Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Qupperneq 2
Varðskipið Ægir að koma að brezkum togara að veiðum 2,7 sjómílur frá landi við Grímsey í sept. s.l. Brezkt herskip kom strax á vettvang og hindraði töku togara ns. Þegar Ægir fylgdi sökudólgnum eftir austur með landi, fylgdist brezka her- skipið einnig með, til þess að veita honum vernd. Eftir nokkra veiðidaga fylgdi herskipið togaranum.til „old good England". ir, sem hlotizt höfðu af skothríð- inni, en síðan var skipinu siglt til Reykjavíkur. Skipstjórinn á War Grey var mjög kunnur hér við land, hafði áður verið tekinn í landhelgi og dæmdur. Hann var aflamaður mikill og í áliti sem skipstjóri. Það var War Grey, sem nokkru síðar kom til hjálpar Súðinni fyrir Norðurlandi eftir flugárásina. Fyrir þá hjálp var skipstjóra veitt opinber viður- kenning. Frásögn þessi, sem tekin er úr Virkið í Norðri, 3. h., skýrir á hlutlausan hátt frá einföldum staðreyndum. Herstjórnin sem tilgreind er í frásögninni, er brezka herstjórnin, sem á þeim tíma var hér á landi. Um þetta leyti barðist brezka þjóðin fyrir frelsi sínu (og annarra) gegn of- beldi þýzka nazismans. Þessvegna fordæmdi brezka herstjórnin of- beldi það sem hennar eigin þjóð- félagsþegn var að fremja gegn íslenzkum lögum og réttarfari, og fyrirskipaði „að láta einskis ófreistað til þess að stöðva söku- dólginn". Nú er öldin önnur. Við Islend- ingar erum ennþá við sama hey- garðshornið, að berjast fyrir lífs- afkomu okkar, með því að vernda dýrmætasta atvinnuöryggi okk- ar, fiskimiðin umhverfis landið, fyrir ágangi og ofbeldi útlend- inga. Við veitum þó nauðstödd- um og hjálparþurfa alla aðstoð og fyrirgreiðslu, sem við getum, og virðum enn í verki öll drengi- leg störf. En brezka herstjórnin (á sjón- um hér umhverfis landið), er komin í leiðinda niðurlægingu, að æða með tign sinni og valdi eins og „táningalýður" inn í íslenzka landhelgi, til þess að vernda söku- dólga, er stela úr birgðageymsl- um okkar. Gengisskráning „réttlætisins" í London, gagnvart okkur íslend- ingum, er nú bundin við tíkarleg- an „business" mælikvarða, og aurabrask örfárra manna í Hull og Grimsby. Og réttarreglnabrot og yfirtroðslur á alþjóðavísu, af- sakað virðulega með „misskiln- ingi“. 218 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.