Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 8
Melanisía...
Framh. af bls. 221.
plantekrum Ástralíu og Fijieyja
skapað andúð í garð Norðurálfu-
manna. Annars staðar var koma
hinna hvítu manna látin afskipta-
laus, jafnvel tekið með velþókn-
un, hún hafði í för með sér að-
gang að nautakjöti, sígarettum,
skyrtum, olíulömpum, whisky og
hjólhestum, með þeim kom líka
margs konar þekking; þeir komu
með skóla og trúboða. '
Næstum öll fræðsla, sem inn-
lendir menn fengu um líf Norð-
urálfuþjóða, kom frá trúboðun-
um, en þeir lögðu aðal áherzluna
á trúarbrögðin. Melanesar höfðu
þegar þá trú, að öll starfsemi
manna, svo sem garðrækt, sjó-
mennska og barneignir, þyrftu
að styðjast við töfra. Trú án
verka var ekki nóg, og verkin
ekki heldur án trúar. Þetta við-
horf studdu trúboðarnir með
kenningum sínum.
Hinn upphaflegi áhugi fyrir
stjórn Norðurálfumanna varð
fljótlega að engu gerður. Hin ört
vaxandi akuryrkja tæmdi þorpin
að mestu af verkfærum mönnum,
konum; börn og gamalmenni urðu
að sjá um sig sjálf. Hin fagra
hugsjón kristninnar um bræðra-
lag allra manna fölnaði óneitan-
lega all verulega þegar litið var
á viðhorf hvítra manna til lit-
aðra, hinna mörgu trúboðsflokka
sem kepptu hver við annan og
opinskátt trúleysi margra hvítra
manna.
Lengi töldu innlendir menn
trúboð Norðurálfumanna vera
tæki, sem að síðustu myndi færa
þeim varning hvítra manna (Car-
go) upp í hendurnar. En þeir
komust að raun um, að það eitt
að taka kristna trú færði þeim
ekki varninginn; hins vegar
myndu hinir dauðu forfeður gera
það. Fólki sem ekkert þekkti til
verksmiðjuframleiðslu þótti þetta
trúlegt. Hvítir menn unnu ekki,
þeir skrifuðu einungis leyndar-
dómsfull merki á pappírssnepla.
Fyrir þetta voru þeim gefnir
skipsfarmar af varningi. En Mel-
anesar unnu baki brotnu viku
eftir viku fyrir aumlega borgun.
Greinilegt var að varningurinn
hlaut að vera búinn til handa
Melanesum, einhvers staðar, ef
til vill í landi hinna dauðu. Hinir
hvítu menn, sem þekktu leyndar-
málið um vaminginn, hindruðu
það, að hann kæmist í hendur
eyjarskeggja, en til þeirra var
hann þó sendur. Eftir 40 ára sam-
skipti við trúboðana í Medang á
Nýju Guineu, fóru innlendir
menn í hópgnögu, með kröfu um
að þeim yrði sagt leyndarmálið
um varninginn, þar sem þeir
væru nú búnir að sýna mikla
þolinmæði!
Trú þeirra á, að til sé leyndar-
mál varðandi varning Norður-
álfumanna er sterk. Trúflokkam-
ir telja, að leynilegir helgisiðir
séu lykillinn að hinu óhemju
mikla valdi,sem Norðurálfumenn
hafa yfir mönnum og vamingi.
Þessum meintu siðum þeirra
reyna þeir að líkja eftir. Hinir
trúuðu sitja umhverfis borð með
blómsturpotta fyrir framan sig,
klæddir fötum hvítra manna.
Þannig bíða þeir og vona að
vamingsskip eða flugvél komi í
ljós. Aðrir flokkar fást við leynd-
ardómsfulla skrift á töfrapapp-
írsmiða. Margir snúa baki við
fortíðinni og eyðileggja helga
muni eða skilja þá eftir, þar sem
unglingar og konur geta horft á
þá, aðeins að líta á slíka hluti
varðaði áður þungri refsingu,
j afnvel dauða. Trú þeirra, að þeir
væru sérstaklega útvaldir menn,
styrktist við lestur Biblíunnar,
því líf og venjur manna Gamla
Testamentisins líktist þeirra eig-
in fremur en Norðurálfumanna.
I Nýja Testamentinu voru spá-
dómar Opinberunarbókarinnar
um eyðileggingu og upprisu frá
dauðum sérstaklega aðlaðandi.
Trúboðar sem leggja áherzlu á
yfirvofandi komu endurlausnara
eru oft sakaðir um að örva til
myndunar safnaðar, sem vænta
sér þúsundáraríkis. Sannleikur-
inn er sá að Melanesar sjálfir
hagræða kenningum trúboðanna,
og velja það úr Biblíunni, sem
þeir telja sér henta. Slíkar hreyf-
ingar hafa myndazt í héruðum,
þar sem ólík trúboð hafa starfað
allt frá Rómversk kaþólsku trú-
boði til Aðventista. Ástæðan fyr-
ir myndun þessara trúflokka
liggur auðvitað miklu dýpra í
lífsreynslu fólksins.
Efnahagsástand flestra eyj-
anna er mjög á eftir tímanum.
Akuryrkja innlendra manna gef-
ur lítið af sér af heimsmarkaðs-
vörum, jafnvel akrar og námur
Norðurálfumanna gefa af sér
fábreytt hráefni. Helzt þeiira eru
kopar, gúmmí og gull. Melanesar
skilja ekki, hvers vegna verðið á
einu tonni af kopra er stundum
30 pund en stundum aðeins 5
pund. Innlendir menn vita ekk-
ert um heimsmarkað, en reka sig
á óræktaða akra, minnkuð laun
og atvinnuleysi. Þeir hafa til-
hneigingu til að kenna duttlung-
um og illsku einstaka atvinnurek-
anda um öryggisleysi sitt.
Fleira hefur valdið áföllum en
atvinnuástandið. Stjómarvöld
hafa komið og farið, sérstaklega
í tveimur heimsstyrjöldum. Þýzk,
hollenzk, brezk og frönsk stjórn-
arvöld hurfu á einni nóttu. Síðan
komu Japanir, en voru flæmdir
burt af Bandaríkjamönnum, sem
áður voru þarna óþekktir. Meðal
Bandaríkjamanna sáu Melanesar
negra, sem líktust þeim sjálfum.
Þeir lifðu í munaði á jafnréttis-
grundvelli við hina hvítu menn.
Leiðtogar margra vamings-trú-
arflokkanna töldu spádómana
vera að rætast. Ekki má gleyma,
hversu stórfelld innrásin var. Um
það bil ein milljón bandarískra
hermanna fóru um Admiraleyj-
arnar og yfirskyggðu algerlega
hina innlendu menn. Allt var
fullt af tilgangslausum, mglings-
legum breytingum. Nýjar hug-
myndir bárust til eyjanna, og var
þeim hagrætt á ýmsan hátt. Ibú-
ar Loyaltyeyjanna vonuðu að
franski kommúnistaflokkurinn
myndi færa þeim þúsundáraríkið.
Engar sannanir eru fyrir áhrif-
um kommúnista á trúarflokkana.
Þrátt fyrir fullyrðingu plant-
ekrumanna á Salomonseyjum,
sem segja að nafn hinnar inn-
VÍKINGUR
224