Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Side 35
Lagt af stað í leit ókunnra landa. — Myndin sýnir landkönnuð frá tímum landafundanna miklu taka á móti blessun kirkjunnar, áður en lagt er af í hina hættulegu för. þeir voru, drápu þessa vesalings kaþólíka, sem höfðu komið alla leið sunnan frá Miðjarðar- hafi til þess að sameina England og Holland aftur hjörð Móðurkirkjunnar. Stundum kom fyrir, að írskir bændur strádrápu skipshafnir þessara skipa. Lauk svo, að einungis þriðjungur alla skipanna (nákvæmar skýrslur eru ekki fyr- ir hendi), sem farið höfðu frá Lissabon með svo miklu yfirlæti misseri áður, kom aftur. Manntjón af völdum veikinda, vatnsleysis og sára varð Spáni svo tilfinnanlegt áfall, að hann beið þess aldrei bætur. Eftir árið 1588 voru leiðirnar til Indlands og Ameríku öllum opnar. Þó var það ekki viðurkennt af Spánverjum og Portúgölum, sem héldu fram einkaleyfi, er páfi hafði veitt þeim 1498. Alexander páfi hinn góði, sem þótti sárt að sjá tvær kaþólskar þjóð- ir heyja stríð sín á milli, bað einu sinni um landabréf og reglustriku. Svo dró hann beina línu frá Norðurpól til Suðurpóls hundrað míl- um fyrir vestan Kapverdeeyjar og sagði við Spán: „Þú tekur allt fyrir vestan þessa línu“, og við Portúgal sagði hann: „Þú tekur allt fyrir austan þessa línu“. Árið eftir var samningur gerður milli landanna, byggður á úrskurði páfá (nema nú var línan dregin 370 mílum fyrir vestan Kapverdeeyjahaf). En þjóðum Norður-Evrópu skildist brátt, að þessi sáttmáli var ekkert nema pappírssnepill V í K I N □ U R eins og allir samningar, sem ekki hafa nægilegt vald að bakhjalli. Þetta voru þó ekki einu af- leiðingarnar af hrakförum flotans. Þjóðir við Norðursjó höfðu lært lexíuna. I þetta skipti fór allt vel. Óvinurinn, sem hvorki hafði þekkt Ermarsund né Norðursjó, hafði orðið að hörfa. Ef vindstaðan hefði ekki sífellt verið óhagstæð, hefði spánski flotinn ger- eyðilagzt og Flotinn ósigrandi að lokum orðið eldsneyti á Zeelandsströnd. En þetta var allt gömul saga. Spurningin var, hvað nánasta framtíð bæri í skauti sínu. Hin gífurlega orka, sem komið hafði fram við að heyja svo tvísýnan leik, — þar sem 15.000 Eng- lendingar börðust við 30.000 Spánverja — hlaut að brjóta sér nýja bi’aut. Gervallt spánska og portúgalska ríkið var nú opið þeim, sem eitt- hvað vildi leggja á hættu. Og sú hætta var lítil, ef þess var gætt, að vera jafn vel búinn að her og andstæðingurinn. Það var þá, sem enska krúnan og hollenzki ríkis-hershöfðinginn lögðu grundvöllinn að reglulegum flotum, flotum, sem áttu að saman- standa af orustuskipum, smíðuðum og búnum út með hernað einan fyrir augum. Sérhvert kaupskip hélt vitanlega áfram að hafa tiltekinn fjölda af byssum, því að á þess- um tímum víkinga og sjóræningja var engan veginn hættulaust að vera óviðbúinn. En eftir 161

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.