Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 9
lendu Masinga reglu sé dregið af
orðinu. Marxisti. Orðið er tekið
úr tungumáli eyjarskeggja og
þýðir bræðralag .
Norðurálfumenn, sem verið
hafa viðstaddir, þegar órói af
völdum varnings-trúarmanna
hefur brotist út, skilja venjulega
ekki, hvernig á þessu getur stað-
ið. Eyjarskeggjar fleygja frá sér
öllum peningum, brjóta helga
hluti, yfirgefa garðlönd sín og
drepa hinn dýrmæta búpening,
þeir sökkva sér niður í lausbeizl-
að kynlíf, eða þá þeir aðskilja
stranglega menn og konur.
Stundum sitja þeir og stara dög-
um saman út í sjóndeildarhring-
inn til þess að reyna að koma
auga á langþráð skip eða flugvél.
Stundum dansa þeir, syngja og
biðjast fyrir í stórhópum, gagn-
teknir og talandi tungum.
Menn, sem séð hafa þetta
háttalag varnings-trúarflokk-
anna, hafa ekki hikað við að lýsa
þeim sem brjálæðingum. En þetta
eru alveg rökrétt viðbrögð mann-
anna við þjóðfélagsskipun, sem
þeim virðist vera tilgangslaus og
ruglingsleg.
Þegar litið er á vanþekkingu
Melanesa á þjóðum Evhópu,
efnahagsskipulagi þeirra, hárri
þróun í iðnaði og tækni, þá verða
viðbrögð þeirra skiljanleg. 1
þeim felast allar þeirra vonir og
óskir eftir því bezta sem þeir
finna í kristinni trú og sinni eig-
in. Ef heimsendir er yfirvofandi,
þá er óþarfi að hugsa um garð-
rækt og fiskveiðar, allar þarfir
manna verða þá uppfylltar. Ef
Melanesar eru hluti af miklu
stærri heild, þá má afnema regl-
ur þeirra um félagslega hegðun,
þær hafa misst gildi sitt.
Vitanlega kemur vamingurinn
aldrei til þeirra, en flokkarnir
halda samt áfram að vera til. Þar
sem þúsundáraríkið kemur ekki
á áætlun, þá hafa töfrarnir ef
til vill bilað einhvers staðár, eða
villa hefur einhvers staðar verið
í trúarbrögðunum. Nýir hópar
taka sig út úr og mynda nýjan
söfnuð á grundvelli hreinni trúar
og helgisiða. Flokkurinn hættir
ekki að vera til á meðan þjóðfé-
VÍKINGUR
lagsástandið sem skapaði hann
er til.
1 þessu sambandi er rétt að at-
huga, að flokkar af svipaðri teg-
und eru ekkert sérstakt fyrir-
brigði í Melanesíu; menn, sem
telja sig vera kúgaða og blekkta
hafa alltaf verið tilbúnir til að
blanda vonum sínum, ótta, eftir-
löngunum og fyrirætlunum, sem
ekki hafa gengið að óskum, sam-
an við drauma um komu þúsund-
áraríkis eða nýja gullöld. Allir
hlutar heims hafa fengið reynslu
af hliðstæðum vamings-trúar-
flokkanna. Allt frá draugadöns-
unum Indíána í Ameríku til dýr-
lingastjórnar sæluríkis sameign-
armanna í Miinster á Siðaskipta-
tímanum, frá flokkum í Evrópu,
sem túlkuðu Opinberunarbókina
á miðöldunum til töframanna í
Afríku og afbrigðilegra, kín-
verskra Búddista. Stundum hafa
menn sætt sig við að bíða og
biðja, en stundum hafa þeir reynt
að nota hendurnar, í þeim til-
gangi að létta undir með skapar-
anum og flýta verkum hans. Allt-
af hafa trúflokkar þessir orðið
til þess að sameina sundurleita
og dreifða hópa fólks í sveit og
bæjum. Þar sem heildarstjórn
hefur ekki ríkt, hafa þeir samein-
að fólk í fjandsamlegum þorpum
og ættflokkum í stærri stjórn-
málalegar og trúarlegar heildir.
Um leið og áhugi þessara
manna vaknar fyrir veraldlegum
málefnum minnkar óróinn. Koma
Messíasar verður þá ekki eins yf-
irvofandi. I Melanesíu eru inn-
lendir menn nú farnir að snúa
sér til stjórnmálafélaga, verka-
lýðsfélaga og annarra inlendra
stofnana með áhugamál sín. Á
síðari árum hefur stöðug velmeg-
un og jafnvægi í stjórnmálum
sorfið sárasta broddinn af ör-
væntingu manna. Nú er ekki lík-
legt að öflugar hreyfingar varn-
ingstrúarmanna muni rísa upp á
svæðum, þar sem áhugi manna
hefur beinzt að veraldlegum mál-
um. Ég lít svo á, að sá vísir að
þjóðernisstefnu, sem varnings-
trúarflokkarnir voru fulltrúar
fyrir muni í framtíðinni líkjast
því sem kunnugt er í sögu ann-
arra þjóða, sem hafa hætt að
hafa lífsframfæri sitt af land-
búnaði eingöngu og hafa gerzt
þátttakendur í viðskiptalífi
heimsins.
(Höfundur: Peter N. Worsley
í Scientific American, Maí
1959).
Grímur Þorkelsson.
4*«''
Hvalurinn er stærsta skepna jarðarinnar. Hér er mynd af nokkrum þeim stærstu.
Litla krílið út frá mælikvarðanum er maður í eðlilegri hlutfallsstærð.
225