Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 18
Sunnudaginn 6. okt. kom bingað
til Reykjavíkur nýtt flutningaskin
kæliskipið Langjökull, eign Jökla
h.f. Skipstjóri á þessu flaggskipi
fyrirtækisins er Ingólfur Möller.
Kjölurinn að ms. Langjökli var
lagður í skipasmíðastöðinni Aarhus
Flydedok og Maskinkompagni A/S
í Árósum 26. sept. 1958.
Aðalmál skipsins eru: Lengd 88,00
m., breidd 12,25 m., dýpt 4,90 m„
og gefur það „deadweight" 2063
longton, við 16 feta djúpristu.
Skipið, sem er frystiskip, er
byggt eftir ströngustu krfrfum
Lloyd’s til skipa, sem sigla eiga á
öllum höfum og auk þess er skin-
ið styrkt til siglingar í ís. Skipið
hefur Lloyd’s vottorð, um að það
haldi 20 gráðum á celsius við +25
gráða sjávarhita og + 35 gráða loft-
hita. Skipið, sem hefur þrjár Sabro-
Að ofan: Langjökull á ytri höfninni í Reykjavík. T. v. 1. stýrimaður Július Kemp,
en t. h. 1. vélstjóri Höskuldur Þórðarson. Að neðan t. v.: Aðalsteinn Björnsson,
eftirlitsmaður með byggingu skipsins; Ingólfur Möller, skipstjóri; Ólafur Þórðar-
son, forstjóri Jökla h.f., og Christensen, forstjóri Aarhus Flydedok.
frystivélar, þarf aðeins tvær þeirra
til þess að halda þessu frosti.
í skipinu eru fjórar lestar, sem
hver um sig getur haldið því hita-
stigi, sem óskað er, innan þeirra
takmarka, sem áður getur. Rúm-
mál lestanna er 87,000 teningsfet.
Lestaropin eru fjögur og er þeim
lokað með lúguhlemmum af allra
nýjustu gerð.
Allar aflvélar skipsins eru diesel-
vélar af Deutz-gerð: aðalvél 2000
hestöfl við 275 snúninga á mínútu
2 hjálparvélar sem drífa 165 kw raf-
ala og ein, sem drífur 110 kw rafal.
í skipinu eru vistarverur fyrir
28 menn. — Allar vistarverur
stjórnpallur, kortaklefi, loftskeyta-
klefi, eldhús, búr, kæligeymslur og
birgðagevmslur eru aftur á skipinu.
Vistarverur mjög rúmgóðar o^
vandaðar.
Björgunarbátar eru geymdir í
uglum af allra fullkomnustu gerð,
og tekur aðeins um 25 sekúndur
að sjósetja þá.
Öryggisútbúnaður er að sjálf-
sögðu eins og frekast er krafizt.
Skipið er búið öllum nýtízku sigl-
ingatækjum og ganghraði þess um
13,5 sjómíla á klukkustund.
Sem fyrr segir er Ingólfur Möller
skipstjóri á hinu nýja skipi. en
fyrsti stýrimaður er Júlíus Kemn
og fyrsti vélstjóri er Höskuldur
Þórðarson.
234
VÍKINGUR