Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 12
Afstæðiskenningin og gerfitunglin Fyrirbæri hinnar almennu af- stæðiskenningar er erfitt eða jafnvel ómögulegt að mæla. — Gerfitunglin kunna að opna nýj- ar leiðir til að sannreyna kenn- inguna með athugunum. Því miður gengur ekkert tungl umhverfis jörðina rétt utan við gufuhvolfið, sagði Albert Ein- stein eitt sinn árið 1918 og leit upp í næturhimininn um leið og hann lauk viðræðum við hinn unga, austurríska eðlisfræðing Hans Thirrings. Eðlisfræðingar voru þá nýbyrjaðir að fást við hina almennu afstæðiskenningu. Thirring og landi hans, Josef Leuse, höfðu þá nýlega dregið nýja ályktun af kenningunni, og var mikill áhugi fyrir því að sannreyna hana með athugunum. Austurrísku eðlisfræðingarnir tveir sýndu fram á, að möndul- snúningur hnattar, t .d. sólar eða reikistjörnu, ætti að valda hæg- um snúningi á braut fylgihnatt- ar. Þessu hafði lögmál Newtons ekki gert ráð fyrir. Þessara á- hrifa myndi gæta mest væri fylgihnöttur í lítilli fjarlægð. Því miður er engin reikistjarnanna svo nærri sólinni, að mælanlegra áhrifa gæti á skemmri tíma en nokkrum árþúsundum. Þar sem tunglbrautin er auk þess svo fjarri jörðu, að áhrifa á hana gættr ekki svo séð verði innan skynsamlegra tímamarka, voru lítil líkindi til, að kenning þeirra Thirrings og Leuse gæti orðið grundvöllur að athugunum til sannprófunar á hinni almennu afstæðiskenningu. Nú er svo komið, að nokkur gerfitungl hringsóla umhverfis jörðina í ytri loftlögunum. Með athugunum í sambandi við þau hafa fengizt dýrmætar upplýs- ingar um geimgeisla og geislun frá sólínni. Áður en mjög langur tími líður kann að verða hægt að gera árangursríkar tilraunir með gerfitunglum til sannprófunar á hinni almennu afstæðiskenningu. Einmitt þegar ég stakk upp á tilraunum eftir þessum leiðum, mundi Thirring eftir því, sem Einstein hafði sagt fyrir 40 ár- um. Hin almenna afstæðiskenning, sem Einstein gaf út árið 1916, gegnir dálítið einkennilegu hlut- verki í vísindum nútímans. Kenn- ingin nær yfir lögmál Newtons um aðdráttaraflið, útvíkkar hina sérstæðu afstæðiskenningu Ein- steins, sem út kom 1915, og inn- leiðir aðdráttaraflsvið. 1 eðli sínu er hin almenna afstæðiskenning frábær að dýpt og speki og hefur haft mikil áhrif á þróun í eðlis- fræði, rúmfræði og geimfræði. Þrátt fyrir þetta þurfa verkfræð- ingar aldrei að reikna með henni, en eðlisfræðingar og stjörnufræð- ingar mjög sjaldan. Kenningin er sérkennileg í öðru tilliti. Kenn- ingar í eðlisfræði, sem fram hafa komið á þessari öld, haf a yfirleitt verið reyndar með athugunum skömmu síðar. Þar á móti hefur hin almenna afstæðiskenning ekki enn verið sannreynd, svo viðunandi sé, svo víðtæk er hún, að einungis fá fyrirbæri hennar eru mælanleg í tíma og rúmi sem mannleg reynzla nær yfir. Vissu- lega efast fáir um sannleiksgildi kenningarinnar. En saga eðlis- fræðinnar er stráð kenningum, er taldar voru öruggar, en reyndust falskar. Kenningu, sem er jafn- mikil undirstaða í vísindum nú- tímans og hin almenna afstæðis- kenning er, verður að sanna svo vel, að hægt sé að byggja á henni hiklaust frekari þróun í geim- fræði og öðrum greinum eðlis- fræðinnar. Einstein sjálfur stakk upp á þremur mikilvægum að- ferðum til þess að reyna kenn- inguna. Tvær þeirra eru um á- hrif aðdráttaraflsins á ljósið. Hinar frægu jöfnur sérstæðu afstæðiskenningarinnar, E=mc2 sem kveða á um jafngildi efnis og orku, segja okkur að efni sé í ljósinu. Ljósið hlýtur þá að verða fyrir áhrifum frá öðru efni. Á- hrifin eru þó svo örlítil, að ekki er hægt að mæla þau nema í sam- bandi við mikið efnismagn, svo sem sólina. Útreikningar sýna, að ljósgeisli, sem fer þétt við sólina, á að bogna um 1,75 boga sekúnd- ur. Þetta jafngildir horni, þar sem eldspýtustokkur er öndverð- hlið í þriggja mílna fjarlægð. Þessar hámákvæmu mælingar er hægt að gera með nútíma stjörnutækjum. Fræðilega nægir að bera saman stað stjörnunnar þegar sólin er þétt við hana á himninum við stað hennar þegar sólin er annars staðar. Vegna hinnar sterku birtu frá sólinni verður aðal athugunin að gerast þegar alger sólmyrkvi er. Fyrsta tækifærið gafst, þegar sólmyrkvi var 1919. Ljósmyndir, sem þá voru teknar, staðfestu að mestu kenningu Einsteins og vöktu heims athygli. Síðan 1919 hefur fyrirbærið verið athugað aðeins sjö sinnum. Mælingar af fráviks- horni Ijóssins eru að meðaltali 1,98 boga sekúndur og munar 10 til 15 prósentum miðað við kenn- inguna. Samkvæmt kenningunni fer beygja eða frávikshorn ljóss- ins eftir því, hve nærri það fer framhjá sólinni. Þennan spádóm þarf þó að sannreyna með alveg sérstaklega hárnákvæmum tækj- um, og hefur það ekki verið gert. Önnur áhrif aðdráttaraflsins á ljósið, sem Einstein leiddi af hinni almennu afstæðiskenningu, er hin svonefnda tilfærzla til rauðara ljóss (red shift). Ljós- eind (photon), sem fer frá yfir- borði stjörnu, tapar orku við það að vinna á móti aðdráttarafli stjörnunnar. Orkuaflið lýsir sér í lægri tíðni og aukinni öldu- lengd. Línurnar í litrófi sólar eru færðar til rauðara ljóss. Þess ber þó að geta, að þegar ljósið nálg- ast efnismikinn hnött, þá safnar það orku og litrófslínumar fær- ast í mótsetta átt til fjólublás ljóss. Sólarljósið, sem kemur til jarð- ar, færist til rauðara ljóss vegna aðdráttarafls sólar og einnig til fjólublás ljóss, en minna vegna VÍKINGUR 228

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.