Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Qupperneq 16
Japan: Japanir hafa samlð
um kvóta fyrir 85.000 metrio
tonn af laxi fyrir árið 1959, sem
veiddur er af móðursklpum
þeirra, og samþykkt af N V
Kyrrahafs flskveiðinefndinni.
Japanir féllust á þennan kvóta
eftir langvarandi samninga við
Rússa, sem vildu halda þeim í
50.000 tonnum, en Japanir byrj-
uðu með kröfu um 165.000 tonn.
Fulltrúar Alaska á Banda-
ríkjaþingi vilja leggja bann við
innflutningi á laxi frá Japan,
veiddum á N-Kyrrahafi. Þeir
óttast ofveiði af þeirra hendi.
Þá er búizt við að kónga-
krabbaveiði Japana nemi í ár
420.000 kössum af niðursoðnum
og pökkuðum fiski. Af því selj-
ast um 70 þús. kassar á heima-
markaði, brezká heimsveldið
kaupir 100 þús., 200 þús. fara
til Bandarlkjanna, og 50 þús.
kassar til annarra landa.
í janúar s.l. fluttu Svíar inn
um 500 tonn af fiskúrgangi
handa minkabúum sinum. (Þeir
leika ekki lausum hala( þar,
minnkamir!)
W -----------!----------------
Holland: Nýlega hafa hol-
lenzkir froskmenn gert neðan-
sjávarathuganir á fiski úti fyrir
ströndum Hollands, sem byrjun-
arstig á víðtækari rannsóknum,
og hafa þær gefið þýðingarmik-
inn og óvæntan árangur. Hol-
lenzka fiskirannsóknastofnunin
skipulagði þessar athuganir, sem
voru framkvæmdar af meðlim-
um köfunarklúbbsins í Amster-
dam, og var ein af niðurstöðun-
um sú, að í ljós kom, að % af
veiðinni slapp úr trollinu á með-
an það var dregið úr botni. At-
huganimar voru gerðar á 50—
60 feta dýpi og var skyggni 9 til
18 fet. Froskmennirnir voru
undrandi yfir að sjá, að flat-
fiskurinn hreyfði sig ekki fyrr
en netið átti eftir um 8 tommur
að honum, en þá synti hann
beint upp til undankomu. Það
tók ekki nema 30—40 sekúndur.
Önnur niðurstaða fékkst, en það
var að þegar fiskurinn var los-
aður úr netinu, þá var hann
ekkert lamaður, eins og haldið
var.
Þessari hlið rannsókna verður
haldið áfram og þær auknar.
Sérstaklega þjálfaðir menn
munu leysa áhugamennina af
hólmi, og þeir munu verða út-
búnir neðansjávarmyndavélum.
FA R MENNSKA
FISKVEIÐAR
Portúgal: Níðursuðufyrirtæki
í Portúgal em þeirrar skoðunar
að sameiginlegi Evrópumarkað-
urinn kunni að verða mjög ó-
hagstæður fyrir þau, sérstaklega
ef Marokkó yrði þar þátttakandl.
Þar muni verða um mjög harða
samkeppni að ræða, sérstaklega
vegna þess, að um stóraukinn
innflutning hefir verið að ræða
þaðan til Frakklands.
Hin 6 sameiginlegu markaðs-
lönd kaupa nú 50—60% af allri
sardínu niðursuðu Portúgala, og
ef sá markaður tapaðist til Mar-
okkó, myndi það hafa mjög al-
varlegar afleiðingax fyrir þenn-
an iðnað í Portúgal.
Ík
Stór luöa.
Grimsbytogarinn Rodney land-
aði í september einni af stærstu
lúðu, sem landað hefir verið í
Englandi. Var hún 40 stone og
6 lbs. að þyngd (um 260 kg.)
og talið að hún myndi vera um
65 ára að aldri. Lúðan veiddist
i Hvítahafinu.
Stærsta lúða sem áður hefir
verið landað í Grimsby, var
veidd af togaranum Lord Nelson
árið 1930. Og þyngd hennar var
42 stone eða um 267 kg.
Sviþjóð: Sölusamb. sænskra
fiskimanna í Gautaborg (sjá
grein í síðasta hefti Víkings)
hefir ákveðið að stofna til trygg-
ingar gegn veiðitapi hjá áhöfn-
um fiskibátanna. T. d. ef um
vélabilun ér að ræða verður
þeim bætt það tjón, sem verður
á meðalafla. átar, sem slíka
tryggingu taka, fá bættan kostn-
að á olíu, ís, beitu eða salti, og
allt að 20 þús. sænskum krónum
í mannakaupi fyrir misheppn-
aða veiðiferð.
Hinn nýji verksmiðjutogari,
sem Chr. Salvesen á nú i smíð-
um, mun nota nýja tegund af
botnvörpu, sem er fundin upp
af Mr. John Bennet hjá North-
ern Trawlers í Grimsby. Þessi
botnvarpa hefur tvöfalt stærri
lóðrétta opningu en venjulegar
vörpur. Möskvarnir verða stærri
en venjulega og þykir það hag-
kvæmara.
Japanir veiddu 120 þús. tonn
af laxi á árinu 1959, og var það
helmingi meira magn en árið
áður.
Myndin er af grísku konungssnekkjunni Agamemnon, en skipa-
eigandinn gríski. Onassis, hefir haft skipið á leigu undanfarið
fyrir drjúgan skilding, og býður til sín í sjóferðir ýmsum hátt-
settum mönnum í stjómmálum álfunnar, ásamt listafólki af ýms-
um greinum og öðru fólki. Ferðalög þessi eru mestmegnis um Mið-
jarðarhaf. Grikkir eru ánægðir með að losna þannig við mikinn
kostnað af konungssnekkjunni. Ennfremur hefir Onassis tekið
hlutdeild í rekstri flugfélags griska ríkisins, sem áður var rekið
með miklu fjárhagstapi, en með tilkomu aukins fjármagns frá
Onassis hefir flugfélagið stórum bætt afkomu sína.
Japansklr fiskimenn
Fulltrúax Japanska fiskiðnað-
arins, 26 að tölu, komu fyrir
stuttu tll Grimsby á ferðalagi
sinu til ýmissa fiskibæja viðs-
vegar um heim. M. a. kynntu
þeir sér vinnslu frystihúsanna,
fiskimjölsverksmiðja og ísfram-
leiðslu og skoðuðu Grimsbytog-
arann Rodney.
Það var ýmislegt um borð í
togaranum er vakti sérstaka at-
hygli þeirra, og tóku þeir mikið
af myndum víðsvegar í skipinu
og útbúnaði þess. Þeim þóttu
bobbingarnir sérkennilegir og
sögðu, að þeirra togarar notuðu
enga bobbissa. Einnig sögðu þeir
að botnvörpu hefðu þeirra skip
aðeins á annarri síðunni. Ann-
ars skýrðu þeir frá þvi, að I
höfuðdráttum séu veiði og
vinnsluaðferðir svipaðar i Japan
og Evrópu.
Verksmiðjutogarar.
Þróunin í byggingu fiskiskipa
hefir verið geysi ör síðustu ár
hvað snertir togveiðiskinin, enda
virðast vera að renna upp al-
gjör timamót í smíði tog?’-a.
Þörfin fyrir fisk minnkar ekki
í heiminum og fiskveiðiþjóðirnar
þurfa ekki að leggja árar i bát.
Þvert á móti verða þær að halda
vel í horfinu með allar nýjung-
ar og tækni.
Nýjung, sem þegar hefir vak-
ið heimsathygli, er verksmiðju-
togararnir. í „Fiskaren" birtist
nýlega grein, þar sem frá því
er skýrt, að norska firmað Stord
ráðgeri að smiða 208 feta tog-
ara, sem geti stundað veiðar árið
um kring. í Álasundi eru nokk-
ur útgerðarfélög að ráðgeya að
sameinast um smiði verksmiðju-
togara af 'sömu tegund og Chr.
Salvesen & Co. hleypa af stokk-
unum við Clyde um næstu ára-
mót.
á
Rækjuveiðin í Bandaríkjunum
nam á s.l. ári 140 þús. tonnum,
sem nam að verðmæti 70 millj.
dölum.
á-
Bandarískir fiskifræðingar
hafa stungið upp á, að á næstu
10 árum veiti stjómin 651,5
milljón dali til rannsókna á út-
höfunum. Þar af gangi 213 millj.
dalir til smíði á 70 nýjum haf-
rannsóknarskipum.
VÍKINGUR
232