Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 26
varp hefir einnig dregið mjög úr bjórdrykkju. Um sterka drykki er varla að ræða meðal verka- manna. Það eru þá helzt konur, sem eitthvað drekka af víni eða brenndum drykkjum, en þó sjald- an mikið. í Grimsby eru líka til veitinga- hús, sem ekki selja áfenga drykki. Þau eru flest lítil, en sum mjög þokkaleg. En fyrst í þeim flokki skal talið eitt nýtt veitingahús, enda ber af öðrum. Það er danska sjómannastofan nýja, sem vígð var — já, hún var vígð, því þar er einnig kirkja í sal við hliðina á höfuðsalnum, en að mínum dómi eru hvorki íþróttasvæði né samkomuhús vígð, heldur ein- göngu átrúnaðarstöðvar, kirkjur, hof og þessháttar. Þetta er nýtt hús, sem stendur þar sem áður stóð bjórstofan Navigation, sem margir kannast við, er sigldu til Grimsby fyrir síðari heimsstyrj- öldina. Nú er þarna ólíkt og var í gömlu bjórstofunni dönsku. Bjartur og rúmgóður salur með einföldum, en þægilegum dönsk- um húsgögnum. Þar eru bækur til lestrar og geta menn setið við lestur án þess að kaupa veiting- ar. Matur er þar framreiddur, góður og ódýr danskur matur, hvort sem menn vilja heitan mat eða smurt brauð. Kaffibrauð er þar einnig. Ég vil ráða öllum, sem til Grimsby koma, að líta heldur inn í dönsku sjómanna- stofuna, en í brennivínshúsin, ef um tvennt er að velja. Hún er í Victoria Street, skammt frá Riby torgi. Nú fer ég að ljúka þessu spjalli. Enn eitt get ég fullvissað yður um, góðir fslendingar, að fiskveiðideilan er ekki það á- hugaefni alþýðu manna í Eng- landi og hún er öllum íslending- um. Fólkið veit sem er, að því er engin hætta búin eða framtíð þess, borinna og óborinna,.ef vér berum sigur úr býtum. Hins veg- ar veit enska fólkið ekki, að allt líf vort Islendinga nú og um ó- komnar tíðir, er undir því komið, að vér sigrum. Vér fslendingar skiljum þörfina og þekkjum mál- stað vorn, en almenningur í Eng- lahdi veit lítið um málstað stjórn- ar hennar hátigar, enda er hann ekki málstaður Englendingsins á vinnustað eða húsfreyjunnar í eldhúsi. Sá málstaður er málstað- ur fárra en fégírugra auðmanna og nokkurra afturhaldsmanna í stjórnmálum. Þess vegna getum vér sigrað, en þeir eigi. AÐ HALDA FISKINUM ferskum og óskemmdum svo lengi sem kostur er á er höfuðatriði. Aluminium og aluminium blöndur eru æ meira notaðar við skipabyggingar, og ekki hvað sízt í lestar á fiskiskipum. Með því að nota aluminium í lestar á fiskiskipum vinnst það, að vegna aukins hreinlætis helst fiskurinn lengur ferskur. Auðvelt er að halda aluminium lestum hreinum, og ryð og tær- ing er algjörlega útilokuð. The Adelphi, John Adam Street, London W.C.2. Umboðsmenn: eintiig Reykjavík. ★ Þessi létti málmur er einnig notaður í æ ríkara mæli í yfirbyggingar skipa. — Slíkar yfirbyggingar gera skipið stöðugra og reksturinn þar með öruggari, að því ógleymdu að skipið verður léttara. ALUIUIIMIUIVI UIXIIOIM LIIUITED 242 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.