Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Qupperneq 15
eins mikið og öll afstæðis áhrif á Merkúríus. Með gerfitunglum kann einnig að verða hægt að gera nákvæmar mælingar af breytingum í tíðni Ijóssins af völdum aðdráttarafls- ins. Ljós frá gerfitungli vex í tíðni. Það færist til fjólublás Ijóss, þegar það „dettur" til jarð- ar. Þá safnar það orku vegna hraðaaukningar, sem aðdráttar- aflið veldur. Tilraunin útheimtir því gerfitungl í sem mestri hæð en ekki lítilli. Vegna þess að að- dráttaraflssvið jarðar er miklu veikara en sólar. Verður færsla hliðstæðri færslu til rauðara ljóss í ljósi frá sólinni. Þar sem við getum ekki ,eins og er, mælt svo örlitlar breytingar á öldum til fjólublás ljóss aðeins 0,03 af ljóssins, þá er ekki gott útlit fyr- ir árangur. En þess ber að gæta, að radíóöldur verða líka fyrir tíðnibreytingum af völdum að- dráttaraflsins, og þær kunna að gera mögulegar tilraunir sem bera árangur. Atóm eða sam- eindatíðnimælar ná rétt aðeins þessari nákvæmu færslu, sem ætti að nema sjö tíubilljónustu (7x10—10) af gefinni öldulengd þegar um er að ræða nægilega fjarlægt gerfitungli. Líka má nota klukku í gerfi- tungl. Vegna færslanna til fjólu- blás ljóss mun sú klukka flýta sér miðað við klukku á jörðinni. í mjögfjarlægu gerfitungli yrði tímarnunur klukknanna aðeins 0,02 sekúndur á ári. Þessa örlitlu mælingu er hægt að gera á full- nægjandi hátt. Eftir því sem gerfitungl er nær jörðu er breytingin á tíðni af völdum aðdráttaraflsins minni og lendir saman við tíðnibreyt- ingar, sem orsakast af hreyfingu gerfitunglsins. Aðallega eru það þó Doppler áhrif, þau hækka eða lækka tíðnina eftir því, hvort gerfitunglið hreyfist í átt til eða frá athuganda. Til þess að losna við þessi áhrif er hægt að gera athuganir ,þegar það hreyfist lóðrétt á athugunarlínuna, þá hvorki nálgast það né fjarlægist. Hinn mikli hraði gerfitunglsins veldur líka öðrum Dopplers á- Vf KIN GUR hrifum, eins og hin sérstaka af- stæðiskenning segir. Þau lýsa sér í því að klukka, sem er á hreyf- ingu, seinkar sér miðað við kyrr- stæða klukku. Þetta er undir- staðan undir hinu einkennilega klukku fyrirbæri (clock pandox), sem gefur geimferðamönnum fyrirheit um að eldast ekki eins fljótt og samtíðarmenn þeirra á jörðu niðri. Ekki þarf að skjóta á loft gerfitungli til þess að sanna þessa kenningu, hún hefur eþgar fengið staðfestingu með áreiðan- legum tilraunum. Hraðfara atom agnir (mesonur) eru langlífari en kyrrstæðar. Seinkun klukkunnar í gerfi- tungli verður a ðreikna með í sambandi við áhrif þau, sem hin almenna afstæðiskenning gerir ráð fyrir. Þar sem klukkan seink- ar sér við aukinn hraða og hraði gerfitungls vex við nálægð jarð- ar, verða áhrif klukkufyrirbæris- ins mótsett við tíðnibreytingar af völdum aðdráttaraflsins, sem vaxa við aukna fjarlægð frá jörðu. I 2000 mílna fjarlægð frá jörðu eru áhrifin jöfn. Þar geng- ur gerfitunglsklukka nákvæm- lega eins og klukka á jörðinni. Gerfitunglsklukka í minni hæð seinkar sér miðað við klukku á jörðinni ,ef gerfitunglið er mjög nærri jörðu verður munurinn 0,01 sekúndur á ári. Eins og sakir standa er hægt að mæla tímann með nægilega mikilli nákvæmni til þess að að- greina þessi gagnstæðu áhrif, en aðeins með útbúnaði, sem bæði er viðkvæmur og fyrirferðarmik- ill. Smíði nákvæmrar atómklukku sem er nógu lítil til notao í gerfi- tungli og nógu sterk til þess að bola álagið, sem loftskot hefur í för með sér, verða auðsjáanlega erfið teikni- og verkfræðileg vandamál. Auðveldara kann að revnast að mæla tíðnibreytingar af völdum aðdráttaraflsins á jörðu niðri. Merki frá senditæki uppi á fjlli ,þremur mílum ofar en móttökutæki, mun geta sýnt tíðnibreytingu sem nemur einum hundraðasta af þeirri breytingu, sem hægt er að athuga með gerfi- tungli. Enn eru engin tæki til — Ég læri víst aldrei að skilja þig. í gærkvöldi varstu fjörug’astur meðal gestanna. * -—• Pabbi var fljótur að hlaupa þeg- ar hann var ungur. —• Ég veit það; ég var í stríðinu með honum. sem geta mælt svo litla breytingu í tíðni. Tækni sem þarf til gerfi- tunglstilraunanna eru heldur ekki til. Er ekki gott að segja hvor tilraunin verður gerð fyrst. Smæð þeirra áhrifa allra, sem koma til greina við tilraunir til sannprófunar á hinni almennu afstæðiskenningu, varpar ef til vill nokkrum vafa á mikilvægi sjálfrar kenningarinnar og á gagnsemi þeirrar fyrirhafnar, sem tilraunirnar útheimta. Ég vil þess vegna leggja áherzlu á, að gagnsemi kennigarinnar er egan veginn hægt að miða við magn neinna áhrifa, allra sízt þeirra, sem hægt er að athuga innan sólkerfisins. Ljósið er að- eins átta mínútur á leiðinni frá sólinni til jarðar. En méð stærsta stjörnukíki í heimi, sem er á Pal- omarfjalli, er hægt að athuga vetrarbrautir, sem eru í billjón liósára fjarlægð. Smæð þeirra á- hrifa, sem almenna afstæðis- kenningin f jallar um innan okk- ar litla sólkerfis, mega aldrei verða til þess, að við vanmetum hana við rannsóknir á alheimin- um. (Höfundur: V. L. Ginsburg í Scientific American, Maí ’59). Grímur Þorkelsson. 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.