Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Page 3
Sænska flaggskipinu Vasa bjargað Það var hátíðlegt augnablik hjá björgunarsveitinni þegar kafarinn Sven-Olov Nyberg, 23 ára, tilkynnti frá 32 metra dýpi: „Hon har láttat tre, fyra deci- meter!“ Nyberg kafari var fyrsti mað- urinn síðan 1628 sem sá vatn renna undir kjölinn á hinu mikla flaggskipi Gustav II Adolfs Svía- konungs, Vasa, en svo hét þetta skip, var smíðað á tímum þrjátíu ára stríðsins með miklum til- kostnaði. Með því átti að sýna mikilleik og reisn Svía, og þá ekki síst sænska þjóðhöfðingjans. Björgunarmennirnir óttuðust mest að skipið mundi ekki þola áreynsluna þegar því væri lyft upp úr leirnum, en þar var það búið að liggja meir en þrjú hundruð ár, og væri þá allt þeirra erfiði unnið fyrir gýg. En skipið gaf sig ekki, og er nú verið að mjaka því nær landi og á grynnra vatn, þar sem seglfestan verður fyrst tekin úr því og ýmsar aðrar öryggisráðstafanir gerðar áður en því verður endanlega lyft upp á yfirborðið. Og öllum Svíum, sem fylgst höfðu með björgunarstarfinu létti einnig stórlega við þessar fréttir. Þó langt sé enn í land með björg- unina, eru þó miklar líkur til, ef ekkert sérstakt óhapp kemur fyr- ir, að stórkostlegar — minner frán fornstore da’r — eins og Svíar oi’ða það, komi upp á yfir- borðið með þessu, á sínum tíma mikið umtalaða skipi, en örlög þess urðu þau, að það kollsigldi sig á jómfrú-ferð sinni í ágúst- mánuði árið 1628. Ekki er nú meira um annað talað en hinn stórkostlega minja- grip ,,Vasa“, sem þjóðin muni nú eignast. Það muni hafa ómetan- legt aðdráttarafl á ferðaménn frá öllum álfum heims. Það verður einasta skipið frá 17. öld sem til sé í fullri stærð og með rá og reiða. Það er farið að tala um byggingu Vasa-safnhúss, enda er YÍKINGUR þegar búið að bjarga 730 munum úr skipinu af ýmsu tagi, og safna- menn fullyrða jafnvel að þeir geti orðið upp undir 20,000. Skipstr j ónan (Gallionsf igur), sem er ljón útskorið af miklum hagleik, var tekin af skipinu áður en björgun hófst. Var það með öllu óskemmt, jafnvel gyllingin ekki farin af því. Það er nú kunnugt orðið að skipið var skreytt nálega stafna á milli með listaverkum, skornum í tré, af frægustu myndskerum þeirra tíma. Ekkeii; var til spar- að við smíði þessa skips; það var smíðað eftir konungsins fyrir- sögn. Sérfróður maður, próf. Sten Carling, segir um skurðmyndirn- ar frá Vasa: „Það verður stór- kostlegt minjasafn sem við fáum af hafsbotni. Frá fyrri hluta 17. aldar þekkjum við einkumkirkju- lega listmuni, svo sem altaris- skápa og prédikunarstóla. En nú koma allir þessir veraldlegu list- munir fyrir dagsins ljós, og auka á merkilegan hátt þekkingu okk- ar á skreytingu skipa sem smíð- uð voru á þeim tímum. Af þess- um myndum sjáum við að hug- myndir og hetjutákn voru ekki einvörðu sóttar til fortíðarinnar, þær voru líka úr norrænum forn- sögum“. Þetta verður — et pangnumm- er“ — segja Svíamir. Eftir svo sem 3 ár verður allt komið í kring, og miklu stórkostlegra en menn höfðu gert sér vonir um. Tvö þúsund klst. hafa kafar- arnir verið niðri á hafsbotni. Tólf hundruð sinnum hafa þeir staðið á botninum í kringum Vasa og grafið 6 göng undir skip- ið fyrir stálböndin sem því var lyft með. Um 60 manns vinna nú við björgunina; þeir hafa tvö stór flothylki og tvo dráttarbáta til afnota, auk annarra tækja. Þegar „Vasa“ hvolfdi. Blaðamaður frá „Dagens Ny- heter“ hefir reynt að lýsa því þegar slysið varð og stuðst við tiltækar heimildir. Honum farast svo orð: Dag nokkurn í ágústmánuði árið 1628 var allt tilbúið til að láta úr höfn frá Södra Berget. Skipið var þá með nokkurn hlið- halla, en menn gerðu sér ekki grein fyrir ástæðunni fyrir því og var því ekkert aðhafst til úr- bóta. Segl voru nú dregin upp, fyrst pallseglin á framsiglu og síðan á stórsiglu. Því næst fram- segl og síðan aftursegl. Kveðju- skotum var hleypt af. En skipið lét ekki að stjóm. Vindhviða kom niður af Södra Berget og skipið lagði sig mikið. Skipun var gefin um að sleppa skautum pallsegl- anna, en vindurinn var ekki nóg- ur til þess að seglin rynnu. Reynt var að draga fallbyssurnar frá hlé síðunni og upp til kuls, en það tókst ekki. Hliðhallinn jókst, og sjór tók að renna inn um fall- byssuopin. Vasa reisti sig ekki eftir það. Úti við Beckhólmann lagðist skipið alveg á hliðina og sökk á 18 faðma dýpi. Á leiðinni til botns reisti það sig þó við og lagðist á botninn á réttum kili með flöggum og fullum seglum. Gúsaf II Adólf konungur hafði rekið mikið á eftir við smíði þessa mikla skips en hann sté aldrei fæti sínum um borð eftir að smíð- inni lauk. Mestur hluti þess fólks sem tók þátt í fyrsta áfanga þess- arar jómfrúreisu, fórst með skip- inu. Voru það 133 sjómenn, 300 219

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.