Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 10
Andrés Guðjónsson, vélaverkfræðingur Olíuraiinsókiiir Við rannsókn notaðrar smurn- ingsolíu eru eftirfarandi atriði mikilvæg: 1. Eðlisþyngd (specific grav- ity). 2. Seigja (viscosity). 3. Blossamark (flash point). 4. Vatn, óhreinindi og þynn- ing (Water, sediment and dilution). 5. Sýrutala (neutralization number). 1. Eðlisþyngd. Eðlisþyngdin er mæld með vökvavog, sem látin er fljóta í þeirri olíu er mæla á. Vegna hitaþenslu verður að taka til greina það hitastig, sem olían hefur þegar hún er mæld. Venjulegast er að mæla við ló°C og 60°F. 2. Seigja. Seigja er mæli- kvarði á innri spennu olíunnar eða núningsviðnámi og minnkar við aukinn hita. Það verður því ávalt að taka fram, við hvaða hitastig mælt er. Til að ákveða seigjuna eru not- aðir seigjumælar. Þeir eru tæki til að ákveða, hve lengi olían er að renna út um gat, er hefur á- kveðna stærð. Eftirfarandi ein- ingar eru notaðar: Englerstig (E°) Redwood sekúndur (R) Saybolt universal sekúndur (S.U.S.) Kinematisk seigja í centistoke (cSt) Englerstig. Englerstig er hlutfallið á milli rennslis olíu og vatns, t. d. ef olían er 2 E° er hún helmingi þykkari en vatn. Þessi mælieining er þýzk að uppruna og er mest notuð á Norð- urlöndum og í Þýzkalandi. Redwood sek. Til eru tveir mælar og eru kallaðir R. I. ætl- aður fyrir þunnar olíur og R. II. ætlaður fyrir þykkar olíur. Þeir eru svipaðir að gerð, olían frá R. II. rennur hérumbil 10 sinnum hraðar frá honum en olían renn- ur frá R. I. , Redwood sek. er sá tími er tek- ur 503cm af olíu við ákveðið hita- stig, að renna frá mælinum, þessi tími er mældur í sekúndum. Þessi mælieining er ensk að uppruna og mest notuð í Eng- landi. Nemendur í Vélstjóraskólanum við efnagreiningu olíu í kennslustund. Saybolt universal sek. Þessi mælieining grundvallast alveg á því sama og Redwood einingin. S.U.S. er sá tími er tekur 603cm af olíunni við ákveðið hitastig að renna frá mælinum. Þessi mælieining er amerísk að uppruna og mest notuð í Banda- ríkjunum. Kinematislc seigja. Við á- kvörðun á Kinematiskri seigju er gengið út frá hinni raunveru- legu dynamiskri seigja, en hún er sú orka mæld í dyn er þarf til að hreyfa 1 cm2 stóran flöt fram hjá öðrum jafnstórum fleti með 1 cm/sek. hraða, ef 1 cm þykkt lag af olíunni er mæla á, er milli flatanna. Kinematiska seigjan er hlut- fallið á milli dynamisku seigjunn- ar og eðlisþyngdar vökvans og er einingin kölluð stoke (1 stoke— 100 centistoke). Kinematisk seigja = Dynamisk seigja " Eðlisþyngd 3. Blossamark. Blossamark er það hitastig, sem oiían þarf að hafa, til þess að á yfirborði henn- ar myndist eimur, sem hægt er að kveikja í, þó þannig, að ein- ungis kemur flöktandi logi, sem slökknar aftur. Blossamarkið er mælt í opnum eða lokuðum bolla. Tækið með opna bollanum er kallað Cleve- lands og blossamark fundið með því oft skammstafað o. c. (open cup). Tækið með lokaða bollanum er kallað Pensky-Martin og blossamark fundið með því skammstafað P. M. (c. c. closed cup). Blossamark í opnum bolla er alltaf hærra en blassamark í lok- uðum bolla. Stundum er bruna- mark olíu fundið, en það er það hitastig er olían þarf að hafa til að brenna með stöðugum áfram- haldandi loga í minnst 5 sek. ef í henni er kveikt. Brunamarkið er venjulega 20 —40°C hærra en blossamarkið. 4. Vatn óhreinindi og þynn- ing. Vatn í olíu er fundið með skilvindu eða eimingu, ef vatn finnst, er það einnig rannsakað og mælt, m. a. pH gildi þess VÍKINGUR 226

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.