Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 17
Norðanlands sfldin.
Samkvæmt lokaskýrslu Fiski-
félags íslands varS síldarmagn-
ið norðanlands og austan í sum-
ar sem hér segir:
i salt upps. tn.) ....... 217.653
í bræSslu (mál) ......... 908.605
i fryfstingu (uppm. tn.) 22.163
Eða samtals 1148.421 mál og
tunnur.
í fyrra var aflinn: 289.105 tn.
saltaðar, 239.776 mál í bræðslu
og 16.994 tn. frystar.
Aflahæsta skipið að þessu
sinni var mótorbáturinn Víðir
II frá Garði. Skipstjóri Eggert
Gíslason.
Verð á uppm. tunnu til sölt-
unar var í sumar kr. 160 og
sama verð til frystingar. Greidd-
ar voru 120 kr. fyrir hvert mál
síldar til bræðslu.
Sildarvertiðinni lauk 8. sept.
Fiskar hafa ólíkar blóðtegundir.
Ein vísindaieg niðurstaða haf-
fræðtráðstefnu i New York er
sú, að fiskar, selir og hvalir hafa
mismunandi blóðflokka eins og
mannfólkið, og að hægt er að
beita þessari vitneskju við grein-
ingu á stofnum og ættbálkum
innan sömu dýrategundar. Það
var prófessor J. E. Cubhing frá
Kalifomíu-háskóla, sem skýrði
ráðstefnunni frá reynzlu sinni á
þessu sviði. Nú er hægt að segja
til um, hvort lax, sardínur, síld
og aðrar fisktegundir, sem
em 1 framleiðslunni, era af þesls-
um eða hinum „ættbálkinum".
Þetta er aftur mjög mikilsvert,
þegar rannsaka skal göngur fisk-
tegundanna um heimshöfin.
Önnur af þeim mörgu um-
ræðuefnum, sem tekin vora fyr-
ir á ráðstefnunni, . voru t. d.
möguleikamir á að nýta verð-
mæta málma á hafsbotni,
vinnSla vítamina og annarra
nauðsynlegra næringarefna úr
fiski og gróðri í höfunum, aukn-
ing fiskaflans með nánari þekk-
ingu á venjum og háttum fiska,
betri veðurfregnir og eftirlit
með geislavirkum úrgangisefnum
i höfunum. í sambandi við síð-
astnefnda atriðið, sem er mjög
mikilsvert, beindi ráðstefnan því
til Alþjóðakjarnorkustofnunar-
innar (ICEA) í Vínarborg, að
hún rannsakaði, hvað gæti tal-
izt leyfilegt hámark af geisla-
virkum efnum 1 hafinu.
A 3. alþjóða fiskveiðisýningu í Kaupmannahöfn frá 25. sept. til
5. okt. eru dregnar fram fjölda margar nýjungar í fiskveiðmn og
fiskiðnaði, allt frá veiðarfæram upp í fullkomnustu flökunarvélar.
Hollenzkt skipabygginga fyrirtæki hefir til sýnis togveiðbát, eins
og meðfylgjandi mynd sýnir. Mun báturnn lggja við löngulínu
dagana sem sýningin stendur yfir. Stálbátur þessl er 83 feta
langur, af allra nýjustu gerð.
Enskt fyrirtæki sýnir á alþjóða fiskveiðisýningunni í Khöfn
nýjustu gerð af netahnýtingarvél, sem á að geta hnýtt net jafnt
úr venjulegum hampi og gerfiefnum.
Einnig verður sýnd þar vél, sem talin er byggð á tveggja ára
reynzlu við að framleiða hin svonefndu hnútalausu net. Og er
vélin sögð talsvert frábrugðin samskonar vélum er Japanar nota
til slíkrar framleiðslu. Vél þessi er frá Þýzkalandi.
M.t. ,,Isbe“ frá Rouchelle í Frakklandi, nýbyggður, að koma frá
skipasmíöastöðinni Kooterstille í Hollandi. Aðalmál eru: o. a. lengd
121 fet, b. p. lengd 105 fet, breidd 23 fet, og dýpt 13 fet. Brúttó-
stærð skipsins er 226 smálestir. Aðalvél skipsins er 4 cylindra
dieselvél, er framleiðir 600 Hö. með 375 r. p. m.
Tromlurnar á togspilinu hafa rúm fyrir 250 faðma af 3% t.
togvír hvor. Fiskilestar eru 4,590 cubic fet og hafa freon-kæliút-
búnað. í stýrishúsi er nýtízku siglingaútbúnaður. Skipið er talið
hafa reynzt vel að sjóhæfni í misjöfnu veðri.
Bretar hafa nú uppfyllt samn-
inga sína við Rússa um sölu á
frosnum fiskflökum, sem þeir
seldu Rússum 2000 smálestir af
flökiun, og er ráðgert að hefja
nýja samninga, Fiskflökin era
aðallega frá Hull, Grimsby og
Fleetwood.
Sjómenn frá Evrópu og N-
Ameríku hafa öldum saman
leitað nýrra miða á norðvestur-
svæðum Atlantshafs. Á fisk-
veiðiráðstefnu í Montreal s.l.
sumar vora meðal annars lögð
fram gögn, er sýndu, að ný mið
liggja á löngu svæði djúpt úti
fyrir strandmörkum Kanada
austanmegin. Á þessu svæði er
óhemju magn af karfa. Fram
að þessu hafa Rússar og ís-
lendingar verið duglegastir að
hagnýta sér þessar nýju afla-
uppsprettur, og veiddu þeir fyrr-
nefndu 109 þús. lestir árið 1958
og þeir síðarnefndu 81 þúsund
lestir.
Mörg ár era síðan þessi mið
fundust fyrst, og var það rann-
sóknarstöð fiskveiðanna í St.
John’s á Nýfundnalandi, sem
reið þar á vaðið. Seinna hafa
rússnesk og íslenzk leitarskip
aukið við þessi svæði að miklum
mun, og tilraunaveiðar hafa
einnig átt mikinn þátt í stækk-
un þeirra.
íslendingar fóru alls 264 ferð-
ir á nýju miðin og afli þeirra
var að jafnaði 67 til 76 lestir á
dag. Hver veiðiferð tók vanalega
15 daga, er skiptust jafnt á
siglinguna fram og aftur og
veiðitímann.
Heildaraflinn af karfa á um-
ráðasvæði Norður-Atlantshafs-
nefndarinnar varð 315 þúsund
lestir, og af því veiddust yfir
200 þús. lestir á nýju miðunum.
Útgerðarfélagið „Nordafar",
sem Norðmenn, Danir og Fær-
eyingar standa að, hefur komið
upp „Baader“-fiskflökunarvél i
alþjóðlegu veiðistöðinni í Fær-
eyingahöfn í Vestur-Grænlandi.
Er ætlunin að senda þaðan
hraðfryst þorskflök beina leið
til kaupenda í Bandarlkjuntun
í samvinnu við Föroya Fiskasöla
í Þórshöfn. Alls munu 32 fær-
eyskir fiskibátar, sem gerðir era
út frá Færeyingahöfn og Hrafns-
ey, leggja upp afla sinn í
vinnslustöðinni. Afköstin eiga að
verða a. m. k. 10 lestir af fryst-
um flökum á sólarhring.
V í KIN.GUE
233