðargildi löngu
VÍKINGUR
159