Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 5
um algerlega á óvart. Mótstaða
fjöldans hefur verið slík, að full
ástæða hefur verið til þess að
óttast hana. Á fjórða tug aldar-
innar voru íbúar í þorpum nærri
Wevak í Nýju Guineu hvað eftir
annað æstir upp af „svarta kóng-
inum“, spámennirnir lýstu því
yfir, að Evrópumenn myndu
bráðlega fara á brott og eftirláta
eigur sínar innlendum mönnum.
Þeir hvöttu alla fylgismenn sína
til þess að hætta skattgreiðslum,
þar sem stöðvar stjórnarinnar
mynda brátt sökkva í sæ í mikl-
um jarðskjálfta. Þetta tal var
hættulegt hinum örfáu stjóm-
endum héraðsins. Þeir settu því
f jóra af spámönnunum í fangelsi
og ráku þrjá í útlegð. Foringi
einnar tók upp á því að hafa
skrattann fyrir sinn Guð, og lýsti
yfir andstöðu hreyfingarinnar
við trúboð héraðsins.
Hermenn beggja stríðsaðila í
síðari heimsstyrjöldinni, sem
komu til Melanesíu urðu þess
varir, að tilkynnt var um sam-
band komu þeirra þangað við
spádóma Opinberunnarbókarinn-
ar. Þegar bandarísku hermenn-
imir komu til Nýju Hebrideseyja
á leið sinni til hinna blóðugu bar-
daga við Guadalcanal. voru íbú-
arnir í óðaönn að undirbúa flug-
velli, vegi og bryggju handa
töfraskipum og flugvélum, sem
þeir héldu að kæmu frá Rusifel
(Roosevelt), hinum vinveitta
kóngi Ameríku.
Á suðurgöngu sinni til Guadal-
canal urðu Japanir þess vísari að
íbúarnir væntu sér komu þúsund-
áraríkis. Einn minniháttar bar-
dagi styrialdarinnar átti sér stað
í hollenzku Nýju Guineu þegar
Jananir börðust við Papúa ná-
lægt Geelvinkflóa. Fyrst hafði
Janönum verið miög vel fagnað,
ekki vegna áróðurs beirra fyrir
voldugri og velmegandi Austur-
Asíu, heldur vegna þess, að íbú-
arnir töldu komu þeirra vera
fvrirboða um komu annarsheims.
Flótti Hollendinga hafði verið
fyrsta markið. töldu þeir. .Guð-
inn Mausreu. sá sem skapað hafði
eyjamar og íbúa þeirra, myndi
nú koma aftur með þá, sem dáið
höfðu, sér við hlið. Þetta höfðu
Hollendingar vitað, sögðu leiðtog-
ar trúflokkanna, en Hollendingar
höfðu rifið burt fremsta blaðið
úr Biblíunni, þar sem þessi sann-
indi voru skráð. Við endurkomu
Mausreus yrði öllu rækilega snú-
ið við. Hvítir menn yrðu svartir,
en Papúar hvítir. Rótarávextir
myndu vaxa á trjám, en kókós-
hnetur og aðrir ávextir í mold-
inni. Nokkuð af eyjaskeggjum
safnaðist saman í stærri bæjum,
sumir skírðu þorp sín Biblíu-
nöfnum, t. d. Jeríkó og Galileu.
Þá tóku þeir að klæðast her-
mannafötum og halda heræfing-
ar. Japanir, sem nú vom orðnir
mjög óvinsælir, reyndu að dreifa
þeim og afvopna. Við það jókst
mótstaða þeirra. Hámarki náðu
þessir sorglegu atburðir, þegar
nokkrir bátar fullir af æstum
mönnum lögðu frá landi til árása
á japönsku herskipin, í þeirri trú,
að ekkert gæti grandað þeim, því
þeir höfðu slett á sig svonefndu
heilögu vatni. Japanirnir murk-
uðu árásarmennina niður með
skothríð úr vélbyssum.
Á bak við þessa atburði er löng
saga. Árið 1857 höfðu trúboðar
á svæðinu við Geelviukflóa skrif-
að niður sögnina um Mausreu.
Einkennandi fyrir margar goð-
sagnir Melanesa, sem blandast
hafa kristnum kenningum, er að
þær mynda hugsjónagrundvöll
trúarhreyfinganna. Sagan segir
frá gömlum manni, sem uppi var
endur fyrir löngu, hann hét Man-
amakreri (kláðagemsi); líkami
hans var alþakinn sárum. Mana-
makrere þótti pálmavín mjög
gott. Á hverjum degi klifraði
hann upp í stórt tré, til þess að
ná sér í pálmavín úr ávöxtunum.
Brátt varð hann var við að ein-
hver var búinn að koma þar á
undan honum og taka m.jöðinn.
Að síðustu gat hann handsamað
þjófinn, og reyndist hann vera
s.jálf Morgunstjaiman. Til þess
að sleppa gaf hún honum töfra-
sprota ,sem gat framleitt eins
mikið af fiski og honum þóknað-
ist, þar að auki gaf hún honum
töfratré og töfrastaf. Þó Mana-
makeri væri orðinn gamall, kom
hann því til leiðar á yfirnáttúr-
legan hátt að ung stúlka varð
barnshafandi, bai-nið varð undra-
bam, það gat talað þegar það
fæddist. Foreldrar stúlkunnar
fylltust viðbjóði. Þeir ráku stúlk-
una, barnið og gamla manninn á
dyr. Þremenningin sigldi á brott
í bát, sem guðinn Mansreu skap-
aði. Gamli maðurinn hafði breytzt
í Mausreu. Meðan ferðin stóð yf-
ir steig Mansreu inn í eld og
kastaði ellibelgnum. Húðin flagn-
aði af honum og varð að marg-
Víslegum verðmætum. Hann
sigldi nú um Geelvink flóa og
skapaði eyjar, þar sem hann nam
staðar. Síðan reisti hann forfeð-
ur nútíma Papúa upp frá dauð-
um og lét þá búa á eyjunum.
Goðsögnin um Mansreu er
sköpunarsaga sem greinilega er
full af táknrænum hugmyndum
um frjósemi og endurfæðingu.
Samanburður bendir til — eink-
um hin flagnandi húð að gamli
maðurinn sé raun og veru Högg-
ormurinn í dulargerfi. Þeir sem
skrifa um sálgreiningu seg.ja að
hinn mikilvægi þáttur Höggorms-
ins í goðafræði þjóðanna sé af
því að hann sé tákn um frjósemi.
Vel má það vera, en hið táknræna
mikilvægi er þó flóknara. Það er
endurfæðing hetjunnar, hvort
sem hún kallast Mansreu eða
Höggoi*mur sem hefur þetta
töfravald yfir hugum manna alls
staðar í heiminum.
Trúboðar 19. aldar héldu, að
sögnin um Mansreu, sem segir
frá mey.iarfæðingu, upprisu og
endurfæðingu myndi greiða fyrir
útbreiðslu kristinnar trúar. En
árið 1867 var tilkynnt um trúar-
flokk sem byggði á sögninni um
Mansreu.
Þó slíkar goðsagnir væru út-
breiddar í Melanesíu og kunni að
hafa komið af stað einstökum
hreyfingum, þá tóku þær á sig
nýja mynd seint á 19. öld. þegar
Noi'ðurálfu þjóðirnar höfðu lok-
ið við að skipta melaneskum land-
svæðum á milli sín. I mörgum
strandhéruðum hafði hin langa
saga af handtökum innlendra
manna á eyjunni til vinnu á
Framh. á hls. S2I,.
Vf KINGUE
221