Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Side 21
Hendrik Ottoson Frá Grimsby (Útvarpserindi, flutt 29. september 1959). Eftir alllanga töf á flugvell- inum er hinn ágæti farkostur, Gullfaxi, kominn á loft og stefn- ir austur með landinu. Þetta er mánudagur 14. ágúst 1959. Fagr- ar sveitir Suðurlandsundirlendis eru niðri á vinstri hönd, með túnum, vegum og ám, en í bak- sýn fjöll, öræfi og jöklar. Mér verður hugsað til fyrstu flug- ferðar minnar, síðsumars árið 1941. Þá var farkosturinn allur annar og óþægilegri, brezk sprengjuflugvél af Lockheed gerð, tveggja hreyfla. Förunaut- ar mínir voru þá aðrir en nú í þessu ágæta ferðalagi. Þeir voru 8 eða 10 sprengjur, sem raðað var með veggjum og festar gjörð- um. Ég sat í flugrúmi, einn á hliðarbekk, en til beggja handa voru þessir þokkalegu nágrann- ar, sem dingluðu til og frá þegar vélin tók dýfur. Þá var eins og nú, flogið í björtu veðri austur með landinu, en mikill var mun- urinn. Til dæmis var orsök tafar- innar að þessu sinni sú, að lag- færa þurfti loftvængi flugvélar- ------------------------------<$j, Það verður 6 feta leggur, hbm í horn. Þessi 6 fet fellið þið með helm- ingafellingu á 3 feta hliðar. Þar sem ég, til að fullvinna möskvann, felli á sem næst 4% feta hliðar. Ef við sVo athugum hvað þessi net klæða stóran flöt, þá klæðir ykkar net 9 Dfet, þar sem mitt net klæð- ir nákvæmt reiknað 18 Dfet. Ef þið athugið þetta verklega þá þræðið teinana gegnum upptök- ur og síður. Því ef þið notið garn til að fella með, hafið þið stækkað netið. Nú tel ég mig hafa sannað að vörpugerð verði að grundvallast á þessum reikning. Ef þið takið ekki þessar sannanir gildar og sannið að ég fari með rugl, þá hafið þið um leið örugglega leyst stærðfræði- spursmálið. Sigfús Magnússon. VÍKINGUR innar, en með því á ég við tæki þau, sem halda jafnvægi lofts, þannig, að ekki þynnist andrúms- loftið þótt flogið sé hátt til him- ins. Er það gert farþegum til þæginda. — Þegar ég fór fyrstu flugferðina fyrir 17 árum, var ekki laust við að ég kenndi uggs nokkurs, og ekki drógu förunaut- ar mínir úr honum, né heldur snöggar dýfur. Nú, eftir að hafa flogið alloft yfir Atlanzhaf, bæði til austurs og suðurs, er svo kom- ið, að engan tel ég farkostinn betri góðum farþegaflugvélum. Viscount flugvél Flugfélags ls-« lands, brást eigi heldur í þessari ferð. Má með sanni segja, að jafnstöðug hafi hún verið alla leiðina og gólfið heima hjá mér. Flugfreyjur, snotrar og hæversk- ar, gengu um beina. Svo hverfur landið í þoku, en þá er flogið upp yfir skýin. Sólin er lágt á vestur- loftinu, rauðgullnum bj amia slær á skýjabólstrana, sem teygja sig upp úr öldóttu yfirborðinu. — Stefna er nú tekin til suðsuðaust- urs, enda er ísland allmiklu vest- ar en England. 20. lengdarbaug- ur liggur því sem næst yfir miðju Islands, það er að segja, að mið- bik landsins er 20 gráður fyrir vestan Greenwich hjá Lundún- um. Þægileg værð færist yfir fólk- ið — vélin suðar viðkunnanlega — allir eru saddir og svefn sækir suma. Leikararnir fyrir framan okkur hjónin, þeir Ámi Tryggva- son og Brynjólfur Jóhannesson, sem ætla að kynna sér listina í stórborgum Norðurálfunnar, dotta, en vinkona okkar, frú Anna Baldvinsdóttir, sem situr fyrir aftan, ræðir í hálfum hljóð- um við enska telpu ,sem hún var beðin fyrir. Ekki er lengi verið að fljúga yfir Atlanzál. Okkur hjónum verður litið út um gluggann. Þá sjáum við undarlega fagra sjón, og þótti þá engum miður að taf- izt hafði á flugvellinum við bro.tt- förina. Var sem sæi maður mill- jónir marglitra perla niðri á jörðinni. Hvert perlukerfið tók við af öðru, en það voru stórar iðnaðarborgir Mið-Englands, og á milli þeirra langir perluþræðir, einna líkastir undarlega riðnu neti. Það var þjóðvegakerfi Eng- lands. Loks eygðum við stærstu perluþyrpinguna, Lundúni, stærstu borg jarðar, með 10 til 12 milljónir íbúa. Þá var flugið lækkað og í löngum hringum var svifið til jarðar. Svo var lent eft- ir ágæta ferð, aðeins þrjár klst. og 45 mínútur frá því að lagt var af stað frá Reykjavík. Til saman- burðar má geta þess, að þegar ég fór til útlanda í fyrsta skipti, sumarið 1918, vorum við 10 sól- arhringa til Kaupmannahafnar á Botníu gömlu, Sameinaða gufu- skipafélagsins. Var þó aðeins komið við í Þórshöfn í Færeyjum í fáar stundir, en þá var heims- styrjöldin fyrri, og varð skipið að sigla ótal sinnum frá austri til vesturs og vestri til austurs vegna tundurdufla og kafbáta herraþ j óðar innar. Næsta morgun lögðum við hjónin af stað frá Lundúnum til Grimsby, en Kristinn bróðir minn og kona hans höfðu komið til Lundúna í bifreið sinni til þess að sækja okkur. Hann hefur búið í Grimsby síðan 1922. Það er ekki löng leið frá Teimsá til Humbru- bakka, en heitt var í veðri þenn- an dag og sólskin eins og var í allt sumar á Bretlandseyjum. Fórum við þess vegna hægt og reyndum að aka sem mest í for- sælu. Landið er frjótt og fagurt, einkum þegar kemur norður í Lincolnshire, Lincolnskíri. Það er einna frjósamasta hérað Eng- lands. Sátu það því fyrr á öldum erlendir ránsmenn og ribbaldar, Rómverjar, Jótar, Engilsaxar og Danir. Samgöngur voru góðar, bæði gott þar til vegagerða, og svo skipgengar ár um skíriðþvert og endilangt, en merkastar þeirra og stærstar eru Humbra og Trent.Rómverjar reistu sér virki 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.