Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 14
En samkvæmt hinni almennu af- stæðiskenningu verkar snúnings- hraði móðurhnattar um möndul sinn til breytinga á öfl þau, sem verka á fylgihnött. 1 framhaldi af því, sem áður var sagt til sam- anburðar við rafmagnsfræðina, myndar hlaðinn hnöttur í kyrr- stöðu aðeins rafsvið, en hnöttur, sem snýst, myndar auk þess seg- ulsvið og fer styrkleiki þess eftir snúningsraða hnattarins. Slíkt segulsvið verkar á hleðslu, sem hreyfist með afli, sem fer eftir hlutfallinu milli hraða hleðslunn- ar og hraða ljóssins. Samkvæmt hinni almennu afstæðiskenningu á hliðstætt aðdráttarafl, sem myndast við snúning sólar að valda viðbótar tilfærslu á sólnánd reikistjarnanna. Jafnvel þegar um Merkúríus er að ræða veldur þessi fræðilega aukning aðeins 0,01 sekúndu á einni öld. Hinn mikli snúnings- hraði Júpiters og Satúrnuss ætti að hafa miklu meiri áhrif á hin nálægari tungl þeirra, en því miður vitum við ekki um hreyf- ingar þeirra með nægilega mik- illi nákvæmni til þess að hægt sé að mæla áhrifin. Tungl jarðar er svo langt í burtu, að áhrifa á það frá snúningi jarðarinnar gætir ekki mikið. Hin fræðilega tilfærsla á braut þess er aðeins 0,06 sekúndur á öld. Hring- skekkja tunglbrautarinnar er svo lítil, að þessi litla tilfærsla er hulin. Heildarútkoman er, að ekki er hægt að láta sér nægja þau tæki- færi, sem náttúran lætur í té til sannprófunar á hinni almennu afstæðiskenningu. Þau hafa ver- ið til styrktai’, en aðeins á vissan hátt. Mælingar af beygju ljóssins af völdum aðdráttaraflsins stað- festa kenninguna með nákvæmni, sem á vantar að minnsta kosti 10 prósent. Breytinga á tíðni Ijóssins hefur orðið vart, en þær hafa ekki verið mældar. Tilfærsla á sólnánd reikistjarnanna, sem tileinkanleg og er snúningshraði þeirra, hefur komið í ljós, en að- eins í sambandi við Merkúríus hafa mikilvægar mælingar verið mögulegar. Sú viðbótartilfærsla, sem tileinkanleg er snúningi sól- ar er of lítil til að mæla eða at- huga. Á næstu áratugum verður á- reiðanlega hægt að gera stjörnu- fræðilegar athuganir, sem munu færa okkur öruggari upplýsingar um hreyfingar reikistjarnanna og fylgihnatta þeirra. Fullkomn- ari og fágaðri tækni kann á end- anum að gera nákvæma mæling- ar mögulegar af beygju ljóssins af völdum aðdráttaraflsins og breytinga á tíðni þess. Saga vís- indanna sýnir þó að hraðar fram- farir hafa oftar orðið vegna nýrra aðferða, sem teknar voru upp, heldur en endurbóta á gömlum. Gerfitungl jarðar bjóða æinmitt upp á nýja aðferð til þess að sannreyna hina almennu af- stæðiskenningu. Gerfitungl gengur í kringum jörðina éftir sporbaugslagabraut líkt og reikistjörnurnar í kring- um sólina. Jarðnánd á þessari braut — þar sem gerfitunglið kemst næst jörðinni, ætti þess vegna að færast til eins og sól- nánd reikistjörnu gerir. Þar sem aðdráttarafl jarðar er miklu minna en sólar, þá snýst gerfi- tungl, jafnvel þó það sé nærri jörðu, hægara eftir braut sinni en jörðin í kringum sólina. Og jarðnándar breytingin verður vissulega mjög lítil eða svo sem eitt prósent af sólnándar breyt- ingu Merkúríuss, en miðað við tiltekna tímalengd verður útkom- an hagstæðari. Merkúríus er 88 daga að fara eina umferð um sólina, en gerfi- tungl, sem ekki er mjög hátt á lofti, getur farið í kringum jörð- ina á hálfum öðrum tíma. Á einni öld mun jarðnánd gerfitunglsins færast til um þriðja part úr gráðu, 30 sinnum meira en sól- nándar færsla Merkúríuss. Hægt er að láta hringskekkju gerfi- tungls vera meiri en Merkúríuss. Þess vegna er hægt að staðsetja jarðnándina með miklu meiri ná- kvæmni, og hefur jafnvel þau á- hrif að auka tilfærsluna lítillega. Loks er hægt að mæla tilfærsluna með meiri nákvæmni, því hægt er að fylgjast með gerfitungli, bæði í radíó- og sjóntækjum. Mið- að við nákvæmni kunna eins árs athuganir á gerfitungli ef til vill að jafngilda heillar aldar athug- unum á Merkúríusi. Hins vegar er túlkun slíkra at- hugana talsvert flóknari í sam- bandi við gerfitungl en reiki- stjömu. Brautir beggja verða fyrir miklum truflunum og eru sumar þeirra miklu meiri en koma en hinni almennu afstæð- iskenningu við. Þegar um Mer- kúríus er að ræða, er tiltölulega auðvelt að sundurgreina truflan- imar vegna þess, að efnismagn og hreyfingar annara hnatta í sólkerfinu, sem valda þeim, eru kunnar. Tunglið veldur líka trufl- unum á braut gerfitungls. Auð- velt er að leiðrétta fyrir þeim, því upplýsingar um tunglið eru örugglega fyrir hendi. En braut gerfitungls verður líka fyrir truflandi áhrifum af óreglu á lögun jarðar og þéttleika. Gufu- hvolfið seinkar gerfitungli þó hæð þess frá jörðu sé nokkur hundruð mílur. Tiltölulega lítið er ennþá vitað um mikilvægi þessara atriða. Sú vitneskja, sem fyrir liggur, hefur mestmegnis fengizt með athugunum á þeim fáu gerfitunglum .sem skotið hefur verið á loft. Hvenær tekizt hefur að afla nauðsynlegra upp- lýsinga og hversu erfitt kann að reynast að einangra og mæla hin afstæðu áhrif, er enn ekki komið á daginn. En möguleikinn er til. Til þess að mæla viðbótar til- færslu á braut fylgihnattar, sem orsakast af snúningimóðurhnatt- ar, ætti að vera hægt að nota gerfitungl. Einmitt svona tilraun falaði Einstein um að þyrfti að gera fyrir 40 árum. Áhrifin af snúningi sólar á reikistjörnurnar eru of lítil til þess að greind verði. Hins vegar er möndul- snúningur jarðar 25 sinnum hraðari en sólar. Vegna þess og einnig hins ,hve gerfitunglin eru nálægt jörðu, er hægt að búast við 5000 sinnum meiri snúnings- hraðaáhrifum á þau. Þegar gerfi- tungl er í lítilli hæð koma þessi áhrif að nema allt að 50 boga- sekúndum á einni öld. En það er Vf KINGUR 230

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.