Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Síða 23
hér við land, að minnsta kosti getur B. Sæm. hans ekki. Þykkva- lúruna hafa Islendingar tekið upp á að kalla sólkola, en það er dregið af enska heitinu sole (lem- on sole). Ef verið er að burðast við þetta heiti í stað þykkvalúru, ættu menn heldur að segja sóla- koli ,enda er enska nafnið ekki dregið af sólinni, heldur af skó- sóla. — Einn fiskur, fjærskyldur þorski, er mjög veiddur á Norð- ursjó, það er lýsingur — ekki lýsa —; Englendingar nefna hann hake. Hann er að ytra svip ekki ólíkur því, að vera afkvæmi upsa og ýsu, aðeins þykkari um styrtluna. Hann er fíngerðari en ýsan og hinn bezti matarfiskur. — LJr því að ég fer að minnast á fisk, vil ég til gamans geta þess, að enda þótt Englendingar noti orðið cod um þorskinn, er þá til enskt orð thorsk, sem er sama orðið og hið íslenzka, sennilega samstofna við þurr, að þorna, en þetta enska orð thorsk þýðir hjá þeim keila. Þannig geta orðin og merking þeirra breytzt. — Með- an ég var í Grimsby í sumar, barst þar á land stærsta heilag- fiski ,sem vitað er að skip frá Grimsby hafi veitt um áratugi. Það vóg rúm 250 kíló, eðu um 500 íslenzk pund. Ferlíki þetta var á fjórða meter á lengd og var af fróðleiksmönnum talið um 70 ára gamalt. Það var togarinn Rodney ,eign Ross útgerðarfé- lagsins, sem veiddi það við Nor- egsstrendur norður. Blöðunum í Englandi taldist svo til að það myndi nægja til þess að metta 3000 manns, en ekki er þá gert ráð fyrir stórum skömmtum. Humraveiðar eru sóttar fast frá Grimsby. Veiðist þar bæði humar og bogkrabbi. Bogkrabb- inn getur orðið mjög stór, að minnsta kosti miklu stærri en ég hefi nokkurntíma séð hér. Þá má ekki gleyma skelfiskinum, sem þykir mjög ljúffengur. Hann er súrsaður og ganga menn með stórar fötur og selja í bjórstof- um. Kúfiskur þykir mér ágætur matur, enda hefir hann lengi ver- ið notaður til manneldis hér, en aldrei hefi ég fengizt til þess að VÍKINGUE leggja mér kuðung til munns. Hann þykir lostæti í Englandi. Ekki stunda Grimsbymenn síldveiðar að neinu ráði. Þær eru fyrst og fremst stundaðar frá Skotlandi, en auk þess frá ensku bæjunum Jármóðu — Yarmouth — í Norfolk og Lowestoft í Suf- folk. í sumar var Norðursjórinn svartur af síld, þannig að drag- nótabátar lentu í erfiðleikum við að fleygja síld, sem flæktist í veiðarfærin er þau voru upp dregin. Sögðust skipstjórar aldrei hafa séð jafnþéttar torfur síldar þar um slóðir. Hætt er því við að framboð verði mikið af síld í haust og vetur. Það er gaman að ganga snemma morguns um hafnar- bakkana í Grimsby og sjá aðfar- ir manna þar við löndun og verk- un fisks. Löndun hefst þó fyrir venjulegan fótaferðatíma ann- arra manna. Þeir, sem að henni vinna, eru á ensku nefndir lump- ers (í Grimsby framborið lúmp- ers). Nafnið er talið komið af orðinu lump, sem þýðir hrúga eða hlutur. Það var fyrst aðal- lega notað um þá menn sem vinna að útskipun og uppskipun timburs, en er þó óskylt orðinu lumber, sem þýðir timbur. Mál- vísindamenn telja orðið lumper slanguryrði, en þó notaði jafnvel sjálfur Dai-win það. Menn þessir eru handfljótir og leiknir í vinnu sinni. Þeir munu sennilega einna hæzt launaðir allra enskra verka- manna. Mér var tjáð, að viku- kaup þeirra næmi um 20 ster- lingspundum, og jafnvel meiru ef þeir ynnu aukavinnu hjá öðr- um en sínum húsbónda, en oft er hörgull á mönnum þegar mik- ið berst að af fiski. Þá hafa þeir ein fríðindi, sem aðrir starfsmenn hafa ekki. Þeir hafa bréf upp á það, að þeir megi taka fisk með sér í soðið þegar þeir fara heim úr vinnunni. Hafi þeir ekki bréf- ið meðferðis þegar þeir fara heim, geta þeir átt á hættu að lenda í svartholinu fyrir hnupl. — Skemmtilegast er þó að sjá flakara við vinnu sína, en það eru eingöngu karlar. Það eru skjót handbrögð og góð, ef um vana menn er að ræða. Fiskur er mest- megnis flakaður á borðum, en einstaka fiskur er hengdur upp á krók, til dæmis steinbítur og hlýri. Þeir eru líka roðflettir. Flakararnir skilja ekki mikið hold eftir við dálkinn. Ég átti tal við flakara, sem stóð einn við borð og flakaði ýsu. Eg spurði liann hve lengi hann hefði unnið að flökun. I 30 ár, frá 15 ára aldri. Hann sagði mér, að hann hefði aldrei unnið annað starf í þessi 30 ár ,en að flaka ýsu, ekki einu sinn þorsk eða lýsing. Ég spurði hann hvaðan fiskur sá væri, sem hann var að flaka. Frá Færeyj abanka, svaraði hann. Þá spurði ég hvort hann gæti yfir- leitt vitað hvaðan fiskur væri, sem honum væri fenginn til flök- unar. Hann brosti og kvað já við. Ég hygg að flestum íslend- ingum myndi þykja það allein- hæft ævistarf, að standa við borð og flaka ýsu, frá æskuárum til ellidaga. — Fyrir réttum áratugi hljóðritaði ég þátt um Grimsby, með aðstoð tæknimanna frá brezka útvarpinu og hirði ég því ekki að lýsa nákvæmlega löndun fisks þar. Þegar lokið er aðgerð, er fiskurinn fluttur í aluminíum- kössum í frystihús fiskkaup- manna, sem hafa keypt hann á uppboðinu, en hvert útgerðarfé- lag hefir einn eða oftast fleiri en einn uppboðshaldara. 1 frysti- húsunum er fiskurinn settur í nýja trékassa, ísaður og honum komið fyrir í klefum járnbraut- anna, sem síðan þeysast af stað út og suður til þeirra, sem hafa gert samning um fiskkaup af fiskkaupmönnum. Fiskurinn frá Grimsby er yfirleitt betri verzl- unarvara en frá Hull, enda flutn- ingaleiðin yfirleitt styttri, en svo er hitt, að mikill fjöldi danskra, sænskra og enskra dragnótabáta er gerður út frá Grimsby, en nú sárafáir frá Hull. Mér var sagt, að aflamagnið í Hull myndi vera meira um þessar mundir, en í Grimsby, en aflaverðmætið meira í Grimsby vegna gæða. — Fislt- kaupmenn eru fjölmenn stétt heildsala í Grimsby. Sumir eru forríkir, eða hafa að baki sér 239

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.