Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 1
Sjómannablaðið VIKINGUR Útgefandi: Farmanna- og Fiskimannasamband íslands Ritstjóri Halldór Jónsson XXI. árgangur Október 1959 10. töl'ublað Tvennir tímar Efnisyfirlit Bls. Tvennir tímar ................. 217 Sænska flaggskipinu Vasa bjargað ................... 219 Hallgrímur Jónsson. Menningin kemur til Melanesíu . 220 Grímur Þorkelsson þýddi. Sitt af hverju ................222 Olíurannsóknir..................226 Andrés Guðjónsson, vélaverkfræðingur. Afstæðiskenningin og gerfi- tunglin .................. 228 Grímur Þorkelsson þýddi. Farmennska og fiskveiðar ..... 232 M.s. Langjökull .............. 234 Aðsend bréf .................. 235 Frá Grimsby .................. 237 Hendrik Ottoson. 1 aprílmánuði 1943 var brezki togarinn War Grey frá Grimsby tekinn í landhelgi út af Stafnesi; v.s. Sæbjörg miðaði afstöðu tog- arans. Var Guðni Thorlacius (er þá var 1. stýrim. á Sæbjörgu), settur um borð í togarann til þess að hafa tal af skipstjóran- um og sigla skipinu til Reykja- víkur. Skipstjóri viðurkenndi að hann hefði verið í landhelgi, en spurði hvort hann mætti ekki renna að miðunarbauju sinni og taka hana meðferðis. Var honum leyft það. En í stað þess að taka baujuna setti hann á fulla ferð, stefndi til hafs fyrir Reykjanes. Guðni skipaði, að snúið skyldi til baka og haldið til Reykjavíkur, en skipstjóri anzaði ekki og hélt sitt strik. Það var um hádegisbil, sem togarinn lagði í strokið. Morgun- inn eftir var hann kominn í ná- munda við Vestmannaeyjar. Þar hittu þeir lítinn vélbát, og voru skipverjar að draga lóðir. Skip- stjórinn innti þá að því við Guðna, að hann hefði tal af báts- mönnum og fengi að fara með þeim í land. Guðni tók þessu lík- lega, svo að togarinn var stöðv- aður og Guðni hafði tal af báts- mönnum. Sagði Guðni, hvernig komið var, en í stað þess að biðja um far í land, bað hann vélbáts- menn að neita að taka sig í land, en fara hið bráðasta til Vest- mannaeyja og láta vita, að hann væri um borð í togaranum Ward Grey, sem myndi nú sigla með hann áleiðis til Englands. Gerðu bátverjar svo sem Guðni mælti fyrir, hættu að draga lóðirnar og héldu til lands. Þegar skipstjóri heyrði þessi málalok varð hann æfareiður, bar á Guðna, að hann hef ði svikið lof- orð og sent bátinn til lands. Varð nú engu tauti við hann komið og hélt hann til hafs í fússi. Svo hittist á, að varðskipið Ægir var í Vestmannaeyjum. Brá Ægir þegar við og hélt á eftir togaranum. Þegar enski skipstjórinn sá eftirförina varð hann enn æfari. Ægir tók nú að skjóta að togaranum, en skip- stjórinn á War Grey lét sem ekk- ert væri. Herti Ægir á skothríð- inni og hæfði nú togarann nokkr- um sinnum ofansjávar og í einu skoti undir sjómáli. Skipstjóri lét setja tappa í gatið, sem leki staf- aði af, en hélt áfram á fullri ferð. Ægir hafði fengið skeyti frá her- stjórninni um að láta einskis ó- freistað til þess að stöðva söku- dólginn. Þegar Ægir hafði skotið um 30 skotum, hæfði ein kúlan gufuleiðslu og sprengdi hana, svo að gufa gaus upp. Leizt skip- stjóra þá ekki á blikuna, stöðvaði togarann og gaf allt í hendur Guðna. Guðni fékk nú fjóra menn úr Ægi um borð og sigldi síðan tog- aranum til Vestmannaeyja. 1 Eyjum var gert við aðalskemmd- Skynsamleg fiskfriðun ......... 243 Konráð Gíslason. Jón Sigurðsson, framkvæmdast. sextugur ................. 244 Sigurjón Einarsson. Stefán Dagfinnsson, skipstjóri .. 245 Theodor Gíslason. Frívaktin ..................... 246 iilllÍIIIIIIIIiiiliiiillllliiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiatiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia Sj ómannablaðið VÍKINGUR Útgefandi: F. F. S. í. Ritstjóri Hall- dór Jónsson. Ritnefnd: Egill Hjör- var, Þorkell Sigurðsson, Geir Ólafs- son, Henry Hálfdánsson, Jónas Guð- mundsson, Guðbjartur Ólafsson, Theodór Gíslason, Páll Þorbjörns- son, Blaðið kemur út einu sinni í mánuði og kostar árgangurinn 80 kr. Ritstjóm og afgreiðsla er að Báru- götu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur". Pósthólf 425. Reykja- vík. Sími 156 53. Prentað í ísafold. VÍKINGUR 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.